Halla vill skikka ungmenni í samfélagsþjónustu Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2024 10:26 Halla Tómasdóttir við það tækifæri þegar landskjörstjórn úrskurði um gildi forsetaframboða á fundi í Þjóðminjasafni Íslands. vísir/vilhelm Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi var í Spjallinu hjá Frosta Logasyni og viðraði þar þá hugmynd sína að hér verði tekin upp samfélagsþjónusta til árs fyrir unga fólkið. Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla. Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Forsetakosningarnar eru gósentíð fyrir fjölmiðla og ekki síður þá sem eru með hlaðvörp. Ellefu í framboði, einn búinn að kæra niðurstöður landstjórnar og allir vilja þeir láta á sér bera. Kynna sig og sín áhersluefni, eins og það heitir. Stundum er eins og forsetaembættið sé miklu viðameira en það er. Frosti er einn þeirra hlaðvarpara sem nú ræðir við forsetaframbjóðendur eins og hann eigi lífið að leysa og Halla var í stólnum hjá honum nýverið þar sem hún viðraði þá hugmynd að hér yrði tekin upp samfélagsþjónusta fyrir ungt fólk. Sem er nýstárleg hugmynd, minnir á herskyldu en er þó ekkert slíkt í huga Höllu. „Sundruð þjóð á aldrei eftir að nýta þau tækifæri sem blasa við. Við þurfum að koma upp úr skurðunum sem við höfum verið að grafa og byggja brýr milli hópa og kynslóða.“ Halla vill taka alvöru samtal um þetta og að því gefnu bíður Íslands ekkert annað en ótrúlega björt framtíð. Og liður í því gæti verið samfélagsþjónusta. „Þegar við styttum framhaldsskólann okkar er ýmislegt sem bendir til þess að það hafi ekki endilega verið góð ákvörðun; aukið álag, stress og jafnvel minnkað námsgetu sem reyndar aukin samfélagsmiðlanotkun virðist vera að gera.“ Halla segir okkur minna úti við og unga fólkið okkar er að standa sig verr í skóla. „En ef við myndum gefa ungu fólki kost á árs samfélagsþjónustu að loknum menntaskóla áður en það fer í háskóla; vinna með eldri borgum, vinna með unga fólkinu okkar, vinna einhverja samfélagsþjónustu, pikka upp rusl, hvað sem er, vinna í leikskólum … þá myndi það bæði hjálpa til við að finna tilgang og tengingu við sitt samfélag – það er líklega ekkert mikilvægara fyrir okkur en gera gagn og láta gott af okkur leiða. Og finna sér farveg.“ Halla segir iðngreinar hafi verið út undan áratugum saman og við séum að súpa seyðið af því nú. „Það eru svo mörg mál sem mætti lyfta upp með samfélagsþjónustu,“ segir Halla.
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira