Innlent

Hættur við að styðja Höllu Hrund

Jakob Bjarnar skrifar
Jón Steinar hafði misskilið Höllu Hrund og talið hana þeirrar gerðar að hún myndi ekki standa í vegi fyrir virkjunum. Nú hefur hann komist að því að svo er ekki og hann heldur sig því við Arnar Þór Jónsson og stuðning við hans framboð.
Jón Steinar hafði misskilið Höllu Hrund og talið hana þeirrar gerðar að hún myndi ekki standa í vegi fyrir virkjunum. Nú hefur hann komist að því að svo er ekki og hann heldur sig því við Arnar Þór Jónsson og stuðning við hans framboð. vísir/vilhelm

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður kom mörgum á óvart í morgun þegar hann lýsti yfir stuðningi við forsetaframboð Höllu Hrundar Logadóttur orkumálastjóra. Hann hefur nú dregið þann stuðning sinn til baka.

Þetta tilkynnir Jón Steinar í yfirlýsingu á Facebook. Hann segir að sér hafi orðið á í messunni. Hann hafi lýst yfir stuðningi við Höllu Hrund, en þá reyndar að því tilskildu að hún myndi ekki beita sér gegn virkjunum ef hún kæmist í stól forseta.

„Nú hefur mér verið sýnt efni sem sýnir að konan er einmitt á móti orkuvinnslu þó að hún sé náttúruvæn. Það þýðir að stuðningur minn við hana var byggður á misskilningi og er því dreginn til baka. Sá eini sem unnt er að styðja er því eftir sem áður Arnar Þór Jónsson,” segir Jón Steinar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×