Menning

Nýr safn­­stjóri Lista­­safnsins á Akur­eyri

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sigríður Örvarsdóttir er nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri.
Sigríður Örvarsdóttir er nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri. Akureyrarbær

Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Fjórtán sóttu um starfið en Sigríður tekur við af Hlyni Hallssyni.

Sigríður er með MA-gráðu í safnafræði frá Háskóla Íslands, BA-gráðu í textílhönnun frá Seminaret for Kunst og Haandværk í Danmörku og hefur lokið meistaranámi í prjónahönnun frá Academie Royale des Beux-Arts í Brussel. Þá er hún með kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskóla og með viðbótardiplómu í hagnýtri jafnréttisfræði. 

Sigríður hefur starfað sem safnstjóri og forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga frá árinu 2022 og veitir sem slík forstöðu Myndlistarsafni Þingeyinga en safneign þess telur um 1.900 verk.

Sigríður starfaði sem verkefnastjóri sýninga hjá Akureyrarbæ sumarið 2021. Í því starfi sinnti hún sýningagerð, rannsóknarvinnu og kynningarmálum. Árin 2019 til 2020 var hún sjálfstætt starfandi ráðgjafi við gerð safnastefnu Akureyrarbæjar. Hún gegndi starfi safnafulltrúa Listasafnsins á Akureyri árið 2012 og árin 2010 og 2012 starfaði hún sem verkefnastjóri samsýninga og ritstjóri safnahandbóka fyrir söfn á Norður- og Norðausturlandi. Árin 2008 til 2012 starfaði hún sem safnkennari við Minjasafnið á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.