Uppgjörið: Valur - Höttur 94-75 | Öruggur heimasigur í tímamótaleik gestanna Siggeir Ævarsson skrifar 10. apríl 2024 22:05 Kristófer Acox átti frábæran leik í kvöld. VÍSIR/BÁRA Deildarmeistarar Vals tóku á móti Hetti í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla en þetta er í fyrsta sinn sem Hattarmenn komast í úrslitakeppnina svo að leikurinn var sögulegur. Það sama verður ekki sagt um innihald hans en leikurinn var afar hægur til að byrja með og lítið skorað. Hattarmenn voru mættir til að selja sig dýrt og heimamenn mögulega að vinna með snefil af vanmati í byrjun. Eftir ágætis byrjun (ekki Sigurrósar platan) þar sem Hattarmenn döðruðu jafnvel við að stela sigri komust Valsmenn smám saman í gang og leiddu í hálfleik 45-37. Þeir héldu áfram á sömu braut í seinni hálfleik og héldu Hetti í um það bil tíu stiga fjarlægð lengst af. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar munurinn var kominn í 17 stig strax í upphafi hans. Valssigur staðreynd í leik sem var ansi langt frá því að vera áferðarfallegur og vonandi ekki fyrirboði um það sem koma skal í þessari seríu. Atvik leiksins Í leik sem innihélt ekki miklar sprengjur inni á vellinum er eitt sérkennielgt atvik sem stendur upp úr og vakti mikla kátínu og jafnframt undrun í blaðamannastúkunni. Í síðustu sókn fyrri hálfleiks lagði Karlovic lófann á vel bónaðan koll Frank Booker þegar hann gerði sig líklegan til að fara í þrist. Booker ræddi þetta við Sigurbaldur dómara eftir að flautan gall og endaði á að klappa honum létt á rassinn. Stjörnur og skúrkar Kristófer Acox er stjarna kvöldsins. Hann fór fyrir sóknarleik Valsmanna og virðist þrífast vel í þeim líkamlegu átökum sem Hattarmenn bjóða upp á í vörn. 23 stig frá Kristó í kvöld og níu fráköst að auki. Taiwo Badmus var einnig öflugur og óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Hann bauð upp á nákvæmlega sömu tölfræðilínu og Kristó. Hjá Hetti var Adam Eiður Ásgeirsson öflugur og skoraði 14 stig en lendir eiginlega í skúrkaflokknum líka því hann lék aðeins rúmar 19 mínútur þar sem hann lenti í bullandi villuvandræðum. Deontaye Buskey var stigahæstur gestanna með 18 stig en brenndi af öllum sínum þriggjastiga skotum í leiknum en þriggjastiga nýting Hattar var aðeins 27 prósent í kvöld. Það má kannski segja að aðalskúrkur kvöldsins hafi verið hringurinn, sem hafnaði vítaskotum Valsmanna í stórum stíl. Aðeins 60 prósent nýting hjá þeim og 13 stig í súginn af línunni sem kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Dómarar Dómaratríókvöldsins skipuðu þeir Davíð Tómas Tómasson, Sigmundur Már Herbertsson og Sigurbaldur Frímannsson. Það er yfir litlu að kvarta hjá þeim, höfðu góð tök á leiknum en voru kannski helst til flautuglaðir á köflum en alls voru dæmdar 40 villur í leiknum. Solid 8,75 á þá. Stemming og umgjörð Ágætis stemming á Hlíðarenda í kvöld. Hattarmenn fylltu þriðjung stúkunnar og létu vel í sér heyra. Það má reikna með sturlaðri stemmingu á Egilsstöðum í næsta leik. Blaðamannastúkan var þétt setin og menn léttir á bárunni þrátt fyrir að hvorki væri boðið upp á vott né þurrt frekar en fyrri daginn á Hlíðarenda. Smá standard takk! Viðtöl Adam Eiður: „Við verðum að vera þolinmóðir og finna lausnir“ Adam Eiður er fyrirliði HattarmannaVÍSIR/BÁRA Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, var nokkuð vongóður um að hans menn gætu fundið þær lausnir sem á þarf að halda til að landa sigri í næsta leik á Egilsstöðum. „Við vildum komst í 1-0 en það gekk ekki. Við horfum bara í það að koma til baka og gera þær breytingar sem við þurfum að gera og verja okkar heimavöll. Auðvitað hefðum við viljað vinna fyrsta leik.“ Hattarmenn byrjuðu leikinn af krafti en misstu svo dampinn. Adam sagði að þeir þyrftu að vera þolinmóðari sóknarmegin til að eiga möguleika. „Við vorum góðir á köflum en fannst við fara svolítið út úr okkar hlutum þegar við fórum að hiksta sóknarlega. Við verðum að vera þolinmóðir og finna lausnir. Þeir eru frábærir varnarlega. Við þurfum að finna lausnir og kannski halda dampi lengur. Þá held ég að við getum gert eitthvað í þessari seríu.“ Stuðningsmenn Hattar voru háværir í kvöld þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Adam þakkaði þeim fyrir komuna og stuðninginn. „Við erum með frábæra stuðningsmenn og ég þakka þeim fyrir að koma í dag og hlakka til að sjá fullt hús á Egilsstöðum.“ Finnur Freyr: „Þessi leikur gefur okkur ekki neitt í framhaldinu nema við náum að vinna tvo í viðbót“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari ValsVísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir 19 stiga sigur en hans menn þurftu vissulega að hafa töluvert fyrir sigrinum framan af leik. „Bara hörkuleikur eins og við bjuggumst við. Höttur er með hörkulið og þetta var mjög erfiður leikur.“ Stigaskorið var ekki hátt framan af leik og hart tekist á í vörninni. Það kom Finni svo sem ekki á óvart. „Það er bara svona einkenni úrslitakeppninnar. Það er mikil orka sem fer í þessa leiki. Datt okkar megin í dag og svo bara verðum við að gera vel á sunnudaginn ef við ætlum að láta þennan telja.“ Það vakti athygli blaðamanns í upphafi leiks að Antonio Monteiro var kynntur til leiks þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í upphitun en hann tók svo ekkert þátt í leiknum. Finnur gaf svo sem engar skýringar á því af hverju hann var yfirhöfuð í hóp í kvöld. „Hann er meiddur bara. Spurning hvort hann verði klár á sunnudaginn eða ekki. Það kemur í ljós.“ Aðspurður um það hvernig þessi sería muni þróast sagðist Finnur eiga von á meira af því sama. „Bara áframhaldandi hörku, látum og slagsmálum. Tvö lið sem selja sig dýrt og ætla sér að fara langt. Þetta er bara rétt að byrja. Við tönnlumst alltaf á því sama. Hver sería á sitt eigið líf og það er bara einn leikur búinn. Nú er hann í baksýnisspeglinum og nú þarf að fókusera á leikinn á sunnudaginn. Þessi leikur gefur okkur ekki neitt í framhaldinu nema við náum að vinna tvo í viðbót. Subway-deild karla Valur Höttur Körfubolti
Deildarmeistarar Vals tóku á móti Hetti í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla en þetta er í fyrsta sinn sem Hattarmenn komast í úrslitakeppnina svo að leikurinn var sögulegur. Það sama verður ekki sagt um innihald hans en leikurinn var afar hægur til að byrja með og lítið skorað. Hattarmenn voru mættir til að selja sig dýrt og heimamenn mögulega að vinna með snefil af vanmati í byrjun. Eftir ágætis byrjun (ekki Sigurrósar platan) þar sem Hattarmenn döðruðu jafnvel við að stela sigri komust Valsmenn smám saman í gang og leiddu í hálfleik 45-37. Þeir héldu áfram á sömu braut í seinni hálfleik og héldu Hetti í um það bil tíu stiga fjarlægð lengst af. Þeir gerðu svo endanlega út um leikinn í upphafi fjórða leikhluta þegar munurinn var kominn í 17 stig strax í upphafi hans. Valssigur staðreynd í leik sem var ansi langt frá því að vera áferðarfallegur og vonandi ekki fyrirboði um það sem koma skal í þessari seríu. Atvik leiksins Í leik sem innihélt ekki miklar sprengjur inni á vellinum er eitt sérkennielgt atvik sem stendur upp úr og vakti mikla kátínu og jafnframt undrun í blaðamannastúkunni. Í síðustu sókn fyrri hálfleiks lagði Karlovic lófann á vel bónaðan koll Frank Booker þegar hann gerði sig líklegan til að fara í þrist. Booker ræddi þetta við Sigurbaldur dómara eftir að flautan gall og endaði á að klappa honum létt á rassinn. Stjörnur og skúrkar Kristófer Acox er stjarna kvöldsins. Hann fór fyrir sóknarleik Valsmanna og virðist þrífast vel í þeim líkamlegu átökum sem Hattarmenn bjóða upp á í vörn. 23 stig frá Kristó í kvöld og níu fráköst að auki. Taiwo Badmus var einnig öflugur og óx ásmegin eftir því sem leið á leikinn. Hann bauð upp á nákvæmlega sömu tölfræðilínu og Kristó. Hjá Hetti var Adam Eiður Ásgeirsson öflugur og skoraði 14 stig en lendir eiginlega í skúrkaflokknum líka því hann lék aðeins rúmar 19 mínútur þar sem hann lenti í bullandi villuvandræðum. Deontaye Buskey var stigahæstur gestanna með 18 stig en brenndi af öllum sínum þriggjastiga skotum í leiknum en þriggjastiga nýting Hattar var aðeins 27 prósent í kvöld. Það má kannski segja að aðalskúrkur kvöldsins hafi verið hringurinn, sem hafnaði vítaskotum Valsmanna í stórum stíl. Aðeins 60 prósent nýting hjá þeim og 13 stig í súginn af línunni sem kom þó ekki að sök þegar upp var staðið. Dómarar Dómaratríókvöldsins skipuðu þeir Davíð Tómas Tómasson, Sigmundur Már Herbertsson og Sigurbaldur Frímannsson. Það er yfir litlu að kvarta hjá þeim, höfðu góð tök á leiknum en voru kannski helst til flautuglaðir á köflum en alls voru dæmdar 40 villur í leiknum. Solid 8,75 á þá. Stemming og umgjörð Ágætis stemming á Hlíðarenda í kvöld. Hattarmenn fylltu þriðjung stúkunnar og létu vel í sér heyra. Það má reikna með sturlaðri stemmingu á Egilsstöðum í næsta leik. Blaðamannastúkan var þétt setin og menn léttir á bárunni þrátt fyrir að hvorki væri boðið upp á vott né þurrt frekar en fyrri daginn á Hlíðarenda. Smá standard takk! Viðtöl Adam Eiður: „Við verðum að vera þolinmóðir og finna lausnir“ Adam Eiður er fyrirliði HattarmannaVÍSIR/BÁRA Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, var nokkuð vongóður um að hans menn gætu fundið þær lausnir sem á þarf að halda til að landa sigri í næsta leik á Egilsstöðum. „Við vildum komst í 1-0 en það gekk ekki. Við horfum bara í það að koma til baka og gera þær breytingar sem við þurfum að gera og verja okkar heimavöll. Auðvitað hefðum við viljað vinna fyrsta leik.“ Hattarmenn byrjuðu leikinn af krafti en misstu svo dampinn. Adam sagði að þeir þyrftu að vera þolinmóðari sóknarmegin til að eiga möguleika. „Við vorum góðir á köflum en fannst við fara svolítið út úr okkar hlutum þegar við fórum að hiksta sóknarlega. Við verðum að vera þolinmóðir og finna lausnir. Þeir eru frábærir varnarlega. Við þurfum að finna lausnir og kannski halda dampi lengur. Þá held ég að við getum gert eitthvað í þessari seríu.“ Stuðningsmenn Hattar voru háværir í kvöld þrátt fyrir að vera töluvert færri í stúkunni. Adam þakkaði þeim fyrir komuna og stuðninginn. „Við erum með frábæra stuðningsmenn og ég þakka þeim fyrir að koma í dag og hlakka til að sjá fullt hús á Egilsstöðum.“ Finnur Freyr: „Þessi leikur gefur okkur ekki neitt í framhaldinu nema við náum að vinna tvo í viðbót“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari ValsVísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, var með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir 19 stiga sigur en hans menn þurftu vissulega að hafa töluvert fyrir sigrinum framan af leik. „Bara hörkuleikur eins og við bjuggumst við. Höttur er með hörkulið og þetta var mjög erfiður leikur.“ Stigaskorið var ekki hátt framan af leik og hart tekist á í vörninni. Það kom Finni svo sem ekki á óvart. „Það er bara svona einkenni úrslitakeppninnar. Það er mikil orka sem fer í þessa leiki. Datt okkar megin í dag og svo bara verðum við að gera vel á sunnudaginn ef við ætlum að láta þennan telja.“ Það vakti athygli blaðamanns í upphafi leiks að Antonio Monteiro var kynntur til leiks þrátt fyrir að hafa ekki tekið þátt í upphitun en hann tók svo ekkert þátt í leiknum. Finnur gaf svo sem engar skýringar á því af hverju hann var yfirhöfuð í hóp í kvöld. „Hann er meiddur bara. Spurning hvort hann verði klár á sunnudaginn eða ekki. Það kemur í ljós.“ Aðspurður um það hvernig þessi sería muni þróast sagðist Finnur eiga von á meira af því sama. „Bara áframhaldandi hörku, látum og slagsmálum. Tvö lið sem selja sig dýrt og ætla sér að fara langt. Þetta er bara rétt að byrja. Við tönnlumst alltaf á því sama. Hver sería á sitt eigið líf og það er bara einn leikur búinn. Nú er hann í baksýnisspeglinum og nú þarf að fókusera á leikinn á sunnudaginn. Þessi leikur gefur okkur ekki neitt í framhaldinu nema við náum að vinna tvo í viðbót.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum