Fullkomnu frammistöðurnar með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2024 12:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Ásgeir Sigurvinsson , Arnór Guðjohnsen, Rikharður Jónsson og Albert Guðmundsson hafa allir náð fullkomnum frammistöðum með íslenska landsliðinu. vísir Margir íslenskir landsliðsmenn í knattspyrnu hafa spilað vel í íslenska landsliðsbúningnum en svo eru það þessir örfáu leikir þar sem leikmenn íslenska landsliðsins fara algjörlega á kostum. Það eru þessar frammistöður sem við rifjum upp í dag. Albert Guðmundsson átti magnaðan leik þegar Ísland komst í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Skoraði þrennu, þar af eitt mark beint úr aukaspyrnu, og átti stóran átt í fjórða markinu. Albert hefur verið að spila frábærlega í ítölsku deildinni á tímabilinu og hann sýndi í þessum leik af hverju stærstu klúbbar Seríu A eru sagðir hafa mikinn áhuga á því að kaupa hann af Genoa. Fullkomna frammistaða Alberts kallar vissulega á það að rifja upp þau skipti þar sem íslenskur landsliðsmaður hefur verið í heimsklassa í íslenska landsliðsbúningnum. Hér fyrir neðan stiklum við á stóru í sögu landsliðsins og rifjum upp nokkrar af þessum fullkomnu frammistöðum íslenskra landsliðsmanna. Þetta er ekki endanlegur listi fyrir utan það að frammistöðumat leikmanna er huglægt mat hverju sinni. Þessar frammistöður eiga það hins vegar sameiginlegt að þar áttum við fótboltamann að spila eins og þeir bestu. Auðvitað hefur mikilvægi leikjanna og sögulegt gildi úrslitanna mikil áhrif. Það er mikill munur að blómstra í vináttuleik á móti smáþjóð eða að slá í gegn á móti stórþjóð á stórmóti. Íslenska landsliðið átti sín bestu ár þegar gullaldarkynslóðin kom landsliðinu á tvö stórmót í röð og það þarf ekki að koma á óvart að nokkrir af fullkomnu leikjunum komi þaðan. Það hafa þó aðrir landsliðsmenn skilaði magnaðri frammistöðu á þeim tæpu átta áratugum síðan íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta landsleik 1946. Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ríkharður Jónsson á móti Svíþjóð 1951 Ríkharður átti markamet íslenska landsliðsins í 59 ár þegar kemur að flestum samanlögðum mörkum fyrir liðið en hann á enn markametið yfir flest mörk í einum leik. Ríkharður skoraði fernu í 4-3 í sögulegum sigri á Svíum á Melavellinum árið 1951. Svíar höfðu á endað í þriðja sæti á HM 1950 og unnið Ólympíugull 1948. Ríkharður skoraði ekki aðeins þessi fjögur mörk í leiknum því margir eru á því að fimmta markið hans hafi verið ranglega dæmt af. Hann skoraði tvívegis með góðum skotum úr teignum, eitt skallamark og loks með þrumuskoti fyrir utan teig. Hér má sjá Jóhannes skora markið á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir.timarit.is/Morgunblaðið Jóhannes Eðvaldsson á móti Austur-Þýskalandi 1975 Jóhannes skoraði eitt eftirminnilegasta mark landsliðssögunnar þegar hann skoraði með bakfallsspyrnu í 2-1 sigri á Austur-Þjóðverjum, liðinu sem varð í fimmta til sjötta sæti á heimsmeistaramótinu ári fyrr. Jóhannes spilaði frábærlega í miðri vörn íslenska liðsins og stöðvaði ófáar sóknir austur-þýska liðsins. Markið kom eftir langt innkast sem var skallað aftur fyrir markið til Jóhannesar sem snéri frá markinu en skoraði með frábærri bakfallsspyrnu. Eitt glæsilegast markið í sögu Laugardalsvallar. Ásgeir Sigurvinsson átti magnaðan leik í Wales.Getty/Peter Robinson Ásgeir Sigurvinsson á móti Wales 1982 Ásgeir Sigurvinsson átti marga flotta leiki fyrir íslenska landsliðið og þar á meðal leikinn á móti Austur-Þjóðverjum 1975 en hann lék líklega aldrei betur en í 2-2 jafntefli á útivelli á móti Wales í október 1981. Leikurinn var í undankeppni HM og sérstaklega mikilvægur fyrir Wales. Ásgeir átti stórleik á miðjunni en skoraði líka bæði mörkin, það fyrra með hælnum en það síðara með þrumuskoti út við stöng. Walesverjar reyndu að gera lítið úr íslensku strákunum fyrir leik með því að láta taka myndir af sér með apagrímur en það kveikti heldur betur í íslenska liðinu og ekki síst í Ásgeiri. Dagblaðið Vísir birti mynd af Arnóri Guðjohnsen og Ríkharði Jónssyni saman eftir leikinn.timarit.is/Dagblaðið Vísir Arnór Guðjohnsen á móti Tyrklandi 1991 Leikurinn á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum sumarið 1991 var vissulega vináttuleikur og úrslitin skiptu því litlu máli. Arnór skrifaði engu síður kafla í sögu landsliðsins með því að skora fernu í leiknum. Þrjú af þessum mörkum skoraði Arnór með skalla en hann hafði þá aldrei skorað með skalla fyrir landsliðið. Fernu innsiglaði hann eftir að hafa fengið boltann á silfurfati frá varnarmönnum Tyrkja. Þekkt mynd var tekin af Arnóri í búningsklefanum eftir leikinn en þá kom Ríkharður Jónsson, sá eini sem hafði skorað fernu fyrir landsliðið, niður til Arnórs og óskaði honum til hamingju. Sigurður Jónsson var kóngurinn á miðjunni á móti Spánverjum.Getty/Matthew Ashton Sigurður Jónsson á móti Spáni 1991 Ásgeir Elíasson tók við íslenska liðinu um haustið og Ísland mætti stórliði Spánar í hans fyrsta leik. Íslenska liðið átti stórkostlegan leik og fór illa með Spánverja í 2-0 sigri. Sigurinn var síst of stór og enginn lék betur en Sigurður Jónsson. Sigurður var allt í öllu á miðjunni í leik þar íslenska liðið stýrði spilinu og spilaði fallegan fótbolta. Sigurður lagði upp fyrra markið fyrir Þorvald Örlygsson með stórbrotinni sendingu og síðara markið kom eftir fyrirgjöf Sigurðar sem féll fyrir fætur Eyjólfs Sverrissonar. Rúnar Kristinsson lék yfir hundrað landsleiki en var aldrei betri en á móti Frökkum í september 1998.Getty/Chris Lobina Rúnar Kristinsson á móti Frakklandi 1998 Ein bestu úrslitin í sögu íslenska landsliðsins var jafnteflið á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka sem spiluðu fyrsta leikinn eftir HM á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið náði þar 1-1 jafntefli. Rúnar var besti maður vallarins ásamt Frakkanum Zinedine Zidane. Hann var yfirvegaður í öllum sínu aðgerðum og sjálfsöryggið uppmálað. Frábærar sendingar og lék Frakkana stundum upp úr skónum. Rúnar lagði upp mark íslenska liðsins fyrir Ríkharð Daðason við gríðarlegan fögnuð meira en tíu þúsund áhorfenda. EPA/JANEK SKARZYNSKI Eyjólfur Sverrisson á móti Tékkum 2001 Eyjólfur Sverrisson spilaði aldrei betur fyrir íslenska landsliðið en í 3-1 sigri á Tékkum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Þetta var fullkomin frammistaða hjá landsliðsfyrirliðanum. Hann skoraði tvö mörk þar af annað með þrumuskoti úr aukaspyrnu af löngu færi. Hann var einnig stórkostlegur í vörninni. Í upphafi leiks tókst honum algjörlega að stoppa af stóra sóknarmanninn Jan Koller þegar sem mest mæddi á íslensku vörninni. Gylfi gerði gæfumuninn fyrir Ísland í Slóveníu 2013 og það var ekki í síðasta skipitð sem hann gerði það.Getty/John Walton Gylfi Þór Sigurðsson á móti Slóveníu 2013 Gylfi hefur marg oft boðið upp á stórkostlegar frammistöður með íslenska landsliðinu og sú fyrsta af þeim þremur sem við nefnum hér kom á útivelli á móti Slóveníu í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið lenti undir á 34. mínútu og var undir allt fram í seinni hálfleik. Þá tók Gylfi sig til breytti leiknum. Lars Lagerback hafði ákveðið að færa hann framar á völlinn og það bar frábæran árangur. Gylfi skoraði jöfnunarmarkið með stórkostlegu skoti beint úr aukaspyrnu á 55. mínútu og sigurmarkið síðan tólf mínútum fyrir leikslok eftir að hafa tekið laglegan snúning í teignum. Jóhann Berg fagnar þriðja marki sínu í leiknum.EPA/PETER SCHNEIDER Jóhann Berg Guðmundsson á móti Sviss 2013 Jóhann Berg varð fyrstur til að skora þrennu í keppnisleik þegar hann skoraði magnaða þrennu í 4-3 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM 2014. Hvert markið var öðru fallegra og þetta er án efa flottasta þrennan sem hefur verið skoruð í íslenska landsliðsbúningnum. Jóhann kom Íslandi í 1-0 en tryggði liðinu svo jafntefli með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Hollendinginn Nigel de Jong.Getty/VI Images Gylfi Þór Sigurðsson á móti Hollandi 2014 Íslenska landsliðið lagði grunninn að sæti á sínu fyrsta stórmóti með frábærum 2-0 sigri á stórliði Hollands á Laugardalsvellinum í október 2014. Gylfi var magnaður í þessum leik. Hann skoraði bæði mörkin en var líka frábær í öllum þáttum leiksins ekki síst í varnarleiknum. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hrósaði Gylfa mikið eftir leikinn og talaði um að hann væri í heimsklassa. Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Englandi í sextán liða úrslitum EM 2016.Getty/Marc Atkins Ragnar Sigurðsson á móti Englandi 2016 Í líklega stærsta sigurleik íslenska landsliðsins frá upphafi var enginn betri en miðvörðurinn úr Árbænum. Ragnar skoraði jöfnunarmarkið í leiknum af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hafði verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Jamie Vardy var að sleppa í gegn. Úkraínumaðurinn Olexandr Zinchenko sækir hér að Gylfa Þór Sigurðssyni.Getty//Anadolu Agency Gylfi Þór Sigurðsson á móti Úkraínu 2017 Það er ekki hægt að ganga fram hjá frammistöðu Gylfa í sigrinum á Úkraínu í undankeppni HM 2018 þar sem sigurinn skilaði íslenska liðinu á rétta leið í átt að því að tryggja sig inn á HM. Mikilvægi leiksins og frammistaðan sýndi að Gylfi var langmikilvægasti leikmaður landsliðsins. Gylfi skoraði bæði mörkin, lagði upp dauðafæri, var duglegur í vörn og heilinn í sókn. Hann kemst því þrisvar sinnum á þennan lista okkar. Hannes Þór Halldórsson ver vítaspyrnna frá Lionel Messi.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hannes Þór Halldórsson á móti Argentínu 2018 Hannes toppaði feril sinn með því að verja vítaspyrnu frá snillingnum Lionel Messi og tryggja íslenska landsliðinu 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik Íslands í úrslitakeppni heimsmeistaramóts. Hannes var öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Varði ekki bara vítið heldur einnig skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok. Albert Guðmundsson fagnar þriðja marki sínu á móti Ísrael.Getty/David Balogh Albert Guðmundsson á móti Ísrael 2024 Albert skoraði aðeins þriðju þrennu í keppnisleik í sögu íslenska landsliðsins og það í leik til að halda íslenska liðinu á lífi í baráttunni um sæti á Evrópumóti. Albert kom íslenska liðinu inn í leikinn með stórbrotnu marki beint úr aukaspyrnu sem jafnaði metin í 1-1. Ísland komst yfir eftir hornspyrnu Alberts skömmu síðar og hann gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Albert Guðmundsson átti magnaðan leik þegar Ísland komst í úrslitaleikinn um laust sæti á Evrópumótinu í fótbolta. Skoraði þrennu, þar af eitt mark beint úr aukaspyrnu, og átti stóran átt í fjórða markinu. Albert hefur verið að spila frábærlega í ítölsku deildinni á tímabilinu og hann sýndi í þessum leik af hverju stærstu klúbbar Seríu A eru sagðir hafa mikinn áhuga á því að kaupa hann af Genoa. Fullkomna frammistaða Alberts kallar vissulega á það að rifja upp þau skipti þar sem íslenskur landsliðsmaður hefur verið í heimsklassa í íslenska landsliðsbúningnum. Hér fyrir neðan stiklum við á stóru í sögu landsliðsins og rifjum upp nokkrar af þessum fullkomnu frammistöðum íslenskra landsliðsmanna. Þetta er ekki endanlegur listi fyrir utan það að frammistöðumat leikmanna er huglægt mat hverju sinni. Þessar frammistöður eiga það hins vegar sameiginlegt að þar áttum við fótboltamann að spila eins og þeir bestu. Auðvitað hefur mikilvægi leikjanna og sögulegt gildi úrslitanna mikil áhrif. Það er mikill munur að blómstra í vináttuleik á móti smáþjóð eða að slá í gegn á móti stórþjóð á stórmóti. Íslenska landsliðið átti sín bestu ár þegar gullaldarkynslóðin kom landsliðinu á tvö stórmót í röð og það þarf ekki að koma á óvart að nokkrir af fullkomnu leikjunum komi þaðan. Það hafa þó aðrir landsliðsmenn skilaði magnaðri frammistöðu á þeim tæpu átta áratugum síðan íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta landsleik 1946. Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965.Ljósmyndasafn Reykjavíkur Ríkharður Jónsson á móti Svíþjóð 1951 Ríkharður átti markamet íslenska landsliðsins í 59 ár þegar kemur að flestum samanlögðum mörkum fyrir liðið en hann á enn markametið yfir flest mörk í einum leik. Ríkharður skoraði fernu í 4-3 í sögulegum sigri á Svíum á Melavellinum árið 1951. Svíar höfðu á endað í þriðja sæti á HM 1950 og unnið Ólympíugull 1948. Ríkharður skoraði ekki aðeins þessi fjögur mörk í leiknum því margir eru á því að fimmta markið hans hafi verið ranglega dæmt af. Hann skoraði tvívegis með góðum skotum úr teignum, eitt skallamark og loks með þrumuskoti fyrir utan teig. Hér má sjá Jóhannes skora markið á forsíðu Morgunblaðsins daginn eftir.timarit.is/Morgunblaðið Jóhannes Eðvaldsson á móti Austur-Þýskalandi 1975 Jóhannes skoraði eitt eftirminnilegasta mark landsliðssögunnar þegar hann skoraði með bakfallsspyrnu í 2-1 sigri á Austur-Þjóðverjum, liðinu sem varð í fimmta til sjötta sæti á heimsmeistaramótinu ári fyrr. Jóhannes spilaði frábærlega í miðri vörn íslenska liðsins og stöðvaði ófáar sóknir austur-þýska liðsins. Markið kom eftir langt innkast sem var skallað aftur fyrir markið til Jóhannesar sem snéri frá markinu en skoraði með frábærri bakfallsspyrnu. Eitt glæsilegast markið í sögu Laugardalsvallar. Ásgeir Sigurvinsson átti magnaðan leik í Wales.Getty/Peter Robinson Ásgeir Sigurvinsson á móti Wales 1982 Ásgeir Sigurvinsson átti marga flotta leiki fyrir íslenska landsliðið og þar á meðal leikinn á móti Austur-Þjóðverjum 1975 en hann lék líklega aldrei betur en í 2-2 jafntefli á útivelli á móti Wales í október 1981. Leikurinn var í undankeppni HM og sérstaklega mikilvægur fyrir Wales. Ásgeir átti stórleik á miðjunni en skoraði líka bæði mörkin, það fyrra með hælnum en það síðara með þrumuskoti út við stöng. Walesverjar reyndu að gera lítið úr íslensku strákunum fyrir leik með því að láta taka myndir af sér með apagrímur en það kveikti heldur betur í íslenska liðinu og ekki síst í Ásgeiri. Dagblaðið Vísir birti mynd af Arnóri Guðjohnsen og Ríkharði Jónssyni saman eftir leikinn.timarit.is/Dagblaðið Vísir Arnór Guðjohnsen á móti Tyrklandi 1991 Leikurinn á móti Tyrklandi á Laugardalsvellinum sumarið 1991 var vissulega vináttuleikur og úrslitin skiptu því litlu máli. Arnór skrifaði engu síður kafla í sögu landsliðsins með því að skora fernu í leiknum. Þrjú af þessum mörkum skoraði Arnór með skalla en hann hafði þá aldrei skorað með skalla fyrir landsliðið. Fernu innsiglaði hann eftir að hafa fengið boltann á silfurfati frá varnarmönnum Tyrkja. Þekkt mynd var tekin af Arnóri í búningsklefanum eftir leikinn en þá kom Ríkharður Jónsson, sá eini sem hafði skorað fernu fyrir landsliðið, niður til Arnórs og óskaði honum til hamingju. Sigurður Jónsson var kóngurinn á miðjunni á móti Spánverjum.Getty/Matthew Ashton Sigurður Jónsson á móti Spáni 1991 Ásgeir Elíasson tók við íslenska liðinu um haustið og Ísland mætti stórliði Spánar í hans fyrsta leik. Íslenska liðið átti stórkostlegan leik og fór illa með Spánverja í 2-0 sigri. Sigurinn var síst of stór og enginn lék betur en Sigurður Jónsson. Sigurður var allt í öllu á miðjunni í leik þar íslenska liðið stýrði spilinu og spilaði fallegan fótbolta. Sigurður lagði upp fyrra markið fyrir Þorvald Örlygsson með stórbrotinni sendingu og síðara markið kom eftir fyrirgjöf Sigurðar sem féll fyrir fætur Eyjólfs Sverrissonar. Rúnar Kristinsson lék yfir hundrað landsleiki en var aldrei betri en á móti Frökkum í september 1998.Getty/Chris Lobina Rúnar Kristinsson á móti Frakklandi 1998 Ein bestu úrslitin í sögu íslenska landsliðsins var jafnteflið á móti nýkrýndum heimsmeisturum Frakka sem spiluðu fyrsta leikinn eftir HM á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið náði þar 1-1 jafntefli. Rúnar var besti maður vallarins ásamt Frakkanum Zinedine Zidane. Hann var yfirvegaður í öllum sínu aðgerðum og sjálfsöryggið uppmálað. Frábærar sendingar og lék Frakkana stundum upp úr skónum. Rúnar lagði upp mark íslenska liðsins fyrir Ríkharð Daðason við gríðarlegan fögnuð meira en tíu þúsund áhorfenda. EPA/JANEK SKARZYNSKI Eyjólfur Sverrisson á móti Tékkum 2001 Eyjólfur Sverrisson spilaði aldrei betur fyrir íslenska landsliðið en í 3-1 sigri á Tékkum á Laugardalsvellinum í undankeppni HM. Þetta var fullkomin frammistaða hjá landsliðsfyrirliðanum. Hann skoraði tvö mörk þar af annað með þrumuskoti úr aukaspyrnu af löngu færi. Hann var einnig stórkostlegur í vörninni. Í upphafi leiks tókst honum algjörlega að stoppa af stóra sóknarmanninn Jan Koller þegar sem mest mæddi á íslensku vörninni. Gylfi gerði gæfumuninn fyrir Ísland í Slóveníu 2013 og það var ekki í síðasta skipitð sem hann gerði það.Getty/John Walton Gylfi Þór Sigurðsson á móti Slóveníu 2013 Gylfi hefur marg oft boðið upp á stórkostlegar frammistöður með íslenska landsliðinu og sú fyrsta af þeim þremur sem við nefnum hér kom á útivelli á móti Slóveníu í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið lenti undir á 34. mínútu og var undir allt fram í seinni hálfleik. Þá tók Gylfi sig til breytti leiknum. Lars Lagerback hafði ákveðið að færa hann framar á völlinn og það bar frábæran árangur. Gylfi skoraði jöfnunarmarkið með stórkostlegu skoti beint úr aukaspyrnu á 55. mínútu og sigurmarkið síðan tólf mínútum fyrir leikslok eftir að hafa tekið laglegan snúning í teignum. Jóhann Berg fagnar þriðja marki sínu í leiknum.EPA/PETER SCHNEIDER Jóhann Berg Guðmundsson á móti Sviss 2013 Jóhann Berg varð fyrstur til að skora þrennu í keppnisleik þegar hann skoraði magnaða þrennu í 4-3 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM 2014. Hvert markið var öðru fallegra og þetta er án efa flottasta þrennan sem hefur verið skoruð í íslenska landsliðsbúningnum. Jóhann kom Íslandi í 1-0 en tryggði liðinu svo jafntefli með því að skora tvö síðustu mörk leiksins. Gylfi Þór Sigurðsson í baráttunni við Hollendinginn Nigel de Jong.Getty/VI Images Gylfi Þór Sigurðsson á móti Hollandi 2014 Íslenska landsliðið lagði grunninn að sæti á sínu fyrsta stórmóti með frábærum 2-0 sigri á stórliði Hollands á Laugardalsvellinum í október 2014. Gylfi var magnaður í þessum leik. Hann skoraði bæði mörkin en var líka frábær í öllum þáttum leiksins ekki síst í varnarleiknum. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari hrósaði Gylfa mikið eftir leikinn og talaði um að hann væri í heimsklassa. Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Englandi í sextán liða úrslitum EM 2016.Getty/Marc Atkins Ragnar Sigurðsson á móti Englandi 2016 Í líklega stærsta sigurleik íslenska landsliðsins frá upphafi var enginn betri en miðvörðurinn úr Árbænum. Ragnar skoraði jöfnunarmarkið í leiknum af harðfylgi og var frábær í vörninni eins og hann hafði verið allt mótið. Átti tæklingu leiksins í seinni hálfleik þegar Jamie Vardy var að sleppa í gegn. Úkraínumaðurinn Olexandr Zinchenko sækir hér að Gylfa Þór Sigurðssyni.Getty//Anadolu Agency Gylfi Þór Sigurðsson á móti Úkraínu 2017 Það er ekki hægt að ganga fram hjá frammistöðu Gylfa í sigrinum á Úkraínu í undankeppni HM 2018 þar sem sigurinn skilaði íslenska liðinu á rétta leið í átt að því að tryggja sig inn á HM. Mikilvægi leiksins og frammistaðan sýndi að Gylfi var langmikilvægasti leikmaður landsliðsins. Gylfi skoraði bæði mörkin, lagði upp dauðafæri, var duglegur í vörn og heilinn í sókn. Hann kemst því þrisvar sinnum á þennan lista okkar. Hannes Þór Halldórsson ver vítaspyrnna frá Lionel Messi.EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hannes Þór Halldórsson á móti Argentínu 2018 Hannes toppaði feril sinn með því að verja vítaspyrnu frá snillingnum Lionel Messi og tryggja íslenska landsliðinu 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik Íslands í úrslitakeppni heimsmeistaramóts. Hannes var öryggið uppmálað í fyrri hálfleiknum og gat lítið gert við markinu. Veitti vörninni sinni mikið öryggi. Varði ekki bara vítið heldur einnig skot með tilþrifum fjórum mínútum fyrir leikslok. Albert Guðmundsson fagnar þriðja marki sínu á móti Ísrael.Getty/David Balogh Albert Guðmundsson á móti Ísrael 2024 Albert skoraði aðeins þriðju þrennu í keppnisleik í sögu íslenska landsliðsins og það í leik til að halda íslenska liðinu á lífi í baráttunni um sæti á Evrópumóti. Albert kom íslenska liðinu inn í leikinn með stórbrotnu marki beint úr aukaspyrnu sem jafnaði metin í 1-1. Ísland komst yfir eftir hornspyrnu Alberts skömmu síðar og hann gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum í seinni hálfleiknum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira