Fengu aðstoð sérsveitar og Gæslunnar við handtöku við Grímsvötn Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 16:31 Mynd úr safni af þyrlu Landhelgisgæslunnar að störfum við Grímsfjall. Landhelgisgæslan Lögreglan á Suðurlandi naut aðstoðar tveggja sérsveitarmanna og þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar við handtöku manns sem grunaður er um ölvunarakstur á Grímsfjalli. Samferðafólk hans í jeppaferð tilkynnti manninn til lögreglu. Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni. Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Í gær flaug þyrla Landhelgisgæslunnar með tvo sérsveitarmenn að Grímsfjalli á Vatnajökli. Þar í skála voru tveir hópar af fólki í jeppaferð. Maður úr öðrum hópnum hafði þá um kvöldið sest upp í bíl sinn ölvaður og byrjað að aka um með farþega. Langur akstur er að skálanum og einungis hægt að komast að á sérútbúnum bílum og því mat lögreglan sem svo að til að komast sem fyrst á staðinn væri réttast að senda þyrluna. Til að flýta enn frekar fyrir voru sérsveitarmennirnir fengnir í verkefnið í stað þess að sækja lögreglumenn á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hlustaði maðurinn ekki á samferðafólk sitt þegar þau sögðu honum að hætta akstri heldur ók hann inn á hættusvæði. Með því kom hann sjálfum sér og farþeganum í hættu. Samferðamennirnir treystu sér ekki til þess að aka inn á hættusvæðið á eftir manninum. Um tíma slökkti maðurinn á samskiptabúnaði sínum en að lokum ók hann sjálfur að skálanum. Þá var þyrlan þegar á leiðinni og ákvað lögreglan að henni yrði ekki snúið við. Því var maðurinn handtekinn á staðnum og fluttur á lögreglustöðina á Selfossi, grunaður um ölvunarakstur. Málið telst afar sérstakt samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og var það litið afar alvarlegum augum. Fjöldi vitna varð að akstrinum og er unnið að því að klára að taka skýrslur af þeim. Verið er að yfirheyra manninn og verður honum sleppt að skýrslutöku lokinni.
Lögreglumál Landhelgisgæslan Grímsvötn Vatnajökulsþjóðgarður Þingeyjarsveit Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira