Fótbolti

Ó­deigur Andri Lucas steig aftur á punktinn og skoraði

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Andri Lucas Guðjohnsen hefur heldur betur reynst Lyngby dýrmætur á leiktíðinni í vetur.
Andri Lucas Guðjohnsen hefur heldur betur reynst Lyngby dýrmætur á leiktíðinni í vetur. Getty/Lars Ronbog

Andri Lucas Guðjohnsen var óhræddur við að stíga aftur á punktinn eftir að hafa brennt fyrri vítaspyrnu sína í 1-1 jafntefli Lyngby og Hvidovre. 

Andri Lucas brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem liðsfélagi hans og samlandi, Sævar Atli Magnússon, fiskaði. 

Tobias Thomsen, fyrrum leikmaður KR og Vals hér á landi, kom Hvidovre svo yfir á 64. mínútu leiksins. 

En Andri Lucas fékk annað tækifæri af vítapunktinum á 71. mínútu, nýtti það vel og jafnaði leikinn. 

Þar við sat og Lyngby náði í mikilvægt stig í fallbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar. 

Lyngby er enn í góðum séns, þeir sitja sem stendur í þriðja neðsta sæti með 25 stig, tveimur stigum á undan Vejle sem er næstneðst. Hvidovre á hins vegar lítinn möguleika að halda sér uppi, með 12 stig í neðsta sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Borga tugi milljóna til að eignast Andra Lucas

Forráðamenn danska knattspyrnufélagsins Lyngby eru staðráðnir í að eignast framherjann Andra Lucas Guðjohnsen, sem verið hefur að láni hjá félaginu í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×