Brast í grát á blaðamannafundi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. mars 2024 19:30 Vinícius Júnior eru reglulega kallaður öllum illum nöfnum en ætlar ekki að láta það stöðva sig. EPA-EFE/Kiko Huesca Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior, leikmaður Real Madríd, gat ekki haldið aftur tárunum á blaðamannafundi þar sem allar spurningar blaðamanna sneru að þeim kynþáttafordómum sem grassera á Spáni. Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Spánn tekur á móti Vinícius Júnior og félögum í Brasilíu á Santiago Bernabéu, heimavelli, Real Madríd, í landsleik sem á að vekja athygli á þeim kynþáttafordómum sem enn eru við lýði. Á blaðamannafundi fyrir leikinn brast Vinícius Júnior í grát þar sem hann var að missa viljann til að spila íþróttina sem hann elskar vegna þeirra fordóma sem hann hefur orðið fyrir. Hefur lítið sem ekkert verið gert til að tækla fordómana. Þurfti Real Madríd til að mynda nýverið að kvarta yfir dómara sem dæmdi leik liðsins þar sem hann gleymdi að taka fram í skýrslu sinni að Vini Jr. hefði látið vita að hann hefði verið beittur kynþáttafordómum í leiknum. Vinicius se derrumbó en rueda de prensa. Todos los periodistas presentes en la sala rompieron en aplausos hacia él. @JorgeCPicon pic.twitter.com/PUWbvmxAx5— Relevo (@relevo) March 25, 2024 Sagði Vini Jr. jafnframt að hann muni ekki yfirgefa Spán og ætli að halda áfram að berjast um titla með Real Madríd. Þar með ætlar hann að koma í veg fyrir það sem rasistarnir virkilega vilja. „Ég er viss um að Spánn sé ekki rasísk þjóð en það eru margir rasistar hér og margir þeirra eru á leikvöngunum. Það verður að breytast því fólk veit í raun ekki hvað rasismi er. Þetta er erfitt, ég er aðeins 23 ára gamall og hef þurft að útskýra hvað kynþáttafordómar eru fyrir fullt af fólki. Hef einnig þurft að útskýra hvernig það hefur haft áhrif á mig og fjölskyldu mína.“ „Síðan ég tilkynnti fyrst um að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum þá hafa hlutirnir aðeins versnað. Af því engum er refsað, þeir fá meiri völd og vita að þeir komast upp með að segja hvað sem þeim sýnist um húðlit minn.“ From @TheAthleticFC: The Real Madrid forward Vinicius Junior says the racist abuse directed at him is getting worse because perpetrators are going unpunished, as he broke down in tears at an emotional press conference on Monday. https://t.co/Vx0vqjD42M— The New York Times (@nytimes) March 25, 2024 „Þetta er þreytandi því manni líður eins og maður sé einn á báti. Ég hef lagt fram svo margar kvartanir og engum hefur verið refsað.“ Fari svo að Vini Jr. gegn Spáni verður það hans 28 A-landsleikur. Að leiknum loknum snýr hann sér aftur að Real Madríd og baráttu liðsins á toppi La Liga – spænsku úrvalsdeildarinnar – og í Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Spænski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira