Davíð Viðarsson þurfi að höfða mál til að skera úr um faðerni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. apríl 2024 21:00 Unnur Ásta Bergsteinsdóttir er einn af eigendum Magna Lögmanna. Vísir/Arnar Veitingamaðurinn Quang Le er sakaður um að hafa platað félaga sinn til að giftast konu sem hann sjálfur eignaðist tvö börn með. Lögmaður segir manninn þurfa að höfða mál til að leiðrétta skráninguna en mikilvægt sé að börn séu rétt feðruð. Quang Le situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot í gegnum fyrirtæki og veitingastaði sína. Quang Le breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi síðasta árs en nafnabreytingin og nafnavalið var ekki jafn handahófskennt og mætti halda. Ekki maki Davíðs heldur Quangs Árið 2004 kynntist Quang Le manni að nafni Davíð Viðarsson sem sagði sögu sína í viðtali á Vísi í dag. Vinskapur hafi myndast milli þeirra og Quang Le sagst þekkja konu í Víetnam sem væri tilvalin eiginkona fyrir Davíð. Davíð hafi flogið til Víetnam og gifst konunni svo hún gæti flutt til Íslands. Davíð sneri aftur til Íslands og segir að konan hafi átt að koma nokkrum vikum síðar. Þá hafi Quang Le tilkynnt honum að konan yrði ekki eiginkona hans heldur myndi hún búa með sér. Davíð segist hafa krafist skilnaðar en Quang Le hafi neitað og haft í hótunum við sig. Skilnaðurinn gekk loks í gegn fimm árum síðar. Þá hafði Quang Le eignast tvö börn með konunni sem bæði eru skráð börn Davíðs þar sem þau voru í hjónabandi þegar þau fæddust. Davíð ákvað að loka á öll samskipti við Quang Le og konuna en í fyrra hafi hann loks hugað að því að að leiðrétta faðernið enda gætu börnin, sem hann hefur aldrei hitt og á ekkert í, gert kröfu í eignir hans. Hann hafi haft samband við Quang Le, hann brugðist vel við í fyrstu, sagst ætla að hjálpa til með pappírsvinnuna en ekki upplýst Davíð um nýlega nafnabreytingu. Davíð fréttir af henni í fjölmiðlum. Þegar þeir hafi loks hist í desember hafi Quang Le ekki gefið neina skýringu á nafnabreytingunni. Velvilji með að leiðrétta faðernið hafi virst lítill sem enginn. Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá Magna Lögmönnum, segir dómsmál einu lausnina í svona tilvikum. „Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur. Með framfærsluskyldu Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna. „Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur. Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Dómsmál Lögreglumál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Quang Le situr í gæsluvarðhaldi grunaður um mansal og fleiri brot í gegnum fyrirtæki og veitingastaði sína. Quang Le breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í upphafi síðasta árs en nafnabreytingin og nafnavalið var ekki jafn handahófskennt og mætti halda. Ekki maki Davíðs heldur Quangs Árið 2004 kynntist Quang Le manni að nafni Davíð Viðarsson sem sagði sögu sína í viðtali á Vísi í dag. Vinskapur hafi myndast milli þeirra og Quang Le sagst þekkja konu í Víetnam sem væri tilvalin eiginkona fyrir Davíð. Davíð hafi flogið til Víetnam og gifst konunni svo hún gæti flutt til Íslands. Davíð sneri aftur til Íslands og segir að konan hafi átt að koma nokkrum vikum síðar. Þá hafi Quang Le tilkynnt honum að konan yrði ekki eiginkona hans heldur myndi hún búa með sér. Davíð segist hafa krafist skilnaðar en Quang Le hafi neitað og haft í hótunum við sig. Skilnaðurinn gekk loks í gegn fimm árum síðar. Þá hafði Quang Le eignast tvö börn með konunni sem bæði eru skráð börn Davíðs þar sem þau voru í hjónabandi þegar þau fæddust. Davíð ákvað að loka á öll samskipti við Quang Le og konuna en í fyrra hafi hann loks hugað að því að að leiðrétta faðernið enda gætu börnin, sem hann hefur aldrei hitt og á ekkert í, gert kröfu í eignir hans. Hann hafi haft samband við Quang Le, hann brugðist vel við í fyrstu, sagst ætla að hjálpa til með pappírsvinnuna en ekki upplýst Davíð um nýlega nafnabreytingu. Davíð fréttir af henni í fjölmiðlum. Þegar þeir hafi loks hist í desember hafi Quang Le ekki gefið neina skýringu á nafnabreytingunni. Velvilji með að leiðrétta faðernið hafi virst lítill sem enginn. Mannerfðafræðileg rannsókn sker úr um faðerni Unnur Ásta Bergsteinsdóttir, lögmaður með reynslu af faðernismálum hjá Magna Lögmönnum, segir dómsmál einu lausnina í svona tilvikum. „Ef það er hjónaband til staðar milli konu og manns, barn fæðist og báðir aðilar vita að þetta er ekki rétt faðerni, þarf engu síður að höfða dómsmál til véfengingar á faðerninu og fá því breytt. Yfirleitt er gerð mannerfðafræðileg rannsókn strax í kjölfarið sem er þá aðalsönnunargagnið í málinu,“ segir Unnur. Með framfærsluskyldu Það komi fyrir að konur eignist börn með öðrum en eiginmanni þeirra, til dæmis þegar skilnaðir dragast á langinn. Mikilvægt sé að leiðrétta skráninguna. „Í rauninni eru þessi börn samkvæmt lögum hans skylduerfingjar og myndu þá taka arf eftir hann eftir hans dag. Sömuleiðis er hann með framfærsluskyldu gagnvart þeim á grundvelli barnalaga,“ segir Unnur.
Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le) Dómsmál Lögreglumál Fjölskyldumál Tengdar fréttir Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32 Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00 Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Vilja Davíð, eiginkonu og bróður í tveggja vikna varðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur. 9. apríl 2024 11:32
Davíð lofaði bót og betrun en hélt uppteknum hætti Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu. 21. mars 2024 07:00
Slóð viðskipta sakbornings tengist World Class-veldinu Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu. 16. mars 2024 09:00