Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 09:10 Rússar hafa greint frá því að þeir hafi komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Getty Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Sjá meira
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14