Innlent

Efna­hags­málin, Katrín mætir og staðan á Gasa

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Ákvörðun forsætisráðherra um að gefa kost á sér í komandi forsetakosningum verður rædd á Sprengisandi í dag. Sérfræðingar kryfja pólitískar afleiðingar og Katrín stendur fyrir máli sínu.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, er fyrstur á Sprengisandinn í dag. Efnahagsmálin verða á dagskrá, staðan og framtíðin, verðbólgan sem áfram dunar, vextirnir sem lítið lækka. Kunnuglegt stef.

Þau Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í lögfræði, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, ætla að ræða stöðuna í forsetakjörinu eftir að forsætisráðherrann tilkynnti á föstudag að hún byði sig fram til embættis forseta. Hvaða pólitísku afleiðingar getur það haft?

Næst mætir svo Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, og stendur fyrir sínu máli í upphafi kosningabaráttu um embætti Forseta Íslands.

Í lok þáttar ætla þeir Kristján Kristjánsson og Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor á Akureyri, að horfa út í heim, ræða stöðuna á Gaza sem gæti verið að breytast eftir Ísraelsher réðist á hjálparstarfsmenn en horfa líka til Úkraínu og þeirrar ákvörðunar Íslendinga að verja fé til vopnakaupa fyrir Úkraínuher, þvert á það sem við áður höfum gert á átakasvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×