Sló í myndavél og gæti fengið bann Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 12:32 DeAndre Kane hagaði sér illa eftir að hafa fengið tæknivillu fyrir leikaraskap og sló meðal annars í sjónvarpsmyndavél á leið úr salnum. Stöð 2 Sport Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01