Sport

Þetta vill Guð­laugur Victor bæta fyrir leikinn stóra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðlaugur Victor Pálsson verður í eldlínunni annað kvöld. 
Guðlaugur Victor Pálsson verður í eldlínunni annað kvöld.  Vísir/Hulda Margrét

Strákarnir æfðu í Búdapest í gærmorgun. Síðan var stefnan tekin til Wrocław og lentu þeir í borginni seinnipartinn í gær.

Í Wrocław búa um 650 þúsund manns og því töluvert minni borg en Búdapest. Þrátt fyrir frábæran sigur gegn Ísrael þá vill Guðlaugur Victor Pálsson meina að liðið þurfi að bæta eitt og annað til að eiga möguleika í sterkt lið Úkraínumanna. Íslenska liðið æfir í dag á Wrocław vellinum.

„Við þurfum að horfa svolítið á hvernig við spiluðum síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleiknum gegn Ísrael þar sem við vorum að láta boltann renna vel, láta þá elta okkur svolítið því við erum með frábæra fótboltamenn og við getum spilað fótbolta,“ segir Guðlaugur og heldur áfram.

„Síðan bara velja augnablikin, hvenær við getum spilað boltanum og hvenær ekki. Svo þurfum við minnka þessi klaufalegu mistök. Að fá á okkur tvö víti er risastórt og má ekki gerast. En við tökum helling jákvætt úr leiknum og höfum farið vel í gegnum þetta allt.“

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×