Page Six greinir frá þessu og hefur það eftir Peter Gelb, listrænum stjórnanda hjá Met í New York. Hann hefur ekki sagt þetta opinberlega en þegar hann hefur verið að sýna fólki bygginguna hefur hann rætt þessa sögu.
„Pavarotti, sem var alltaf svangur, faldi oft skammta af uppáhaldspastanu sínu til hliðar á sviðinu svo hann gæti rölt út af á milli laga og fengið sér að borða,“ er haft eftir Gelb.
Pavarotti var einn af Tenórunum þremur ásamt José Carreras og Plácido Domingo en þeir voru gríðarlega vinsælir á tíunda áratug síðustu aldar. Pavarotti hélt tónleika í Laugardalshöll árið 1980.
Hann lést í september árið 2007 eftir að hafa greinst með krabbamein í brisi rúmu ári áður.