Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2024 12:12 Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þennslu er að seinka gildistöku væntanlegra laga um breytingar á örorkulífeyriskerfinu á næsta ári um átta mánuði. Þannig sparar ríkið um 10 milljarða króna. Vísir/Vilhelm Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. Stjórnvöld hafa allt frá árinu 2005 stefnt að gagngerum breytingum á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Fjöldi starfshópa hefur verið að störfum og skýrslur gerðar og erfitt hefur reynst að ná samkomulagi við samtök Öryrkja um breytingar. Þegar stjórnarflokkarnir endurnýjuðu stjórnarsamstarfið hinn 9. apríl og Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra greindu leiðtogar flokkanna frá því að eitt af forgangsmálum þeirra á yfirstandandi vorþingi væri að fá viðamikið frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins afgreitt á Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á það við endurnýjun stjórnarsamstarfsins að nýtt og viðamikið frumvarp um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins næði fram að ganga á yfirstandandi þingi.Vísir/Vilhelm Frumvarpið varð síðan lagt fram á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun stjórnvalda í gær, þar sem meðal annars eru tíundaðar aðgerðir til að draga úr þenslu í efnahagslífinu kom fram að ein aðgerðanna væri að fresta gilditöku væntanlegra laga um örorkulífeyri um átta mánuði, frá 1. janúar næst komandi til 1. september. Með því sparar ríkissjóður tíu milljarða á næsta ári. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að þetta væri ein stærsta aðhaldsaðgerð ríkisstjórnarinnar á næsta ári. „Sem þýðir auðvitað að öryrkjar eru látnir bíða eftir betri kjörum til að fjármagna þessa kjarasamninga,“ sagði Kristrún og vísaði þar til kostnaðar við aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður ÖBÍ segir öryrkja ekki bera ábyrgð á þensluna og hafa barist fyrir kjarabótum árum saman.ÖBÍ Bergþór Heimir Þórðarson formaður Öryrkjabandalags Íslands segir frestun málsins skiljanlega í ljósi umfangs málsins. Hins vegar hefðu öryrkjar auðvitað viljað fá kjarabætur sem allra fyrst, enda barist fyrir þeim árum saman. „Ég verð að taka undir með orðum hennar að það er alveg ljóst að þenslan er ekki hjá öryrkjum. Öryrkjar eru sá hópur fólks í landinu sem hefur það einna verst,“ segir Bergþór Heimir. Nýleg skýrsla Vörðu sýndi að um 68 prósent öryrkja gætu ekki brugðist við óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skulda. Hins vegar væri frumvarpið viðamikið og kallaði á breytingar á ýmsum lögum. Margt þyrfti að liggja skýrar fyrir að mati Öryrkjabandalagsins áður en frumvarpið yrði að lögum. „Það sem er mikilvægt er að það náist í gegn á þessu ári. Við skulum orða það þannig. Hvort það fari inn á þessu vorþingi eða eða á haustþingi, sérstaklega með tilliti til þessarar frestunar, það er ekki það sem skiptir höfuðmáli," sagði Bergþór Heimir Þórðarson. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Félagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Öryrkjar gagnrýna frestun á lagabreytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 17. apríl 2024 11:38 „Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16. apríl 2024 23:06 Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. 16. apríl 2024 19:29 Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Stjórnvöld hafa allt frá árinu 2005 stefnt að gagngerum breytingum á örorkulífeyriskerfi almannatrygginga. Fjöldi starfshópa hefur verið að störfum og skýrslur gerðar og erfitt hefur reynst að ná samkomulagi við samtök Öryrkja um breytingar. Þegar stjórnarflokkarnir endurnýjuðu stjórnarsamstarfið hinn 9. apríl og Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra greindu leiðtogar flokkanna frá því að eitt af forgangsmálum þeirra á yfirstandandi vorþingi væri að fá viðamikið frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar félagsmálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna endurskoðunar örorkulífeyriskerfisins afgreitt á Alþingi. Forystumenn stjórnarflokkanna lögðu áherslu á það við endurnýjun stjórnarsamstarfsins að nýtt og viðamikið frumvarp um endurskoðun örorkulífeyriskerfisins næði fram að ganga á yfirstandandi þingi.Vísir/Vilhelm Frumvarpið varð síðan lagt fram á Alþingi fyrir nokkrum dögum. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun stjórnvalda í gær, þar sem meðal annars eru tíundaðar aðgerðir til að draga úr þenslu í efnahagslífinu kom fram að ein aðgerðanna væri að fresta gilditöku væntanlegra laga um örorkulífeyri um átta mánuði, frá 1. janúar næst komandi til 1. september. Með því sparar ríkissjóður tíu milljarða á næsta ári. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að þetta væri ein stærsta aðhaldsaðgerð ríkisstjórnarinnar á næsta ári. „Sem þýðir auðvitað að öryrkjar eru látnir bíða eftir betri kjörum til að fjármagna þessa kjarasamninga,“ sagði Kristrún og vísaði þar til kostnaðar við aðgerðir stjórnvalda í tengslum við nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Bergþór Heimir Þórðarson varaformaður ÖBÍ segir öryrkja ekki bera ábyrgð á þensluna og hafa barist fyrir kjarabótum árum saman.ÖBÍ Bergþór Heimir Þórðarson formaður Öryrkjabandalags Íslands segir frestun málsins skiljanlega í ljósi umfangs málsins. Hins vegar hefðu öryrkjar auðvitað viljað fá kjarabætur sem allra fyrst, enda barist fyrir þeim árum saman. „Ég verð að taka undir með orðum hennar að það er alveg ljóst að þenslan er ekki hjá öryrkjum. Öryrkjar eru sá hópur fólks í landinu sem hefur það einna verst,“ segir Bergþór Heimir. Nýleg skýrsla Vörðu sýndi að um 68 prósent öryrkja gætu ekki brugðist við óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skulda. Hins vegar væri frumvarpið viðamikið og kallaði á breytingar á ýmsum lögum. Margt þyrfti að liggja skýrar fyrir að mati Öryrkjabandalagsins áður en frumvarpið yrði að lögum. „Það sem er mikilvægt er að það náist í gegn á þessu ári. Við skulum orða það þannig. Hvort það fari inn á þessu vorþingi eða eða á haustþingi, sérstaklega með tilliti til þessarar frestunar, það er ekki það sem skiptir höfuðmáli," sagði Bergþór Heimir Þórðarson.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Félagsmál Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Öryrkjar gagnrýna frestun á lagabreytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 17. apríl 2024 11:38 „Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16. apríl 2024 23:06 Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. 16. apríl 2024 19:29 Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46 Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. 16. apríl 2024 11:39 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Öryrkjar gagnrýna frestun á lagabreytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 17. apríl 2024 11:38
„Eðlilegt að þingið skeri stjórnina úr snörunni“ Þingmaður Pírata telur ótækt að landinu sé stjórnað af fólki, sem viti ekki einu sinni sjálft hvort það vilji starfa saman. Almenningur í landinu eigi skilið að kosið verði til Alþingis strax í haust. 16. apríl 2024 23:06
Áframhaldandi hallarekstur og vantrauststillaga Engar tillögur eru um niðurskurð til að slá á þenslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára sem lögð var fram í dag. Þess í stað er talað um að hægja á útgjöldum, hagræðingu í rekstri og mögulega sölu eigna. 16. apríl 2024 19:29
Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. 16. apríl 2024 11:46
Fjármálaáætlun kynnt og vantraust lagt fram Í hádegisfréttum segjum við frá fjármálaáætlun sem nýr fjármálaráðherra kynnti í morgun. 16. apríl 2024 11:39