Veikur og meiddur Doncic fór á kostum og Boston flaug áfram Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 07:30 Jaylen Brown með troðslu gegn Miami Heat í gærkvöld. AP/Charles Krupa Boston Celtics slógu Miami Heat út með þægilegum hætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar. Dallas Mavericks er einum sigri frá því að slá út LA Clippers. Boston vann einvígið við Miami 4-1 og það var lítil spenna í leik liðanna í gærkvöld sem Boston vann 118-84. Boston-menn settu niður átta þrista í fyrsta leikhluta og komust í 41-23. Þeir voru 68-46 yfir í hálfleik og héldu öruggu forskoti út leikinn. Liðin skiptast þar með áfram á að slá hvort annað út í úrslitakeppninni því í fyrra var það Miami sem hafði betur. Boston and Miami have been going back and forth in the playoffs in recent years 👀The Celtics come out on top this year ☘️ pic.twitter.com/vkqtLGvKuY— SportsCenter (@SportsCenter) May 2, 2024 Derrick White og Jaylen Brown skoruðu 25 stig hvor fyrir Boston og engu máli skipti að Kristaps Porzingis missti af leiknum vegna meiðsla. Bam Adebayo skoraði 23 stig fyrir Miami en meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Næsta einvígi Boston verður við sigurliðið úr einvígi Cleveland Cavaliers og Orlando Magic, þar sem Cleveland er 3-2 yfir en liðin mætast næst á laugardaginn í Orlando. The Heat have been eliminated from the playoffs. pic.twitter.com/SXBUwHWAQF— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 2, 2024 Í vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks 123-93 sigur á LA Clippers og eru því 3-2 yfir, en næsti leikur er í Dallas á morgun. Luka Doncic átti glimrandi leik þrátt fyrir meiðsli í hné og veikindi, og skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Dallas. Doncic sagði vissulega hafa verið erfitt að spila en að adrenalínið hefði hjálpað honum. „Þegar maður er byrjaður þá vill maður gera allt sem maður getur til að liðið manns vinni. Ég vildi bara halda áfram,“ sagði Doncic. KYRIE IRVING ↗️ DANIEL GAFFORD 💥🔨 pic.twitter.com/nxY8RenpKg— NBA TV (@NBATV) May 2, 2024 Aðalstigaskorari Clippers, Kwahi Leonard, glímir einnig við hnémeiðsli og var ekki með, en þeir Paul George og Ivica Zubac skoruðu 15 stig hvor fyrir liðið. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Boston vann einvígið við Miami 4-1 og það var lítil spenna í leik liðanna í gærkvöld sem Boston vann 118-84. Boston-menn settu niður átta þrista í fyrsta leikhluta og komust í 41-23. Þeir voru 68-46 yfir í hálfleik og héldu öruggu forskoti út leikinn. Liðin skiptast þar með áfram á að slá hvort annað út í úrslitakeppninni því í fyrra var það Miami sem hafði betur. Boston and Miami have been going back and forth in the playoffs in recent years 👀The Celtics come out on top this year ☘️ pic.twitter.com/vkqtLGvKuY— SportsCenter (@SportsCenter) May 2, 2024 Derrick White og Jaylen Brown skoruðu 25 stig hvor fyrir Boston og engu máli skipti að Kristaps Porzingis missti af leiknum vegna meiðsla. Bam Adebayo skoraði 23 stig fyrir Miami en meiðsli hafa gert liðinu erfitt fyrir. Næsta einvígi Boston verður við sigurliðið úr einvígi Cleveland Cavaliers og Orlando Magic, þar sem Cleveland er 3-2 yfir en liðin mætast næst á laugardaginn í Orlando. The Heat have been eliminated from the playoffs. pic.twitter.com/SXBUwHWAQF— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 2, 2024 Í vesturdeildinni unnu Dallas Mavericks 123-93 sigur á LA Clippers og eru því 3-2 yfir, en næsti leikur er í Dallas á morgun. Luka Doncic átti glimrandi leik þrátt fyrir meiðsli í hné og veikindi, og skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Dallas. Doncic sagði vissulega hafa verið erfitt að spila en að adrenalínið hefði hjálpað honum. „Þegar maður er byrjaður þá vill maður gera allt sem maður getur til að liðið manns vinni. Ég vildi bara halda áfram,“ sagði Doncic. KYRIE IRVING ↗️ DANIEL GAFFORD 💥🔨 pic.twitter.com/nxY8RenpKg— NBA TV (@NBATV) May 2, 2024 Aðalstigaskorari Clippers, Kwahi Leonard, glímir einnig við hnémeiðsli og var ekki með, en þeir Paul George og Ivica Zubac skoruðu 15 stig hvor fyrir liðið.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti