Það bættist nefnilega enn á meiðslavandræði City liðsins í gær þegar John Stones fór meiddur af velli eftir aðeins tíu mínútna leik hjá enska landsliðinu á móti Belgíu.
„Auðvitað erum við vonsviknir ef hann er meiddur. Þetta lítur út fyrir að vera á nárasvæðinu,“ sagði Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands.
Kyle Walker hafði áður tognað aftan í læri í leiknum á móti Brasilíu á dögunum. Það er mjög ólíklegt að þessir tveir geti spilað á móti Arsenal enda mjög stutt í þann leik.
Manuel Akanji meiddist einnig í landsliðsverkefni Sviss og yfirgaf hópinn fyrir leik Svisslendinga á móti Írlandi í gær.
Kevin De Bruyne (Belgía), Ederson (Brasilía) og Jack Grealish (England) misstu líka allir af þessum landsliðsglugga vegna meiðsla.