Húsnæðisliðnum um að kenna en von á breytingum Árni Sæberg skrifar 26. mars 2024 12:15 Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Verðbólga er 6,8 prósent og hækkar um 0,1 prósentustig milli mánaða. Hagfræðingur kennir húsnæðisliðnum um. Vísitala neysluverðs hækkaði umfram allar opinberar spár og spár greinenda. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hækkunina þó ekki endilega koma á óvart. „Það sem gerðist í millitíðinni var að það kom mæling á þróun íbúðaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem sýndi að íbúðaverð hækkaði meira á milli mánaða heldur en við og aðrir höfðum gert ráð fyrir. Íbúðaverð hefur töluverð áhrif á á verðbólgumælinguna eins og við þekkjum úr umræðunni og frávikið frá okkar spá, við spáðum 0,5 prósenta hækkun, reyndin var 0,8 prósent milli mánaða, skýrist nær eingöngu af þessum mun. Aðrir liðir voru í stórum dráttum að hegða sér með líku lagi og við gerðum ráð fyrir.“ Nýja vísitalan átti ekki að hafa áhrif Fyrir viku var greint frá því að ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hafði hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá HMS var áréttað að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefði ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar væru byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Halda húsnæðisliðnum inni en breyta útreikningi Í tilkynningu Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs í morgun var tilkynnt um að frá og með júní verði hætt að nota íbúðaverð sem grunn fyrir útreikning á húsnæðislið vísitölunnar. Frekar verði stuðst við leiguverð. Í greinargerð um innleiðingu á nýrri aðferðarfræði segir að Hagstofa Íslands hafi um nokkurt skeið unnið að endurskoðun á húsnæðislið fyrir vísitölu neysluverðs. Aðferð einfalds notendakostnaðar, sem notuð hefur verið til að meta reiknaða húsaleigu, hafi í grundvallaratriðum reynst vel þegar litið er til lengri tíma þróunar. Til skamms tíma hafi hins vegar komið fram frávik sem yfirleitt hafi mátt rekja til þróunar á fjármálamarkaði sem hafi haft veruleg áhrif á reiknuðu húsaleiguna. Það sé mat Hagstofunnar að þessi frávik séu of mikil til þess að hægt sé að réttlæta óbreytta aðferð. Ítarleg gögn um leigumarkaðinn geri það að verkum að hægt er að byggja líkan fyrir reiknaða húsaleigu á þann hátt að það nái til alls íbúðarhúsnæðis sem er í eigin notkun. Með slíku líkani megi meta verðbreytingu á reiknaðri húsalegu þannig að samræmi sé tryggt milli verðþróunar á leigumarkaði og notkunar eigin húsnæðis, óháð skammtímasveiflum á fjármálamarkaði. Jákvæð breyting „Þetta þýðir vonandi og væntanlega að sveiflur í þessum lið verða minni heldur en þær hafa verið á. Hann verður fyrirsjáanlegri, það verður auðveldara að skilja hann og líklega mun hækkunin af hans völdum verða minni þegar kemur fram á árið heldur en hefði orðið. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt að sú breyting sé framundan í júní,“ segir Jón Bjarki. Býst áfram við stýrivaxtalækkunum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Margir höfðu kallað eftir því að vextir yrðu lækkaðir og ýmsir greinendur spáð því að vaxtalækkunarferlið hæfist, þar á meðal Jón Bjarki. Seðlabankastjóri sagði hins vegar verðbólguna enn of mikla. Jón Bjarki segir þráláta verðbólgu og háar verðbólguvæntingar vissulega gild rök fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum og tíðindi dagsins séu lóð á þá vogarskál, allavega tímabundið. „Það breytir ekki því að eftir sem áður virðist okkur sem verðbólga muni halda áfram að hjaðna, þrátt fyrir þetta skammvinna bakslag, þegar lenga kemur fram á árið. Það samfara því að hagkerfið er að kólna hratt eru á endanum, allavega að mínu mati, gildari rök fyrir því að lækka vexti. Vonandi og væntanlega mun koma að því fyrr en seinna.“ Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Íslandsbanki Tengdar fréttir Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. 26. mars 2024 09:13 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði umfram allar opinberar spár og spár greinenda. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hækkunina þó ekki endilega koma á óvart. „Það sem gerðist í millitíðinni var að það kom mæling á þróun íbúðaverðs frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, sem sýndi að íbúðaverð hækkaði meira á milli mánaða heldur en við og aðrir höfðum gert ráð fyrir. Íbúðaverð hefur töluverð áhrif á á verðbólgumælinguna eins og við þekkjum úr umræðunni og frávikið frá okkar spá, við spáðum 0,5 prósenta hækkun, reyndin var 0,8 prósent milli mánaða, skýrist nær eingöngu af þessum mun. Aðrir liðir voru í stórum dráttum að hegða sér með líku lagi og við gerðum ráð fyrir.“ Nýja vísitalan átti ekki að hafa áhrif Fyrir viku var greint frá því að ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hafði hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá HMS var áréttað að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefði ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar væru byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Halda húsnæðisliðnum inni en breyta útreikningi Í tilkynningu Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs í morgun var tilkynnt um að frá og með júní verði hætt að nota íbúðaverð sem grunn fyrir útreikning á húsnæðislið vísitölunnar. Frekar verði stuðst við leiguverð. Í greinargerð um innleiðingu á nýrri aðferðarfræði segir að Hagstofa Íslands hafi um nokkurt skeið unnið að endurskoðun á húsnæðislið fyrir vísitölu neysluverðs. Aðferð einfalds notendakostnaðar, sem notuð hefur verið til að meta reiknaða húsaleigu, hafi í grundvallaratriðum reynst vel þegar litið er til lengri tíma þróunar. Til skamms tíma hafi hins vegar komið fram frávik sem yfirleitt hafi mátt rekja til þróunar á fjármálamarkaði sem hafi haft veruleg áhrif á reiknuðu húsaleiguna. Það sé mat Hagstofunnar að þessi frávik séu of mikil til þess að hægt sé að réttlæta óbreytta aðferð. Ítarleg gögn um leigumarkaðinn geri það að verkum að hægt er að byggja líkan fyrir reiknaða húsaleigu á þann hátt að það nái til alls íbúðarhúsnæðis sem er í eigin notkun. Með slíku líkani megi meta verðbreytingu á reiknaðri húsalegu þannig að samræmi sé tryggt milli verðþróunar á leigumarkaði og notkunar eigin húsnæðis, óháð skammtímasveiflum á fjármálamarkaði. Jákvæð breyting „Þetta þýðir vonandi og væntanlega að sveiflur í þessum lið verða minni heldur en þær hafa verið á. Hann verður fyrirsjáanlegri, það verður auðveldara að skilja hann og líklega mun hækkunin af hans völdum verða minni þegar kemur fram á árið heldur en hefði orðið. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt að sú breyting sé framundan í júní,“ segir Jón Bjarki. Býst áfram við stýrivaxtalækkunum Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í síðustu viku að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum. Margir höfðu kallað eftir því að vextir yrðu lækkaðir og ýmsir greinendur spáð því að vaxtalækkunarferlið hæfist, þar á meðal Jón Bjarki. Seðlabankastjóri sagði hins vegar verðbólguna enn of mikla. Jón Bjarki segir þráláta verðbólgu og háar verðbólguvæntingar vissulega gild rök fyrir því að halda stýrivöxtum óbreyttum og tíðindi dagsins séu lóð á þá vogarskál, allavega tímabundið. „Það breytir ekki því að eftir sem áður virðist okkur sem verðbólga muni halda áfram að hjaðna, þrátt fyrir þetta skammvinna bakslag, þegar lenga kemur fram á árið. Það samfara því að hagkerfið er að kólna hratt eru á endanum, allavega að mínu mati, gildari rök fyrir því að lækka vexti. Vonandi og væntanlega mun koma að því fyrr en seinna.“
Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Íslandsbanki Tengdar fréttir Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. 26. mars 2024 09:13 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Verðbólga eykst á ný Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í mars 2024, er 620,3 stig og hækkar um 0,80 prósent frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 504,4 stig og hækkar um 0,48 prósent frá febrúar 2024. Verðbólgan hjaðnaði örlítið í síðasta mánuði en hefur nú aukist umfram lækkunina. 26. mars 2024 09:13