Meiðslavandræði Man United ætla engan endi að taka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2024 07:01 Martraðartímabil Martínez heldur áfram. Michael Regan/Getty Images Það á ekki af Manchester United að ganga á þessari leiktíð en nú er ljóst að Victor Lindelöf og Lisandro Martínez verða frá næsta mánuðinn vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í leik gegn Brentford á dögunum. Man United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Mason Mount kom Man Utd yfir í uppbótartíma en þrátt fyrir það tókst Brentford að jafna. Þegar þarna var komið við sögu hafði Man Utd misst tvo varnarmenn af velli. Raphaël Varane fór út af í hálfleik og Victor Lindelöf fór meiddur af velli á 69. mínútu. Í hans stað kom Argentínumaðurinn Lisandro Martínez en hann hafði ekki spilað síðan hann varð fyrir hnémeiðslum í 3-0 sigrinum á West Ham United þann 4. febrúar síðastliðinn. Það virðist sem Martínez hafi snúið alltof snemma til baka en nú hefur fengist staðfest að hann verður frá næsta mánuðinn vegna vöðvameiðsla. Sama er að segja um Victor Lindelöf sem meiddist aftan í læri í leiknum. Lisandro Martinez and Victor Lindelof will both be out of action for at least a month due to muscle injuries.Both players are aiming to be back before the end of the season.— Andy Mitten (@AndyMitten) April 2, 2024 Ekki virðist sem Varane hafi meiðst alvarlega en ekki hefur verið gefið út hvort hann missi af næstu leikjum liðsins. Þetta er enn eitt áfallið sem Man Utd verður fyrir en segja má á að það sé bölvun á varnarmönnum liðsins. Tyrell Malacia á enn eftir að spila leik, Martínez var að meiðast í þriðja sinn og hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum, Luke Shaw hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum og Aaron Wan-Bissaka 19 talsins. Þá hafa bæði Harry Maguire og Varane misst af fjölda leikja vegna meiðsla. Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur og Aston Villa um 5. sætið sem gæti gefið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira
Man United gerði 1-1 jafntefli við Brentford í ensku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Mason Mount kom Man Utd yfir í uppbótartíma en þrátt fyrir það tókst Brentford að jafna. Þegar þarna var komið við sögu hafði Man Utd misst tvo varnarmenn af velli. Raphaël Varane fór út af í hálfleik og Victor Lindelöf fór meiddur af velli á 69. mínútu. Í hans stað kom Argentínumaðurinn Lisandro Martínez en hann hafði ekki spilað síðan hann varð fyrir hnémeiðslum í 3-0 sigrinum á West Ham United þann 4. febrúar síðastliðinn. Það virðist sem Martínez hafi snúið alltof snemma til baka en nú hefur fengist staðfest að hann verður frá næsta mánuðinn vegna vöðvameiðsla. Sama er að segja um Victor Lindelöf sem meiddist aftan í læri í leiknum. Lisandro Martinez and Victor Lindelof will both be out of action for at least a month due to muscle injuries.Both players are aiming to be back before the end of the season.— Andy Mitten (@AndyMitten) April 2, 2024 Ekki virðist sem Varane hafi meiðst alvarlega en ekki hefur verið gefið út hvort hann missi af næstu leikjum liðsins. Þetta er enn eitt áfallið sem Man Utd verður fyrir en segja má á að það sé bölvun á varnarmönnum liðsins. Tyrell Malacia á enn eftir að spila leik, Martínez var að meiðast í þriðja sinn og hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum, Luke Shaw hefur aðeins komið við sögu í 15 leikjum og Aaron Wan-Bissaka 19 talsins. Þá hafa bæði Harry Maguire og Varane misst af fjölda leikja vegna meiðsla. Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en er í harðri baráttu við Tottenham Hotspur og Aston Villa um 5. sætið sem gæti gefið sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Sjá meira