Ætlar aldrei að setjast í helgan stein Jakob Bjarnar skrifar 13. apríl 2024 07:01 Haukur segist aldrei ætla að setjast í helgan stein. Og hvers vegna ætti hann að vera að hugsa um slíkt, Haukur er í fullu fjöri. vísir/vilhelm Haukur Halldórsson er 87 ára gamall og nú hefur Street Art Norge ákveðið að halda sérstaka sýningu honum til heiðurs. Á sýningunni getur að líta verk sem Haukur hefur unnið víðs vegar um heiminn í sex áratugi. Þá mun Haukur einnig, við þetta sama tækifæri, fá sérstaka viðurkenningu sem elsti starfandi götulistamaður Norðurlanda. Hvorki meira né minna en þá upphefð hlýtur hann fyrir verk sem hann vann þegar hann bjó í Danmörku. Blaðamaður setti sig í samband við Hauk spurði listamanninn í mesta sakleysi hvort ekki væri tímabært að setjast í helgan stein, hann væri kominn á virðulegan aldur, en sá hélt nú ekki. „Nei, ekki aldeilis,“ segir Haukur fljótmæltur. „Það geri ég aldrei. Það er sko alveg á hreinu. Það væri upphafið að endinum. Alltof mikið af fólki sem gefst upp. Því miður.“ Vill setja upp lampa hér og þar til að bæta geð landsmanna Aldur er afstæður og Haukur er lifandi sönnun þess. Hann hefur sínar kenningar um hvað valdi því að Íslendingar eiga eins erfitt með geðið og raun ber vitni en aðeins Bandaríkjamenn éta meira að geðdeyfðarlyfjum. Við erum silfurhafar á heimsvísu á því sviði. Haukur sýnir Vilhelm ljósmyndara eitt af ófáum verkum sínum.vísir/vilhelm „Íslendingar búa á landi þar sem er myrkur eiginlega allt árið. Það er smá sól í kringum júní og júlí. En þetta er stórkostlegt land. Ég held að öll geðræn vandamál Íslendinga megi rekja til myrkurs. Það er pottþétt.“ Haukur segist marka þetta ofboð í landsmönnum sem lýsir sér í umferðarmenningu sem á sér ekki sinn líkan í víðri veröld, og er hún þó geggjuð víða í Evrópu; hann hefur ekki séð annað eins. „Þrír fjórir bílar á hvert heimili, hverskonar er þetta? En svona er þetta og ég hef því lagt til að settir verði upp einskonar ljósalampar og þeim komið fyrir um allar trissur svo létta megi Íslendingum lundina.“ Þetta er hugmynd. Litaglaðir og skemmtilegir Kínverjar Heiðursýningin mun heita „Haukur Halldórsson: Ferðalag um list og tíma“ og er ætlunin að sýna fjölbreytta blöndu verka Hauks. Hún opnar 19. apríl í Street Art Norge, Vulkan 15, Osló. Þar verða til sýnis málverk, teikningar og skúlptúrar allt til flókinnar skartgripahönnunar, sem undirstrikar framlag Hauks til listheimsins og þekkingar hans á norrænni goðafræði. Í það heila verður um að ræða 25 verk af ýmsum toga. Haukur hefur ekki bundið sig við eitt form sköpunar, svo mikið er víst. Og hefur hann verið Fjörukrárbóndanum innan handar með ýmsa muni.vísir/vilhelm Haukur hefur flækst um víða um heim í leit að innblæstri og sjálfum sér. „Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og guð má vita hvað. Ég hef verið að skoða mig um og sjá hvað menn eru að gera og læra af þeim. Kínverjarnir voru skemmtilegir.“ Kínverjar? „Jájá, ég var þar. Þeir búa til marga hluti skemmtilega en í flestum tilfellum eru þeir skrítnir í litavali. Skræpóttir. Barnaskítsgrænir og nota mikið af gulum litum. Ég kunni ekki við það. Þannig að ég bað þá um að búa til eftir mínum kokkabókum og var með sýningu á því í Hallgrímskirkju. Trú á symból úr tveimur heimum. Haukur er kominn heim en veit ekkert um hvort það er til frambúðar.vísir/vilhelm Það var skemmtileg sýning með myndum sem gerðar voru á sérstakan hátt,“ segir Haukur og lýsir í smáatriðum fyrir blaðamanni hvernig myndirnar voru unnar í tré, með fræsingu og þar í var settur gull- eða koparþráður sem fyllt upp í með sandi. Menn með einkennishúfu fá maníu „Ég var líka að kynna mér keramík þar og allt í lagi með það. Maður er farinn að gleyma svo miklu.“ Haukur segist aldrei hafa verið góður í að koma sjálfum sér á framfæri. „Það er ekki mín Ella.“ Sýningin, sem er nú forsenda þessa samtals, verður formlega vígð af sendiherra Íslands í Noregi, Högni S. Kristjánssyni, í húsnæði að viðstöddum fjölskyldu listamannsins, boðsgestum og fulltrúum frá Street Art Norge, Ola Hanø og Dino Beslic. Þessi listmunur er hluti af talfsetti sem Haukur gerði.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að þessi atburður sé til vitnis um varanleg áhrif verka Hauks Halldórssonar og stöðu hans í norrænu listasamfélagi. En hann hefur ekki fetað hefðbundna slóð og látið sér fátt óviðkomandi. Haukur var búsettur til skamms tíma úti Kaupmannahöfn en er hann kominn heim? „Já, eiginlega. Hvort það verður endanlegt, það veit ég ekki. Ísland er skrítið land. Það er reyndar fullt af hlutum sem mig vantar og eru ekki til hér á þessu landi.“ Haukur segir íslenska tollinn hafa verið með eitthvað vesen án þess að fara nánar út í hvað það var sem þeir stöðvuðu. Haukur segir að sig vanti eitt og annað en bölvaður tollurinn var með vesen.vísir/vilhelm „Embættismenn fá oft einhverja maníu ef þeir fá einkennishúfu. Það held ég nú.“ Haukur hefur verið að vinna fyrir fyrirtæki úti í Noregi á digital-sviði. Hann teiknaði fyrir þá myndir og þeim leist vel á. „Annars er ég hér á vegum Fjörukráarbóndans. Jói vinur minn vildi endilega fá mig til að hjálpa sér með þetta víkingarugl allt saman. Það hefur verið gert svo margt í sambandi við það og af sumu er ég hrifinn. En það er annað mál.“ Myndlist Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þá mun Haukur einnig, við þetta sama tækifæri, fá sérstaka viðurkenningu sem elsti starfandi götulistamaður Norðurlanda. Hvorki meira né minna en þá upphefð hlýtur hann fyrir verk sem hann vann þegar hann bjó í Danmörku. Blaðamaður setti sig í samband við Hauk spurði listamanninn í mesta sakleysi hvort ekki væri tímabært að setjast í helgan stein, hann væri kominn á virðulegan aldur, en sá hélt nú ekki. „Nei, ekki aldeilis,“ segir Haukur fljótmæltur. „Það geri ég aldrei. Það er sko alveg á hreinu. Það væri upphafið að endinum. Alltof mikið af fólki sem gefst upp. Því miður.“ Vill setja upp lampa hér og þar til að bæta geð landsmanna Aldur er afstæður og Haukur er lifandi sönnun þess. Hann hefur sínar kenningar um hvað valdi því að Íslendingar eiga eins erfitt með geðið og raun ber vitni en aðeins Bandaríkjamenn éta meira að geðdeyfðarlyfjum. Við erum silfurhafar á heimsvísu á því sviði. Haukur sýnir Vilhelm ljósmyndara eitt af ófáum verkum sínum.vísir/vilhelm „Íslendingar búa á landi þar sem er myrkur eiginlega allt árið. Það er smá sól í kringum júní og júlí. En þetta er stórkostlegt land. Ég held að öll geðræn vandamál Íslendinga megi rekja til myrkurs. Það er pottþétt.“ Haukur segist marka þetta ofboð í landsmönnum sem lýsir sér í umferðarmenningu sem á sér ekki sinn líkan í víðri veröld, og er hún þó geggjuð víða í Evrópu; hann hefur ekki séð annað eins. „Þrír fjórir bílar á hvert heimili, hverskonar er þetta? En svona er þetta og ég hef því lagt til að settir verði upp einskonar ljósalampar og þeim komið fyrir um allar trissur svo létta megi Íslendingum lundina.“ Þetta er hugmynd. Litaglaðir og skemmtilegir Kínverjar Heiðursýningin mun heita „Haukur Halldórsson: Ferðalag um list og tíma“ og er ætlunin að sýna fjölbreytta blöndu verka Hauks. Hún opnar 19. apríl í Street Art Norge, Vulkan 15, Osló. Þar verða til sýnis málverk, teikningar og skúlptúrar allt til flókinnar skartgripahönnunar, sem undirstrikar framlag Hauks til listheimsins og þekkingar hans á norrænni goðafræði. Í það heila verður um að ræða 25 verk af ýmsum toga. Haukur hefur ekki bundið sig við eitt form sköpunar, svo mikið er víst. Og hefur hann verið Fjörukrárbóndanum innan handar með ýmsa muni.vísir/vilhelm Haukur hefur flækst um víða um heim í leit að innblæstri og sjálfum sér. „Þýskalandi, Bandaríkjunum, Danmörku og guð má vita hvað. Ég hef verið að skoða mig um og sjá hvað menn eru að gera og læra af þeim. Kínverjarnir voru skemmtilegir.“ Kínverjar? „Jájá, ég var þar. Þeir búa til marga hluti skemmtilega en í flestum tilfellum eru þeir skrítnir í litavali. Skræpóttir. Barnaskítsgrænir og nota mikið af gulum litum. Ég kunni ekki við það. Þannig að ég bað þá um að búa til eftir mínum kokkabókum og var með sýningu á því í Hallgrímskirkju. Trú á symból úr tveimur heimum. Haukur er kominn heim en veit ekkert um hvort það er til frambúðar.vísir/vilhelm Það var skemmtileg sýning með myndum sem gerðar voru á sérstakan hátt,“ segir Haukur og lýsir í smáatriðum fyrir blaðamanni hvernig myndirnar voru unnar í tré, með fræsingu og þar í var settur gull- eða koparþráður sem fyllt upp í með sandi. Menn með einkennishúfu fá maníu „Ég var líka að kynna mér keramík þar og allt í lagi með það. Maður er farinn að gleyma svo miklu.“ Haukur segist aldrei hafa verið góður í að koma sjálfum sér á framfæri. „Það er ekki mín Ella.“ Sýningin, sem er nú forsenda þessa samtals, verður formlega vígð af sendiherra Íslands í Noregi, Högni S. Kristjánssyni, í húsnæði að viðstöddum fjölskyldu listamannsins, boðsgestum og fulltrúum frá Street Art Norge, Ola Hanø og Dino Beslic. Þessi listmunur er hluti af talfsetti sem Haukur gerði.vísir/vilhelm Óhætt er að segja að þessi atburður sé til vitnis um varanleg áhrif verka Hauks Halldórssonar og stöðu hans í norrænu listasamfélagi. En hann hefur ekki fetað hefðbundna slóð og látið sér fátt óviðkomandi. Haukur var búsettur til skamms tíma úti Kaupmannahöfn en er hann kominn heim? „Já, eiginlega. Hvort það verður endanlegt, það veit ég ekki. Ísland er skrítið land. Það er reyndar fullt af hlutum sem mig vantar og eru ekki til hér á þessu landi.“ Haukur segir íslenska tollinn hafa verið með eitthvað vesen án þess að fara nánar út í hvað það var sem þeir stöðvuðu. Haukur segir að sig vanti eitt og annað en bölvaður tollurinn var með vesen.vísir/vilhelm „Embættismenn fá oft einhverja maníu ef þeir fá einkennishúfu. Það held ég nú.“ Haukur hefur verið að vinna fyrir fyrirtæki úti í Noregi á digital-sviði. Hann teiknaði fyrir þá myndir og þeim leist vel á. „Annars er ég hér á vegum Fjörukráarbóndans. Jói vinur minn vildi endilega fá mig til að hjálpa sér með þetta víkingarugl allt saman. Það hefur verið gert svo margt í sambandi við það og af sumu er ég hrifinn. En það er annað mál.“
Myndlist Íslendingar erlendis Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira