Harðar deilur um ágæti nýrra búvörulaga Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. mars 2024 16:43 Sigurður Ingi og Sigmar Guðmundsson skiptust á skoðunum um nýja búvörulöggjöf í dag Vísir/Arnar/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Sigmar Guðmundsson voru til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Rætt var um ný búvörulög og áhrif þeirra á íslenska neytendur og bændur. Sigurður segir lögin sambærileg lögum Norðurlandanna og feli í sér mikla kjarabót bæði fyrir bændur og neytendur. Sigmar er ósammála og segir löggjöfina geta skapað hvata fyrir stór fyrirtæki til að bjóða neytendum hærra verð. Ný búvörulög voru samþykkt á Alþingi síðastliðinn fimmtudag 21. mars. Breytingarnar fela meðal annars í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast. Í frumvarpinu er lagt til að mælt verði fyrir um heimildir svokallaðra frumframleiðenda og félaga þeirra til að eiga með sér samstarf til að vinna að hagsmunamálum þar á meðal markaðsmálum. Lögin sambærileg á Norðurlöndunum Sigurður Ingi segir að málið sé nokkuð einfalt. „Þegar samkeppnislögin voru sett á sínum tíma upp úr 1990 þá var verið að setja sambærileg lög á öllum Norðurlöndunum. Í löggjöfinni á Norðurlöndum var landbúnaður, samstarf frumframleiðenda í landbúnaði, alls staðar undanþeginn samkeppnislögum í öllum þessum löndum,“ segir Sigurður. Einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert á Íslandi. „Árið 2004 var barátta fyrir því að fella niður ákveðnar undanþágur varðandi mjólkuriðnaðinn. Þá var einhverra hluta vegna ekki tekist á við það að gera þessa löggjöf sambærilega þeirri sem að er í Evrópu og Norðurlöndunum, það er að segja að samstarf frumframleiðenda lítilla bændafyrirtækja sé heimiluð, með undanþágu frá samkeppnislögum,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi segir að ný búvörulög efli stöðu bæði íslenskra neytenda og bænda Íslenskir bændur fá lægsta verð allra evrópskra bænda fyrir kindakjöt Sigurður Ingi segir að lengi hafi verið unnið að þessari lagabreytingu. Hann vísar í skýrslur sem gerðar voru vorið 2021 þar sem fram kom að afurðaverð sem íslenskir bændur fá fyrir kindakjöt sé það lægsta í Evrópu. Þeir fái um 450 krónur, en næstlægsta verðið hafi verið í Rúmeníu þar sem bændur fái um 500 krónur. Meðalverðið í Evrópu var um 800-1100 krónur segir Sigurður. Fréttamaður áætlar að um sé að ræða kílóverð. Hann segir að íslenskir bændur sem eru að keppa við risafyrirtæki í Evrópu með vaxandi innflutningi, þurfi augljóslega að hafa sömu aðstæður. Svo bendir hann á að íslenskir bændur búið við „framsýnustu og hörðustu“ dýraverndunarlöggjöf Evrópu, aðbúnaður dýra sé hér með besta móti og laun með hæsta móti. Það sé því fullkomnlega óeðlilegt og hljóti að vekja upp spurningar að íslenskir bændur fái lægsta afurðaverð allra Evrópskra bænda. Hvergi í Evrópu fá bændur lægra afurðaverð fyrir kindakjöt en á Íslandi. Sigurður ítrekar að sambærilegar löggjafir finnist í öllum Norðurlöndunum. Hann segir að þegar svipaðar lagabreytingar voru gerðar varðandi mjólkuriðnaðinn hafi orðið um þriggja milljarða hagræðing á ári. Milljarðarnir hafi að hluta til skilað sér aftur til bænda og að hluta til neytenda. Í skýrslunni sem gerð var vorið 2021 var talið að hagræðing sem yrði vegna samstarfs í slátrun væri á bilinu 1-1,5 milljarður á ári. Hann segir að hægt væri að nota peninginn í að greiða bændum betra verð fyrir vöruna og tryggja neytendanum samkeppnishæfa vöru. Stór fyrirtæki fái undanþágu frá samkeppnislögum Sigmar Guðmundsson segir frumvarpið hafa tekið miklum breytingum frá því það kom fyrst fyrir þingið. Búið sé að útvíkka skilyrðin út þannig að nú gildi undanþágan frá samkeppniseftirlitinu um risastór fyrirtæki sem þurfi enga sérstaka aðstoð frá ríkinu í sínum rekstri. Stór fyrirtæki eins og SS, Kaupfélag Skagfirðinga og fleiri fái undanþágu frá samkeppnislögum. Sigmar tekur að miklu leyti undir það sem Samkeppniseftirlitið segir í sinni umsögn. „Það er að þótt að markmiðið sé þetta sem Sigurður lýsir, þá geti það ekki verið þannig að markaður sem býður þó upp á það að öll fyrirtækin, óháð því hvaða grein þau tilheyra, geti sameinast í eitt risastórt fyrirtæki,“ segir Sigmar. Hann segir það dragi úr möguleikum bænda til þess að fá hærra verð fyrir sínar afurðir og geti líka skapað þann hvata fyrir stór fyrirtæki að bjóða neytendum upp á hærra verð. „Þetta er bara nákvæmlega kjarni þess að við höfum samkeppnislög á hinum ýmsu mörkuðum á Íslandi,“ segir Sigmar. Hann vill fara hreinni og beinni leiðir til þess að styðja vel við bændur. Varðandi samanburðinn við mjólkuriðnaðinn og löggjöfina þar segir Sigmar vera aðrar forsendur í verðlagningu heldur en í umræddu frumvarpi um kjötafurðir. Samkeppniseftirlitið bendi einnig á þetta. Hann nefnir svo verðsamráðsmál Samskipa og Eimskipafélagsins og segir að með þessu frumvarpi sé verið að gera slíkt samráð löglegt á kjötmarkaði. Sigmar Guðmundsson segir meðal annars að verið sé að gera verðsamráð löglegt á kjötmarkaði.Vísir/Arnar Kvaðir samkeppniseftirlitsins leiddu til hærra vöruverðs Sigurður Ingi fer þá að tala um að krafan um skilyrðislausa markaðshyggju sé hálfgerð trúarlöggjöf sem eigi ekki alltaf við í raunheimum. Hér eigi að vera eins góð og hörð samkeppni á öllum sviðum eins og hægt er. Sigurður segist sammála því, í hinum fullkomna heimi. „Við aðstæður þar sem markaðurinn raunverulega virkar, þá er auðvitað samkeppni og samkeppnislöggjöf algjörlega nauðsynleg,“ segir Sigurður. Hann segir svo dæmisögu af því þegar samkeppniseftirlitið setti kvaðir á verslun í Rangárþingi vegna samruna fyrirtækja og gerðu þá kröfu að það yrði seld verslun á Hellu. Ef þetta yrði ekki gert myndi einn aðili ráða of miklu og stjórna verði. Afleiðingin af þessu var hins vegar sú að íbúar á Hellu misstu lágvöruverslunina sína og fengu í staðinn verslun sem selur á túristaverði. „Þarna var ekki raunverulegur samkeppnismarkaður, menn verða auðvitað að horfa af einhverri skynsemi á hlutina,“ segir Sigurður. Hann segir jafnframt fráleitt að bera Samskipamálið saman við stöðu einstakra bænda. Sigmar segir í framhaldinu af þessu að íslenska löggjöfin sé talsvert frábrugðin þeim á Norðurlöndunum. Hann segir það einnig ekki vera trúarbrögð heldur hagfræðilegt lögmál að samkeppni sé skilvirkt tæki til að bæta kjöt bæði þeirra sem framleiða og þeirra sem kaupa. Sigurður Ingi og Sigmar héldu lengi áfram að skiptast á skoðunum en niðurstaða umræðunnar virðist vera sú að þeir ætli að vera sammála um að vera ósammála. Hlusta má á allt viðtalið hér að neðan. Búvörulögin eru rædd á undan Landsbankamálinu. Landbúnaður Samkeppnismál Neytendur Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Ný búvörulög voru samþykkt á Alþingi síðastliðinn fimmtudag 21. mars. Breytingarnar fela meðal annars í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast. Í frumvarpinu er lagt til að mælt verði fyrir um heimildir svokallaðra frumframleiðenda og félaga þeirra til að eiga með sér samstarf til að vinna að hagsmunamálum þar á meðal markaðsmálum. Lögin sambærileg á Norðurlöndunum Sigurður Ingi segir að málið sé nokkuð einfalt. „Þegar samkeppnislögin voru sett á sínum tíma upp úr 1990 þá var verið að setja sambærileg lög á öllum Norðurlöndunum. Í löggjöfinni á Norðurlöndum var landbúnaður, samstarf frumframleiðenda í landbúnaði, alls staðar undanþeginn samkeppnislögum í öllum þessum löndum,“ segir Sigurður. Einhverra hluta vegna hafi það ekki verið gert á Íslandi. „Árið 2004 var barátta fyrir því að fella niður ákveðnar undanþágur varðandi mjólkuriðnaðinn. Þá var einhverra hluta vegna ekki tekist á við það að gera þessa löggjöf sambærilega þeirri sem að er í Evrópu og Norðurlöndunum, það er að segja að samstarf frumframleiðenda lítilla bændafyrirtækja sé heimiluð, með undanþágu frá samkeppnislögum,“ segir Sigurður. Sigurður Ingi segir að ný búvörulög efli stöðu bæði íslenskra neytenda og bænda Íslenskir bændur fá lægsta verð allra evrópskra bænda fyrir kindakjöt Sigurður Ingi segir að lengi hafi verið unnið að þessari lagabreytingu. Hann vísar í skýrslur sem gerðar voru vorið 2021 þar sem fram kom að afurðaverð sem íslenskir bændur fá fyrir kindakjöt sé það lægsta í Evrópu. Þeir fái um 450 krónur, en næstlægsta verðið hafi verið í Rúmeníu þar sem bændur fái um 500 krónur. Meðalverðið í Evrópu var um 800-1100 krónur segir Sigurður. Fréttamaður áætlar að um sé að ræða kílóverð. Hann segir að íslenskir bændur sem eru að keppa við risafyrirtæki í Evrópu með vaxandi innflutningi, þurfi augljóslega að hafa sömu aðstæður. Svo bendir hann á að íslenskir bændur búið við „framsýnustu og hörðustu“ dýraverndunarlöggjöf Evrópu, aðbúnaður dýra sé hér með besta móti og laun með hæsta móti. Það sé því fullkomnlega óeðlilegt og hljóti að vekja upp spurningar að íslenskir bændur fái lægsta afurðaverð allra Evrópskra bænda. Hvergi í Evrópu fá bændur lægra afurðaverð fyrir kindakjöt en á Íslandi. Sigurður ítrekar að sambærilegar löggjafir finnist í öllum Norðurlöndunum. Hann segir að þegar svipaðar lagabreytingar voru gerðar varðandi mjólkuriðnaðinn hafi orðið um þriggja milljarða hagræðing á ári. Milljarðarnir hafi að hluta til skilað sér aftur til bænda og að hluta til neytenda. Í skýrslunni sem gerð var vorið 2021 var talið að hagræðing sem yrði vegna samstarfs í slátrun væri á bilinu 1-1,5 milljarður á ári. Hann segir að hægt væri að nota peninginn í að greiða bændum betra verð fyrir vöruna og tryggja neytendanum samkeppnishæfa vöru. Stór fyrirtæki fái undanþágu frá samkeppnislögum Sigmar Guðmundsson segir frumvarpið hafa tekið miklum breytingum frá því það kom fyrst fyrir þingið. Búið sé að útvíkka skilyrðin út þannig að nú gildi undanþágan frá samkeppniseftirlitinu um risastór fyrirtæki sem þurfi enga sérstaka aðstoð frá ríkinu í sínum rekstri. Stór fyrirtæki eins og SS, Kaupfélag Skagfirðinga og fleiri fái undanþágu frá samkeppnislögum. Sigmar tekur að miklu leyti undir það sem Samkeppniseftirlitið segir í sinni umsögn. „Það er að þótt að markmiðið sé þetta sem Sigurður lýsir, þá geti það ekki verið þannig að markaður sem býður þó upp á það að öll fyrirtækin, óháð því hvaða grein þau tilheyra, geti sameinast í eitt risastórt fyrirtæki,“ segir Sigmar. Hann segir það dragi úr möguleikum bænda til þess að fá hærra verð fyrir sínar afurðir og geti líka skapað þann hvata fyrir stór fyrirtæki að bjóða neytendum upp á hærra verð. „Þetta er bara nákvæmlega kjarni þess að við höfum samkeppnislög á hinum ýmsu mörkuðum á Íslandi,“ segir Sigmar. Hann vill fara hreinni og beinni leiðir til þess að styðja vel við bændur. Varðandi samanburðinn við mjólkuriðnaðinn og löggjöfina þar segir Sigmar vera aðrar forsendur í verðlagningu heldur en í umræddu frumvarpi um kjötafurðir. Samkeppniseftirlitið bendi einnig á þetta. Hann nefnir svo verðsamráðsmál Samskipa og Eimskipafélagsins og segir að með þessu frumvarpi sé verið að gera slíkt samráð löglegt á kjötmarkaði. Sigmar Guðmundsson segir meðal annars að verið sé að gera verðsamráð löglegt á kjötmarkaði.Vísir/Arnar Kvaðir samkeppniseftirlitsins leiddu til hærra vöruverðs Sigurður Ingi fer þá að tala um að krafan um skilyrðislausa markaðshyggju sé hálfgerð trúarlöggjöf sem eigi ekki alltaf við í raunheimum. Hér eigi að vera eins góð og hörð samkeppni á öllum sviðum eins og hægt er. Sigurður segist sammála því, í hinum fullkomna heimi. „Við aðstæður þar sem markaðurinn raunverulega virkar, þá er auðvitað samkeppni og samkeppnislöggjöf algjörlega nauðsynleg,“ segir Sigurður. Hann segir svo dæmisögu af því þegar samkeppniseftirlitið setti kvaðir á verslun í Rangárþingi vegna samruna fyrirtækja og gerðu þá kröfu að það yrði seld verslun á Hellu. Ef þetta yrði ekki gert myndi einn aðili ráða of miklu og stjórna verði. Afleiðingin af þessu var hins vegar sú að íbúar á Hellu misstu lágvöruverslunina sína og fengu í staðinn verslun sem selur á túristaverði. „Þarna var ekki raunverulegur samkeppnismarkaður, menn verða auðvitað að horfa af einhverri skynsemi á hlutina,“ segir Sigurður. Hann segir jafnframt fráleitt að bera Samskipamálið saman við stöðu einstakra bænda. Sigmar segir í framhaldinu af þessu að íslenska löggjöfin sé talsvert frábrugðin þeim á Norðurlöndunum. Hann segir það einnig ekki vera trúarbrögð heldur hagfræðilegt lögmál að samkeppni sé skilvirkt tæki til að bæta kjöt bæði þeirra sem framleiða og þeirra sem kaupa. Sigurður Ingi og Sigmar héldu lengi áfram að skiptast á skoðunum en niðurstaða umræðunnar virðist vera sú að þeir ætli að vera sammála um að vera ósammála. Hlusta má á allt viðtalið hér að neðan. Búvörulögin eru rædd á undan Landsbankamálinu.
Landbúnaður Samkeppnismál Neytendur Sprengisandur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00 „Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01 „Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
„Algjörlega búið að kippa samkeppnislögunum úr gildi“ Þingmaður Viðreisnar segir kaldhæðnislegt að í sömu viku vinni Alþingi að því að ríkisvæða tryggingarfélag og útrýma samkeppni á búvörumarkaði. Hann telur að fólk átti sig ekki á hversu slæmar afleiðingar breytingarnar á búvörulögunum muni hafa, bæði á bændur og neytendur. 22. mars 2024 23:00
„Að okkar mati er þetta stórslys sem hefði verið auðvelt að forðast“ Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist á markaði án aðhalds frá Samkeppniseftirlitinu. 22. mars 2024 21:01
„Hvergi er gengið svo langt í að skapa möguleika á einokun“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir nýsamþykkt búvörulög mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Löggjafinn hafi gengið mun lengra en þekkist í nágrannaþjóðum. 22. mars 2024 14:51