Aldrei fleirum vísað frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 22:01 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir frávísanir á landamærum aldrei hafa verið fleiri. Vísir/Einar Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira