Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið byrjunarlið sitt fyrir leikinn á móti Þýskalandi í undankeppni EM 2025.
Þorsteinn gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í 3-0 sigri á Pólland í fyrsta leik undankeppninnar fyrir helgi.
Hann skiptir út Bryndísi Örnu Níelsdóttir út og tekur inn Hlín Eiríksdóttur í staðinn. Hinar tíu halda sæti sínu í liðinu.
Þýskaland vann líka sinn fyrsta leik í riðlinum, 3-2 sigur á nágrönnum sínum frá Austurríki.
Íslenska kvennalandsliðið hefur aðeins unnið einn af átján leikjum sínum á móti Þýskalandi frá upphafi.
Leikurinn í dag fer fram á Tivoli leikvanginum í Aachen og hefst hann klukkan 16.10 að íslenskum tíma.

- Byrjunarlið Íslands á móti Þýskalandi:
- Fanney Inga Birkisdóttir
- Guðrún Arnardóttir
- Glódís Perla Viggósdóttir
- Ingibjörg Sigurðardóttir
- Sædís Rún Heiðarsdóttir
- Alexandra Jóhannsdóttir
- Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
- Hildur Antonsdóttir
- Diljá Ýr Zomers
- Hlín Eiríksdóttir
- Sveindís Jane Jónsdóttir