Byggingaframkvæmdir óralangt frá settum markmiðum Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2024 12:07 Smiðir við vinnu á fullu tungli. Það er ekki þeim að kenna að húsnæðisuppbyggingin er með þeim hætti að hún mætir aðeins 56 prósentum af íbúðaþörf. vísir/vilhelm Þrátt fyrir að hátt ákall um að fleiri íbúðir verði byggðar, staðan á húsnæðismarkaði sé skelfileg, hefur umfang nýrra framkvæmda dregst saman um þriðjung milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en eitt meginhlutverk stofnunarinnar er að tryggja húsnæðisöryggi með því að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort heldur er til eignar eða leigu. Niðurstöður marstalningar á íbúðum í byggingu segja að við séum óralangt frá því markmiði. Kolsvört staða blasir því enn við í húsnæðismálum landsmanna. Langt frá því að halda í horfinu Framkvæmdir eru hafnar við byggingu á 9,3 prósentum færri íbúðum en á sama tíma í fyrra. Fjöldi íbúða eru á sama framvindustigi og þær voru fyrir ári. HMS býst við 3.020 fullbúnum íbúðum í ár og 2.768 íbúðum á næsta ári. Þetta myndi aðeins mæta 56 prósentum af áætlaðri íbúðaþörf. Alls voru framkvæmdir hafnar á 7.937 íbúðum um land allt í mars, samanborið við 8.683 íbúðir í september á síðasta ári og 8.791 í mars 2023. Við höldum ekki í horfinu heldur erum að fjarlægjast það markmið að uppfylla húsnæðisþörf. Byggingaframkvæmdir í Smáranum. Ljóst er að herða þarf mjög á byggingarframkvæmdum ef það á að nálgast húsnæðistþörf landsmanna.vísir/vilhelm Samkvæmt talningunni er uppbygging íbúða mest á höfuðborgarsvæðinu en þar eru tæp sjötíu prósent af öllum íbúðum í byggingu. Flestar í Reykjavík (2.283 íbúðir) og næstflestar í Hafnarfirði (1.490 íbúðir). Utan höfuðborgarsvæðisins eru flestar íbúðir í byggingu í sveitarfélaginu Árborg (474 íbúðir) og Reykjanesbæ (370 íbúðir). „Íbúðum í byggingu fækkar í flestum sveitarfélögum, en mest í Reykjavíkurborg þar sem þær voru 324 færri en í síðustu talningu, sem jafngildir 12,4% samdrætti. Í Hafnarfjarðarbæ fækkar íbúðum í byggingu næst mest, en þær voru um 115 færri en í fyrrahaust, sem jafngildir 7,2% samdrætti.“ Mætir 56 prósent af íbúðaþörf Í fáeinum sveitarfélögum fjölgaði íbúðum í byggingu hins vegar á milli talninga, mest í Akureyrarbæ, en þar nam hún 17,3% frá því í fyrrahaust, þar sem 47 fleiri íbúðir voru í byggingu. Og í Mýrdalshreppi fjölgaði íbúðum í byggingu svo um 16 á milli talninga sem nemur um 64% fjölgun. HMS Alls eru 1.880 íbúðir í framkvæmdum standa í stað á milli talninga sem bendir til þess að byggingaraðilar séu enn að halda að sér höndum í einhverjum verkefnum. Í tilkynningunni frá HMS er áætluð íbúðaþörf, samkvæmt miðspá í Mælaborði húsnæðisáætlana, 4.208 íbúðir fyrir árið 2024 og 4.921 íbúð fyrir árið 2025. Að auki leiða búferlaflutningar Grindvíkinga til aukinnar húsnæðisþarfar á þessu ári og því næsta, en um 1.200 íbúðir eru skráðar í bænum. „HMS metur því að íbúðaþörf fyrir árin 2024 og 2025 nemi yfir 10 þúsund íbúðum, á meðan fullbúnum íbúðum muni aðeins fjölga um 5.788 talsins. Fjöldi íbúða sem stofnunin áætlar að koma á markað á þessu ári og því næsta mun því einungis fullnægja um 56 prósent af íbúðaþörf.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira