Færð á að skána nokkuð í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á vef þeirra, umferdin.is, kemur fram um færð að á Norðurlandi sé víða snjóþekja og hálkublettir. Á Norðausturlandi segir að þæfingur sé á Hólasandi en hálka er á flestum leiðum þó er eitthvað um snjóþekju eða hálkubletti. Ófært er á Dettifossvegi.
Þá eru þungatakmarkanir á brúnni yfir Skjálfandafljót á Norðausturvegi (85) fyrir vörubifreiðar yfir 3.500 kíló að heildarþyngd og fólksflutningabifreiðar/ hópbifreiðar ætlaðar til að flytja fleiri en átta farþega.