Ísland lenti 1-0 undir snemma leiks en Hlín Eiríksdóttir jafnaði metin á 23. mínútu. Hin unga Sædís Rún Heiðarsdóttir með stoðsendinguna. Því miður fór Sveindís Jane Jónsdóttir meidd af velli eftir um hálftíma leik og í kjölfarið gengu heimakonur á lagið. Skoruðu þær tvívegis og staðan 3-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins.
Hér að neðan má sjá myndir frá leiknum.









