Töpuðu þremur milljörðum á fyrsta ársfjórðungi Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 17:51 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play og einn stærsti einstaki hlutahafi þess. Vísir/Einar Tekjur PLAY á fyrsta fjórðungi ársins voru 7,6 milljarðar króna. Það er aukning um 66 prósent, borið saman við sama fjórðung í fyrra, þegar tekjurnar voru 4,6 milljarðar króna. Rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði og skatta var þó neikvæð um 2,9 milljarða á árshlutanum. Í yfirlýsingu frá PLAY segir að ónákvæmur fréttaflutningu erlendis um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir flugi til Íslands og þar með á rekstarniðurstöðu félagsins. Lausafjárstaða PLAY var 2,4 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Síðan þá lauk PLAY hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust um 4,5 milljarðar. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar hér í yfirlýsingu PLAY til Kauphallarinnar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, segir í yfirlýsingunni að rekstrarniðurstaðan hafi verið í takt við áætlanir og niðurstaðan sé mörkuð af áðurnefndum fréttaflutningi. „En þrátt fyrir rekstrarniðurstöðuna sáum við jákvæð merki bæði í flugrekstri og sölu. Eftirspurnin tók hraustlega við sér í janúar og við slógum eigin sölumet á fyrsta ársfjórðungi sem hefur leitt af sér góða bókunarstöðu fram í tímann,“ segir Einar. „Við reynum eftir fremsta megni að halda kostnaði lágum svo við getum boðið samkeppnishæf verð til neytenda. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 lækkaði kostnaður við hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) um 8%, samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023, og þá þróaðist kostnaður að undanskildu eldsneyti einnig í rétta átt. Áherslur okkur munu áfram snúast um að sýna ráðdeild í rekstri.“ Hann segir fyrsta ársfjórðung hvers árs geta verið afar krefjandi í flugrekstri vegna veðurástæðna á Íslandi og því sé ánægjulegt að stundvísi PLAY hafi mælst 87,8 prósent á tímabilinu. „Þessi árangur er alfarið afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá PLAY sem á allt hrós skilið fyrir frábær störf. Við lukum einnig hlutafjárútboði í fyrsta ársfjórðungi þar sem söfnuðust 32 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir um 4,6 milljörðum íslenskra króna. PLAY státar því af góðri fjárhagsstöðu sem gerir félaginu kleift að ná markmiðum sínum. Fyrir höndum er sumarvertíðin sem öllu máli skiptir í rekstri flugfélaga og ég hlakka virkilega til þess annasama tíma þar sem við hjá PLAY munum kappkosta við að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu.“ Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33 Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26 Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Í yfirlýsingu frá PLAY segir að ónákvæmur fréttaflutningu erlendis um jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi haft neikvæð áhrif á eftirspurn eftir flugi til Íslands og þar með á rekstarniðurstöðu félagsins. Lausafjárstaða PLAY var 2,4 milljarðar króna í lok ársfjórðungsins. Síðan þá lauk PLAY hlutafjáraukningu þar sem söfnuðust um 4,5 milljarðar. Áhugasamir geta séð frekari upplýsingar hér í yfirlýsingu PLAY til Kauphallarinnar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri PLAY, segir í yfirlýsingunni að rekstrarniðurstaðan hafi verið í takt við áætlanir og niðurstaðan sé mörkuð af áðurnefndum fréttaflutningi. „En þrátt fyrir rekstrarniðurstöðuna sáum við jákvæð merki bæði í flugrekstri og sölu. Eftirspurnin tók hraustlega við sér í janúar og við slógum eigin sölumet á fyrsta ársfjórðungi sem hefur leitt af sér góða bókunarstöðu fram í tímann,“ segir Einar. „Við reynum eftir fremsta megni að halda kostnaði lágum svo við getum boðið samkeppnishæf verð til neytenda. Á fyrsta ársfjórðungi 2024 lækkaði kostnaður við hvern framboðinn sætiskílómetra (CASK) um 8%, samanborið við fyrsta ársfjórðung 2023, og þá þróaðist kostnaður að undanskildu eldsneyti einnig í rétta átt. Áherslur okkur munu áfram snúast um að sýna ráðdeild í rekstri.“ Hann segir fyrsta ársfjórðung hvers árs geta verið afar krefjandi í flugrekstri vegna veðurástæðna á Íslandi og því sé ánægjulegt að stundvísi PLAY hafi mælst 87,8 prósent á tímabilinu. „Þessi árangur er alfarið afrakstur þrotlausrar vinnu samstarfsfólks míns hjá PLAY sem á allt hrós skilið fyrir frábær störf. Við lukum einnig hlutafjárútboði í fyrsta ársfjórðungi þar sem söfnuðust 32 milljónir bandaríkjadollara, sem jafngildir um 4,6 milljörðum íslenskra króna. PLAY státar því af góðri fjárhagsstöðu sem gerir félaginu kleift að ná markmiðum sínum. Fyrir höndum er sumarvertíðin sem öllu máli skiptir í rekstri flugfélaga og ég hlakka virkilega til þess annasama tíma þar sem við hjá PLAY munum kappkosta við að veita farþegum okkar framúrskarandi þjónustu.“
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33 Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26 Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Fljúga til Wales í haust í tengslum við landsleikina Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á ferðum til borgarinnar Cardiff í Wales næsta haust. Þetta er gert vegna mikils áhuga stuðningsmanna á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram í október og nóvember. 18. apríl 2024 13:33
Tveir stjórnarmenn og forstjóri lögðu til milljarð Tveir stjórnarmenn í Play og forstjóri félagsins lögðu félaginu til 986 milljónir króna í nýlokinni fjármögnunarlotu félagsins. Alls söfnuðust um 4,6 milljarðar króna og því lögðu þeir til 22 prósent aukins hlutafjár. 15. apríl 2024 23:26
Fyrrverandi forstjóri Bláfugls stýrir nýju sviði hjá Play Flugfélagið PLAY hefur ráðið Sigurð Örn Ágústsson, fyrrverandi forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins en Sigurður Örn mun hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert á öll svið flugfélagsins. 14. apríl 2024 21:34