Rangers og Celtic leyfa stuðningsmenn hvors annars á ný Siggeir Ævarsson skrifar 29. mars 2024 18:15 Skoskir stuðningsmenn kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að skrílslátum. Þessi mynd var tekin á leik Rangers og Dortmund og eins og sjá má var stíf öryggisgæsla á Ibrox vellinum. Vísir/EPA-EFE/ROBERT PERRY Skosku erkifjendurnir frá Glasgow, Rangers og Celtic, hafa komist að samkomulagi um að úthluta á ný miðum til hvors annars þegar liðin mætast. Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park. Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni. Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park. The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25— SPFL (@spfl) March 29, 2024 Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða. Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Sjá meira
Forsaga málsins nær aftur til ársins 2018 þegar forsvarsmenn Rangers tilkynntu að stuðningsmenn Celtics myndu aðeins fá 700 miða á leiki á Ibrox vellinum en þeir höfðu alla jafna fengið 7.500 miða, bæði á Ibrox og Celtics park. Forsvarsmenn Celtic svöruðu í sömu mynt og í maí 2023 tilkynnti liðið að engir miðar yrðu í boði fyrir Rangers aðdáendur og Rangers tóku samskonar ákvörðun strax í kjölfarið. Síðan þá hafa nágrannaslagirnir aðeins farið fram fyrir framan aðdáendur heimaliðsins hverju sinni. Nú hafa félögin hoggið á hnútinn og ætla að úthluta um 5% miða til andstæðinganna á ný, eða 2.500 miðum á Ibrox og 3.000 á Celtic Park. The SPFL can confirm that Rangers FC and Celtic FC will provide ticket allocations of around 5% for away supporters, for SPFL matches between the two clubs in season 2024/25— SPFL (@spfl) March 29, 2024 Samkomulagið tekur þó ekki gildi fyrr en á næsta tímabili, sem þýðir að liðin munu mætast tvisvar sinnum enn á þessum tímabili með einsleitan aðdáendahóp í stúkunum. Liðin hafa haft mikla yfirburði í deildinni í ár, eins og oft áður, og er Celtic í efsta sæti með 71 stig og Rangers í 2. sæti með 70 og á leik til góða.
Fótbolti Skoski boltinn Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Sjá meira