Fótbolti

Mark Kristínar dugði skammt gegn AGF

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Kristín Dís skoraði gott mark fyrir Bröndby í dag.
Kristín Dís skoraði gott mark fyrir Bröndby í dag. Bröndby / X

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby í 2-1 tapi gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var utan hóps hjá Bröndby í dag.

Mathilde Rasmussen kom heimakonum AGF yfir á 30. mínútu eftir góðan undirbúning Söruh Sundahl. 

Kristín Dís jafnaði svo metin rétt áður en flautað var til hálfleiks á fjórðu mínútu uppbótartíma, Julia Tavlo Petersson gaf stoðsendinguna. 

Það dugði Bröndby þó skammt því Mathilde Rasmussen bætti við markareikning sinn og kom heimakonum aftur yfir í upphafi seinni hálfleiks, þá eftir undirbúning Lauru Faurskov. 

Bröndby örvæntir ekki því þær eru enn í efsta sæti deildarinnar, stigi á undan AGF þegar fjórir leikir hafa verið spilaðar í úrslitakeppni. Sex umferðir eru enn óspilaðar og Bröndby á næst leik gegn þríríkjandi meisturum HB Köge, þær eru í fjórða sæti eins og er. 


Tengdar fréttir

Hafrún Rakel skoraði í sínum fyrsta deildarleik

Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, skoraði mark í fyrsta keppnisleik sínum fyrir Brøndby þegar liðið vann Kolding 2-0 í 14. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×