„Það er margt sem þarf að ræða og óvæntar aðstæður sem flokkarnir vilja bregðast við í takt við aðstæður og reyna að líta fram á veginn og stilla saman strengi,“ segir Bjarni.
Hann segir að flokkarnir séu að ræða allt sem skiptir málii
„Við erum að ræða allt sem máli skiptir og greinum frá því í einum pakka.“
Hann segir viðræður ekki stranda á einhverju ákveðnu. Bjarni vildi ekki svara því hver yrði forsætisráðherra. Svo gekk hann á brott.
Þingflokkar funda nú í þinginu en þingmenn hafa ekki viljað gefa sig á tal við blaðamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist ekki hafa mínútu lausa í viðtal fyrir fund. Það sama sögðu Lilja D. Aldfreðsdóttir, ráðherra og þingkona Framsóknar, og Bjarkey Olsen þingkona Vinstri grænna.