Innlent

Al­var­legt um­ferðar­slys í Eyja­firði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyjafjarðarbraut eystri er lokuð eins og sést á myndinni.
Eyjafjarðarbraut eystri er lokuð eins og sést á myndinni. Vegagerðin

Umferð um Eyjafjarðarbraut eystri hefur verið lokað á milli Syðri Tjarna og Ytri Tjarna vegna umferðarslyss. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Tveir voru í bílnum.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra kom einn bíll við sögu í umferðarslysinu sem varð rétt upp úr klukkan eitt.

Frekari upplýsingar var ekki að fá en von er á tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.

Uppfært klukkan 16:27

Alvarlegt umferðarslys varð á Eyjafjarðabraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þarna hafði bíll lent út af og í honum voru tveir aðilar. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir á vettvangi og getur lögreglan ekki veitt frekari upplýsingar á þessu stigi málsins.


Veistu meira um málið? Fréttastofa tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×