Hringirnir myndast þegar gas rís hratt upp úr eldfjalli í gegnum hringlaga gosop. Eitt slíkt opnaðist á Etnu á þriðjudag. Myndskeið frá Associated Press má sjá í spilaranum hér að neðan:
Eldfjallafræðingurinn Boris Behncke hjá eldfjallastofnun Ítalíu, INGV, segir í færslu á Facebook að lengi vel hafi verið vitað að ekkert eldfjall á jörðinni blási jafnmörgum reykhringjum og Etna.
Nú slái Etna öll sín fyrri met með því að blása hundruðum ef ekki þúsundum hringja á dag.