Ellefu af 33 Palestínumönnum með dvalarleyfi væntanlegir í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. apríl 2024 06:46 Ástandið á Gasa versnar dag frá degi og hjálparsamtök segja aðflutning matvæla ekki duga til að koma í veg fyrir hungursneyð. AP/Fatima Shbair Fimmtán einstaklingar frá Palestínu sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar hafa verið fluttir frá Kaíró í Egyptalandi til Íslands frá því að störfum sendinefndar utanríkisráðuneytisins í Kaíró lauk 8. mars sl. Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“ Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Ráðuneytið segir að sér sé kunnugt um að 33 Palestínumenn sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi séu enn á Gasa eða í Kaíró. Þar af séu fjórtán börn og um sé að ræða þrettán fjölskyldueiningar. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið er sem fyrr segir með samning við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina í tengslum við aðstoð við flóttafólk sem kemur til landsins í boði stjórnvalda og vegna fjölskyldusameininga ef þörf er á.Í sérstökum tilfellum býðst einstaklingum sem fengið hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar aðstoð á vegum stofnunarinnar við að komast til Íslands og kemur fólkið sér þá sjálft á skrifstofu hennar. Í tilfelli fólks frá Gaza er næsta skrifstofa í Kaíró í Egyptalandi,“ segir í svörum ráðuneytisins við því hvort einhver vinna sé í gangi við að aðstoða umrædda einstaklinga við að koma til Íslands. „Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur átt í reglulegum samskiptum við ofangreinda stofnun vegna einstaklinga sem hafa eða kunna að koma sér sjálfir yfir landamærin frá Gaza og til Egyptalands og óskað eftir því að hún aðstoði þá við að komast til Íslands frá Kaíró.“ Ellefu væntanlegir til landsins í dag Morgunblaðið greinir frá því í morgun að af þessum 33 einstaklingum séu ellefu væntanlegir til landsins í dag. Þá séu sjö komnir til Kaíró og bíði flutnings en fimmtán séu enn á Gasa. Um er að ræða fjórtán börn, ellefu konur og átta karla. Einstaklingarnir sem væntanlegir eru til landsins í dag komust yfir landamærin frá Gasa til Egyptalands með aðstoð Solaris. Alls komu 72 dvalarleyfishafar frá Gasa til Íslands þann 8. mars síðastliðinn, eftir aðkomu íslenskra stjórnvalda að því að ná þeim út af svæðinu og til Egyptalands. Ítrekað var í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu þann dag að um væri að ræða aðgerð „umfram lagaskyldu stjórnvalda og almenna venju“. „Í ljósi aðstæðna á svæðinu var þó ákveðið að ráðast í einstaka aðgerð þessa efnis í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um innflytjendur og flóttamenn, en þar var lögð áhersla á einskiptisaðgerð sem ekki skapaði fordæmi eða umframþrýsting á íslensk kerfi. Á vettvangi nefndarinnar var enn fremur unnin ný heildarsýn í útlendingamálum.“
Flóttamenn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira