Nældi í eiginkonu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2024 07:01 Nokkrir karlmenn hér á landi bera nafnið Davíð Viðarsson. Viðmælandi Vísis hefur borið nafnið frá fæðingu en sá á myndinni vinstra megin tók upp nafnið fyrir rúmu ári. Nafnarnir eiga sér tveggja áratuga langa sögu sem er lyginni líkust. Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum. Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tæpar sex vikur. Hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við rekstur á þrifafyrirtækinu Vy-þrif og veitingastöðunum Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Quang Le hefur búið hér á landi í rúma tvo áratugi. Viðmælendur Vísis hafa lýst honum sem heillandi manni sem fólki líki vel við. Um leið virðist hann vera maður sem svífst einskis til að fá sínu fram. Fólk frá Víetnam hefur lýst því að hafa greitt honum milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Meint vinnumansal snýr að því og um leið óeðlilega löngum vinnudögum víetnamskra starfsmanna hjá fyrirtækjum Quang Le sem þurfa að endurgreiða honum hluta launa sinna í reiðufé. Sex voru í gæsluvarðhaldi um tíma en nú dúsir Quang Le í fangelsinu á Hólmsheiði ásamt kærustu sinni Meghan Nguyen og bróður sínum Min Tuan Le. Segja má að koma kærustunnar til landsins fyrir tveimur áratugum sé lyginni líkust. Þar kom maður að nafni Davíð Viðarsson fyrst við sögu í lífi Quang Le. Þau samskipti áttu eftir að reynast afdrifarík og tjáir Davíð sig í fyrsta skipti opinberlega um þau í viðtali við Vísi og lýsir atburðarásinni. Bauð vini sínum aðstoð Davíð hafði ekki áhuga á að vera ljósmyndaður í tengslum við viðtalið eða að farið yrði út í hagi hans að öðru leyti en því sem er óumflýjanlegt; að koma fram undir nafni. Honum finnst málið viðkvæmt en skilur mikilvægi þess að um það sé fjallað. Fólk skilji hvaða mann Quang Le hafi að geyma. „Ég held hann hafi verið frekar nýkominn til landsins árið 2004. Hann kom vel fyrir og við fórum að spjalla,“ segir Davíð Viðarsson um fyrstu kynni sín af Quang Le. Þeir hafi kynnst á sameiginlegum vinnustað þar sem Quang Le var ásamt fleirum frá Víetnam við þrif. „Hann var almennilegur og kurteis,“ segir Davíð og lýsir því að þeim Quang Le hafi strax orðið vel til vina. Þeir fóru saman í kaffi- og hádegishlé og vinskapurinn styrktist. Davíð lýsir því að hafa ekki verið á sérstaklega góðum stað í einkalífinu. Brenndur af erfiðu sambandi. Quang Le hafi hlustað á frásögn vinar síns og í framhaldinu komið með óvænta tillögu. Það væru nefnilega margar góðar konur í Víetnam sem kynnu að meta góðan mann eins og Davíð. Quang Le hafi sagst þekkja yndislega konu í Víetnam sem hann væri sannfærður um að Davíð myndi kunna að meta. Davíð fékk að sjá mynd af konunni og gat ekki neitað því að konan væri sannarlega glæsileg. Hlutirnir hafi gerst í framhaldinu og Quang Le keypt flugmiða fyrir Davíð alla leið til Víetnam. Davíð segist aldrei hafa farið í svo langt ferðalag eða verið á svo ókunnum slóðum áður. Eftir flugferðir tók við rútuferð út í sveit þar sem kom honum í opna skjöldu að starfsmaður gistiheimilisins þar sem hann átti að gista á krafðist þess að Davíð afhenti henni vegabréfið sitt. Hann var í Víetnam í vel á annan mánuð og hitti konuna sem hann segir hafa komið vel fyrir. Aðstæður þó auðvitað verið sérstakar. Til að hún gæti komið með honum til Íslands hafi Quang Le útskýrt að hann þyrfti að giftast henni strax. Slegið hafi verið upp veislu með fjölskyldu konunnar ytra í tilefni giftingar. „Þetta átti að vera alvöru hjónaband en varð það heldur betur ekki,“ segir Davíð. Skjótt skipast veður í lofti Davíð sneri aftur til Íslands einn síns liðs en von var á konunni einhverjum vikum síðar. Við komu Davíðs til Íslands tók Quang Le á móti honum. Hans góði vinur, eins og hann taldi. En skyndilega var búið að snúa öllu á hvolf. „Hann sagði að þetta væri konan hans. Hann ætlaði að búa með þessari konu,“ segir Davíð. Hann lýsir því að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og þá einkum gagnvart vini sínum sem hann hafði lagt traust sitt á á erfiðum tíma í einkalífinu. Hann upplifði að góður vinur hefði svikið sig. Quang Le hafi sagt honum að hafa engar áhyggjur. Hann væri með aðra konu í Víetnam í huga fyrir hann. En Davíð segist engan áhuga hafa haft á frekari ferðalögum til Víetnam eða ráðleggingum Quang Le, hvorki í kvennamálum né öðrum málum. Upplifði líflátshótun Davíð lýsir því að eftir að hafa náð áttum hafi hann rætt við Quang Le og útskýrt fyrir honum að hann krefðist skilnaðar hið fyrsta. Hann hefði engan áhuga á að vera notaður svona. Hvað þá að vera skráður eiginmaður konu sem væri í sambandi með öðrum manni. Þá segist Davíð hafa fengið að kynnast öðru yfirbragði Quang Le, ljúfmennisins annálaða. „Hann varð alveg vitlaus. Hann hótaði mér, sagðist þekkja menn sem þekktu menn. Það yrði bara kveðjustund fyrir mig,“ segir Davíð. Hann upplifði orð Quang Le sem hótun um líflát. „Ef ég ætlaði að vera með eitthvað vesen þá myndi það bara gerast.“ Dvalarleyfi konunnar væri í hættu að sögn Quang Le ef skilnaður færi í gegn svo skömmu eftir komuna til Íslands. Málið væri útrætt. Þau gætu ekki skilið. Skyndilega orðinn tveggja barna faðir Davíð hafði sig lítið í frammi varðandi skilnað. Hann segir sér ekki hafa staðið á sama um hótanir Quang Le. Þegar konan varð ólétt árið 2006 og aftur árið 2007 hafi hann þrýst frekar á skilnað. Nú var hann ekki aðeins skráður giftur konu sem hann átti í engum samskiptum við heldur var hann skráður tveggja barna faðir barna hennar. Öllum væri þó ljóst að hann væri alls ekki faðirinn heldur Quang Le. Það var loksins þegar komið var inn í sumarið 2009 sem skilnaðurinn gekk í gegn. Davíð segist hafa ákveðið á þessum tíma, skilinn við konuna en enn skráður faðir tveggja barna hennar, að hætta öllum samskiptum við Quang Le og konuna. „Ég sleit öll tengsl við þetta fólk. Ég vildi ekkert með það hafa,“ segir Davíð. Síðan liðu fjórtán ár, allt þar til Davíð segist hafa rankað við sér sumarið 2023. Hann hafi áttað sig á því að fyrir utan hið augljósa, að það sé ekkert eðlilegt við það að vera skráður faðir barna sem maður á ekki, þá gætu þessi börn til dæmis gert kröfu í dánarbú hans ef eitthvað kæmi upp á. Þó langt væri um liðið og Davíð hefði engan áhuga á að endurnýja kynnin við Quang Le þá fannst honum samt tími til kominn að gera breytinguna. Sem vonandi yrði auðsótt. Fyrsta mál á dagskrá var að hafa uppi á Quang Le. Stanley? „Ég var í smá veseni hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Ég var ekki lengur með símanúmer á hann,“ segir Davíð sem lagði leið sína í verslunina Víetnam Market á Suðurlandsbraut til að spyrja eftir honum. Davíð fór inn í Víetnam market og spurði eftir Stanley. Quang Le hafði nefnilega á þeim tíma sem þeir þekktust tæpum tuttugu árum fyrr notast við nafnið Stanley. Raunar notaði hann samkvæmt heimildum fréttastofu Stanley nafnið árum saman og margir þekkja hann enn með því nafni þótt hann virðist helst hafa notast við Le í daglegu tali hin síðari ár. Kona á vakt í Vietnam Market kannaðist við Stanley en útskýrði að hann hefði selt rekstur verslunarinnar fyrir einhverju síðan. Stanley, eða Quang Le, ræki þó enn Pho Vietnamese veitingastaðinn við hliðina. Davíð rölti þangað yfir og ung kona á vakt tók á móti honum. „Stelpan þar kemur fyrst af fjöllum, virkaði skíthrædd og brá þegar ég fór að spyrja um hann,“ segir Davíð. Hún hafi verið flóttaleg, sagt að hann væri ekki á staðnum og hún ekki viljað segja neitt meira. Davíð segist hafa beðið hana um símanúmer Quang Le en konan ekki viljað gefa honum það. Þess í stað hafi hún gefið upp símanúmer bróður hans, Min Tuan Le. Óvænt nafnabreyting Davíð segist hafa hringt í Min Tuan Le og eftir endurteknar tilraunir náð sambandi við hann og óskað eftir að ná tali af bróður hans. Sá hafi sagt Quang Le vera í viðskiptaferð í Kína. Davíð segir um þrjá mánuði hafa liðið og síðsumars 2023 hafi hann loksins náð tali af Quang Le. Hann hafi ekki tekið honum illa til að byrja með. „Við ákveðum að hittast og ræða þessi mál. Hann segir við mig ekkert mál, lögfræðingur sé búinn að gera pappírana tilbúna og þetta ætti allt að fara í gegn. En hvað gerir hann? Hann fer og skiptir um nafn,“ segir Davíð. Hann lýsir því að hafa hvorki skilið upp né niður þegar íslenskir fjölmiðlar voru hættir að segja frá veitingamanninum Quang Le og byrjaðir að tala um veitingamanninn Davíð Viðarsson. Samkvæmt heimildum fréttastofu breytti Quang Le nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi árs 2023. Sú breyting virðist þó ekki hafa orðið almannarómur fyrr en í fjölmiðlastorminum sem fylgdi ólöglega matvælalagernum í Sóltúni og endurteknum athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins við veitingastaði Quang Le. Maðurinn sem hafi platað hann í ferð til Víetnam og skráð fyrir tveimur börnum sem hann átti ekkert í hafði nú tekið upp nafnið hans. Davíð Viðarssyni er ekki skemmt yfir því hvernig farið hefur verið með hann. Ekki bæti úr skák að verið sé að sverta nafn hans. Hann hefði getað valið hvaða nafn sem er. En af öllum nöfnum, valdi hann þetta nafn. „Ég hef velt því fyrir mér að kæra hann til lögreglunnar en ekki látið verða af því. Ég vil ekki láta bendla mig við þessi mál,“ segir Davíð. Hefur leitað til lögmanns Það var ekki fyrr en í desember síðastliðnum sem Davíð segist loks hafa fengið fund með Quang Le. „Það var eins þá og þegar ég talaði við hann í síma. Hann mátti aldrei vera að því að spjalla,“ segir Davíð. Hann hafi spilað sig stóran, sagst mjög upptekinn á fundum og meðal annars sagst vera kominn í samstarf við aðila tengdum líkamsræktarstöðinni World Class, og á leið þangað á fund. Davíð segist hafa spurt Quang Le að því hvers vegna hann væri búinn að taka upp nafnið Davíð Viðarsson. Hann hafi fengið þau svör að það væri bara tímabundin ráðstöfun. Hann hafi ekki fengið frekari svör en þau. Um leið hafi komið í ljós að þvert á það sem hann hafði sagt væri ekki búið að ganga frá neinum pappírum til að leiðrétta faðerni. „Mér sýnist að hann geri ekkert í þessu. Hann er forhertur,“ segir Davíð. Honum sé fyrirmunað að skilja hvers vegna Quang Le tók upp nafnið hans fyrir rúmu ári. Hann veltir fyrir sér hve auðvelt sé að skipta um nafn. Davíð hefur leitað til lögmanns til að leita leiða til að verða afskráður faðir barnanna tveggja. Börnin eru komin vel á táningsár en enn skráð í þjóðskrá og Íslendingabók sem börn Davíðs. Hvenær hægt verður að halda áfram með það mál ræðst líklega meðal annars af yfirstandandi lögreglurannsókn á hendur Quang Le. Grímur Grímssson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, tjáði fréttastofu í vikunni að rannsókninni miðaði vel en hún væri mjög umfangsmikil. Klukkan tikkar Fleiri sitja eftir með sárt ennið eftir viðskipti sín við Quang Le. Meðal annars starfsfólk veitingastaða hans og þrifafyrirtækis sem er ekki komið með annað starf. Það fólk hefur frest til 15. maí að finna sér starf en þarf að öðrum kosti að fara á lélegra dvalarleyfi. „Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð,“ sögðu Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson hjá ASÍ í aðsendri grein á Vísi á föstudaginn. Skoruðu þau á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína gagnvart þolendum í málinu. Hefur þú ábendingu sem tengjast Quang Le, hans fyrirtækjarestur eða sögu af svipuðum toga? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is eða á einstaka blaðamann. Fullum trúnaði er heitið. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Víetnam Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Quang Le hefur setið í gæsluvarðhaldi undanfarnar tæpar sex vikur. Hann er grunaður um vinnumansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi í tengslum við rekstur á þrifafyrirtækinu Vy-þrif og veitingastöðunum Pho Vietnamese og Wok On. Þá heldur lögregla enn opnum möguleikanum á að fíkniefnasala eða -framleiðsla tengist málinu. Quang Le hefur búið hér á landi í rúma tvo áratugi. Viðmælendur Vísis hafa lýst honum sem heillandi manni sem fólki líki vel við. Um leið virðist hann vera maður sem svífst einskis til að fá sínu fram. Fólk frá Víetnam hefur lýst því að hafa greitt honum milljónir króna fyrir aðstoð við að fá dvalarleyfi á Íslandi á fölskum forsendum. Meint vinnumansal snýr að því og um leið óeðlilega löngum vinnudögum víetnamskra starfsmanna hjá fyrirtækjum Quang Le sem þurfa að endurgreiða honum hluta launa sinna í reiðufé. Sex voru í gæsluvarðhaldi um tíma en nú dúsir Quang Le í fangelsinu á Hólmsheiði ásamt kærustu sinni Meghan Nguyen og bróður sínum Min Tuan Le. Segja má að koma kærustunnar til landsins fyrir tveimur áratugum sé lyginni líkust. Þar kom maður að nafni Davíð Viðarsson fyrst við sögu í lífi Quang Le. Þau samskipti áttu eftir að reynast afdrifarík og tjáir Davíð sig í fyrsta skipti opinberlega um þau í viðtali við Vísi og lýsir atburðarásinni. Bauð vini sínum aðstoð Davíð hafði ekki áhuga á að vera ljósmyndaður í tengslum við viðtalið eða að farið yrði út í hagi hans að öðru leyti en því sem er óumflýjanlegt; að koma fram undir nafni. Honum finnst málið viðkvæmt en skilur mikilvægi þess að um það sé fjallað. Fólk skilji hvaða mann Quang Le hafi að geyma. „Ég held hann hafi verið frekar nýkominn til landsins árið 2004. Hann kom vel fyrir og við fórum að spjalla,“ segir Davíð Viðarsson um fyrstu kynni sín af Quang Le. Þeir hafi kynnst á sameiginlegum vinnustað þar sem Quang Le var ásamt fleirum frá Víetnam við þrif. „Hann var almennilegur og kurteis,“ segir Davíð og lýsir því að þeim Quang Le hafi strax orðið vel til vina. Þeir fóru saman í kaffi- og hádegishlé og vinskapurinn styrktist. Davíð lýsir því að hafa ekki verið á sérstaklega góðum stað í einkalífinu. Brenndur af erfiðu sambandi. Quang Le hafi hlustað á frásögn vinar síns og í framhaldinu komið með óvænta tillögu. Það væru nefnilega margar góðar konur í Víetnam sem kynnu að meta góðan mann eins og Davíð. Quang Le hafi sagst þekkja yndislega konu í Víetnam sem hann væri sannfærður um að Davíð myndi kunna að meta. Davíð fékk að sjá mynd af konunni og gat ekki neitað því að konan væri sannarlega glæsileg. Hlutirnir hafi gerst í framhaldinu og Quang Le keypt flugmiða fyrir Davíð alla leið til Víetnam. Davíð segist aldrei hafa farið í svo langt ferðalag eða verið á svo ókunnum slóðum áður. Eftir flugferðir tók við rútuferð út í sveit þar sem kom honum í opna skjöldu að starfsmaður gistiheimilisins þar sem hann átti að gista á krafðist þess að Davíð afhenti henni vegabréfið sitt. Hann var í Víetnam í vel á annan mánuð og hitti konuna sem hann segir hafa komið vel fyrir. Aðstæður þó auðvitað verið sérstakar. Til að hún gæti komið með honum til Íslands hafi Quang Le útskýrt að hann þyrfti að giftast henni strax. Slegið hafi verið upp veislu með fjölskyldu konunnar ytra í tilefni giftingar. „Þetta átti að vera alvöru hjónaband en varð það heldur betur ekki,“ segir Davíð. Skjótt skipast veður í lofti Davíð sneri aftur til Íslands einn síns liðs en von var á konunni einhverjum vikum síðar. Við komu Davíðs til Íslands tók Quang Le á móti honum. Hans góði vinur, eins og hann taldi. En skyndilega var búið að snúa öllu á hvolf. „Hann sagði að þetta væri konan hans. Hann ætlaði að búa með þessari konu,“ segir Davíð. Hann lýsir því að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum og þá einkum gagnvart vini sínum sem hann hafði lagt traust sitt á á erfiðum tíma í einkalífinu. Hann upplifði að góður vinur hefði svikið sig. Quang Le hafi sagt honum að hafa engar áhyggjur. Hann væri með aðra konu í Víetnam í huga fyrir hann. En Davíð segist engan áhuga hafa haft á frekari ferðalögum til Víetnam eða ráðleggingum Quang Le, hvorki í kvennamálum né öðrum málum. Upplifði líflátshótun Davíð lýsir því að eftir að hafa náð áttum hafi hann rætt við Quang Le og útskýrt fyrir honum að hann krefðist skilnaðar hið fyrsta. Hann hefði engan áhuga á að vera notaður svona. Hvað þá að vera skráður eiginmaður konu sem væri í sambandi með öðrum manni. Þá segist Davíð hafa fengið að kynnast öðru yfirbragði Quang Le, ljúfmennisins annálaða. „Hann varð alveg vitlaus. Hann hótaði mér, sagðist þekkja menn sem þekktu menn. Það yrði bara kveðjustund fyrir mig,“ segir Davíð. Hann upplifði orð Quang Le sem hótun um líflát. „Ef ég ætlaði að vera með eitthvað vesen þá myndi það bara gerast.“ Dvalarleyfi konunnar væri í hættu að sögn Quang Le ef skilnaður færi í gegn svo skömmu eftir komuna til Íslands. Málið væri útrætt. Þau gætu ekki skilið. Skyndilega orðinn tveggja barna faðir Davíð hafði sig lítið í frammi varðandi skilnað. Hann segir sér ekki hafa staðið á sama um hótanir Quang Le. Þegar konan varð ólétt árið 2006 og aftur árið 2007 hafi hann þrýst frekar á skilnað. Nú var hann ekki aðeins skráður giftur konu sem hann átti í engum samskiptum við heldur var hann skráður tveggja barna faðir barna hennar. Öllum væri þó ljóst að hann væri alls ekki faðirinn heldur Quang Le. Það var loksins þegar komið var inn í sumarið 2009 sem skilnaðurinn gekk í gegn. Davíð segist hafa ákveðið á þessum tíma, skilinn við konuna en enn skráður faðir tveggja barna hennar, að hætta öllum samskiptum við Quang Le og konuna. „Ég sleit öll tengsl við þetta fólk. Ég vildi ekkert með það hafa,“ segir Davíð. Síðan liðu fjórtán ár, allt þar til Davíð segist hafa rankað við sér sumarið 2023. Hann hafi áttað sig á því að fyrir utan hið augljósa, að það sé ekkert eðlilegt við það að vera skráður faðir barna sem maður á ekki, þá gætu þessi börn til dæmis gert kröfu í dánarbú hans ef eitthvað kæmi upp á. Þó langt væri um liðið og Davíð hefði engan áhuga á að endurnýja kynnin við Quang Le þá fannst honum samt tími til kominn að gera breytinguna. Sem vonandi yrði auðsótt. Fyrsta mál á dagskrá var að hafa uppi á Quang Le. Stanley? „Ég var í smá veseni hvernig ég ætti að snúa mér í þessu. Ég var ekki lengur með símanúmer á hann,“ segir Davíð sem lagði leið sína í verslunina Víetnam Market á Suðurlandsbraut til að spyrja eftir honum. Davíð fór inn í Víetnam market og spurði eftir Stanley. Quang Le hafði nefnilega á þeim tíma sem þeir þekktust tæpum tuttugu árum fyrr notast við nafnið Stanley. Raunar notaði hann samkvæmt heimildum fréttastofu Stanley nafnið árum saman og margir þekkja hann enn með því nafni þótt hann virðist helst hafa notast við Le í daglegu tali hin síðari ár. Kona á vakt í Vietnam Market kannaðist við Stanley en útskýrði að hann hefði selt rekstur verslunarinnar fyrir einhverju síðan. Stanley, eða Quang Le, ræki þó enn Pho Vietnamese veitingastaðinn við hliðina. Davíð rölti þangað yfir og ung kona á vakt tók á móti honum. „Stelpan þar kemur fyrst af fjöllum, virkaði skíthrædd og brá þegar ég fór að spyrja um hann,“ segir Davíð. Hún hafi verið flóttaleg, sagt að hann væri ekki á staðnum og hún ekki viljað segja neitt meira. Davíð segist hafa beðið hana um símanúmer Quang Le en konan ekki viljað gefa honum það. Þess í stað hafi hún gefið upp símanúmer bróður hans, Min Tuan Le. Óvænt nafnabreyting Davíð segist hafa hringt í Min Tuan Le og eftir endurteknar tilraunir náð sambandi við hann og óskað eftir að ná tali af bróður hans. Sá hafi sagt Quang Le vera í viðskiptaferð í Kína. Davíð segir um þrjá mánuði hafa liðið og síðsumars 2023 hafi hann loksins náð tali af Quang Le. Hann hafi ekki tekið honum illa til að byrja með. „Við ákveðum að hittast og ræða þessi mál. Hann segir við mig ekkert mál, lögfræðingur sé búinn að gera pappírana tilbúna og þetta ætti allt að fara í gegn. En hvað gerir hann? Hann fer og skiptir um nafn,“ segir Davíð. Hann lýsir því að hafa hvorki skilið upp né niður þegar íslenskir fjölmiðlar voru hættir að segja frá veitingamanninum Quang Le og byrjaðir að tala um veitingamanninn Davíð Viðarsson. Samkvæmt heimildum fréttastofu breytti Quang Le nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi árs 2023. Sú breyting virðist þó ekki hafa orðið almannarómur fyrr en í fjölmiðlastorminum sem fylgdi ólöglega matvælalagernum í Sóltúni og endurteknum athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins við veitingastaði Quang Le. Maðurinn sem hafi platað hann í ferð til Víetnam og skráð fyrir tveimur börnum sem hann átti ekkert í hafði nú tekið upp nafnið hans. Davíð Viðarssyni er ekki skemmt yfir því hvernig farið hefur verið með hann. Ekki bæti úr skák að verið sé að sverta nafn hans. Hann hefði getað valið hvaða nafn sem er. En af öllum nöfnum, valdi hann þetta nafn. „Ég hef velt því fyrir mér að kæra hann til lögreglunnar en ekki látið verða af því. Ég vil ekki láta bendla mig við þessi mál,“ segir Davíð. Hefur leitað til lögmanns Það var ekki fyrr en í desember síðastliðnum sem Davíð segist loks hafa fengið fund með Quang Le. „Það var eins þá og þegar ég talaði við hann í síma. Hann mátti aldrei vera að því að spjalla,“ segir Davíð. Hann hafi spilað sig stóran, sagst mjög upptekinn á fundum og meðal annars sagst vera kominn í samstarf við aðila tengdum líkamsræktarstöðinni World Class, og á leið þangað á fund. Davíð segist hafa spurt Quang Le að því hvers vegna hann væri búinn að taka upp nafnið Davíð Viðarsson. Hann hafi fengið þau svör að það væri bara tímabundin ráðstöfun. Hann hafi ekki fengið frekari svör en þau. Um leið hafi komið í ljós að þvert á það sem hann hafði sagt væri ekki búið að ganga frá neinum pappírum til að leiðrétta faðerni. „Mér sýnist að hann geri ekkert í þessu. Hann er forhertur,“ segir Davíð. Honum sé fyrirmunað að skilja hvers vegna Quang Le tók upp nafnið hans fyrir rúmu ári. Hann veltir fyrir sér hve auðvelt sé að skipta um nafn. Davíð hefur leitað til lögmanns til að leita leiða til að verða afskráður faðir barnanna tveggja. Börnin eru komin vel á táningsár en enn skráð í þjóðskrá og Íslendingabók sem börn Davíðs. Hvenær hægt verður að halda áfram með það mál ræðst líklega meðal annars af yfirstandandi lögreglurannsókn á hendur Quang Le. Grímur Grímssson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, tjáði fréttastofu í vikunni að rannsókninni miðaði vel en hún væri mjög umfangsmikil. Klukkan tikkar Fleiri sitja eftir með sárt ennið eftir viðskipti sín við Quang Le. Meðal annars starfsfólk veitingastaða hans og þrifafyrirtækis sem er ekki komið með annað starf. Það fólk hefur frest til 15. maí að finna sér starf en þarf að öðrum kosti að fara á lélegra dvalarleyfi. „Um er að ræða fólk sem hefur lagt á sig miklar fjárhagslegar og sálrænar fórnir til að geta búið sér og fjölskyldum sínum trygga framtíð á Íslandi. Fólkið kom til Íslands eftir að hafa selt allar eigur sínar í heimalandinu, með draum um að leggja hart að sér í vinnu og skapa sér bjartari framtíð,“ sögðu Saga Kjartansdóttir og Halldór Oddsson hjá ASÍ í aðsendri grein á Vísi á föstudaginn. Skoruðu þau á stjórnvöld að endurskoða afstöðu sína gagnvart þolendum í málinu. Hefur þú ábendingu sem tengjast Quang Le, hans fyrirtækjarestur eða sögu af svipuðum toga? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is eða á einstaka blaðamann. Fullum trúnaði er heitið.
Hefur þú ábendingu sem tengjast Quang Le, hans fyrirtækjarestur eða sögu af svipuðum toga? Sendu ábendingu á ritstjorn@visir.is eða á einstaka blaðamann. Fullum trúnaði er heitið.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Lögreglumál Víetnam Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31 Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00
Reynt að hafa áhrif á meinta þolendur mansals Davíðs Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs. 15. mars 2024 18:31
Sprenging í sérfræðingaleyfum til Víetnama Fjöldi dvalarleyfa, sem gefin eru út til víetnamskra ríkisborgara á grundvelli sérfræðiþekkingar, hefur tvöfaldast milli ára síðustu þrjú ár. Í fyrra var 151 slíkt leyfi gefið út. 7. mars 2024 15:30