Tekur fyrir að hafa verið „hermaður Hitlers“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 13:33 Hann var dæmdur til fimm og hálfs árs fangelsisvistar af héraðsdómnum í Holbæk árið 2022. EPA/Mads Claus Rasmussen Sautján ára danskur drengur tekur fyrir það í héraðsdómnum í Holbæk að hafa verið hluti af nýnasískum hryðjuverkasamtökum og að hafa verið „hermaður Hitlers.“ Hann var handtekinn fyrir grun um aðild að alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum árið 2022 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan. Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi. Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Héraðsdómstóll í Holbæk á Sjálandi dæmdi drenginn í fyrra til fangelsisvistar í fimm og hálft ár vegna þess að hann hafði gert tilraun til að sannfæra skólafélaga um að ganga til liðs við hópinn Feuerkrieg Division. Samtökin eru alþjóðleg samtök nýnasista sem kallar eftir „kynþáttastríði“ og trúir að heiminum sé stýrt af gyðingum. Hann hefur nú áfrýjað málinu og var það tekið fyrir í áfrýjunardómstól í dag. DR hefur eftir Lasse Martin Dueholm, verjanda drengsins, að krafist sé að dómurinn sé látinn niður falla og til vara að refsingin sé milduð. Tók sér Al-Kaída til fyrirmyndar Dómurinn frá því í fyrra komst að þeirri niðurstöðu að drengurinn hafi verið meðlimur í samtökunum en að ekki stafaði bein hryðjuverkahætta af honum og því var hann sýknaður af alvarlegustu kæruliðum ákæruvaldsins. Vorið 2022 var drengurinn handtekinn og fannst eintak af Mein Kampf sjálfsævisögu Hitlers ásamt nasistafána og fleiri munum af því tagi. Meginþorri starfsemi Feuerkrieg Division fer fram á internetinu og hefur hinn ákærði tekið virkan þátt í henni. Á samskiptavettvangi samtakanna skrifaði hann meðal annars að Feuerkrieg Divison mætti taka sér Al-Kaída til fyrirmyndar „fyrir utan allt íslamska draslið.“ „Við getum orðið enn betri. Við viljum ekkert fljúga á neinn turn. Við viljum fljúga á kjarnorkuver,“ skrifar drengurinn og vísar til hryðjuverkaárásanna á Tvíburaturnana í september ársins 2001. Drengurinn þvertekur fyrir að vera nasisti. Hann gengst við ummælum sínum á internetinu en þau hafi aðeins verið gerð í gamni. Hann hefur síðan um vorið 2022 setið í gæsluvarðhaldi.
Danmörk Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira