Sló í myndavél og gæti fengið bann Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2024 12:32 DeAndre Kane hagaði sér illa eftir að hafa fengið tæknivillu fyrir leikaraskap og sló meðal annars í sjónvarpsmyndavél á leið úr salnum. Stöð 2 Sport Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane. Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ er með málið til skoðunar og hefur veitt Grindvíkingum frest til miðnættis í kvöld til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þetta staðfestir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi. Sumir, þar á meðal Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur, töldu að Kane færi sjálfkrafa í leikbann vegna bannsins sem hann fékk í byrjun úrslitakeppninnar, þegar hann missti af einum leik gegn Tindastóli. Það bann var vegna hegðunar hans í garð dómara í næstsíðustu umferð deildakeppninnar. Í ljósi þess að bannið sem Kane fékk var vegna leiks í deildakeppni þá hefur það hins vegar ekki ítrekunaráhrif í úrslitakeppninni, öfugt við það ef honum hefði verið vísað úr húsi öðru sinni á sömu leiktíð í deildakeppninni. Fyrir úrslitakeppni fá menn nefnilega hreint borð en þurfa þó að taka út bönn sem búið er að dæma þá í. Vegna mistaka fékk Kane sitt bann reyndar ekki fyrr en í öðrum leik einvígisins við Tindastól, en það bann hefur engu að síður engin áhrif núna. Lengi úr salnum og sló í myndavél Það sem gæti komið Kane í vandræði eru því ekki óíþróttamannslega villan sem hann fékk gegn Keflavík á þriðjudaginn, eða tæknivillan sem hann fékk svo fyrir leikaraskap. Viðbrögð hans við seinni dómnum, og að þurfa þar með að yfirgefa völlinn, eru hins vegar til skoðunar. Kane var heillengi að yfirgefa salinn, sló í sjónvarpsmyndavél og hlið á leiðinni út og hreytti einhverju í átt að varamannabekk Keflavíkur. Þetta gerði Kane fyrir framan nefið á Jóni Bender, eftirlitsmanni leiksins, en hátterni hans má sjá hér að neðan. „Jón stendur yfir þessu þegar hann slær í myndavélina og hann hefði getað meitt hann [myndatökumanninn]. Svo heldur hann áfram og hreytir einhverju í Pétur [Ingvarsson, þjálfara Keflavíkur] og slær í eitthvað grindverk. Jón Bender stóð bara yfir þessu allan tímann en ég hef ekki hugmynd um hvort þeir ætli að gera eitthvað í þessu eða ekki,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, en umræðuna strax eftir leik og hegðun Kane má sjá hér að ofan. Næsti leikur einvígis Keflavíkur og Grindavíkur er á laugardagskvöld. Ljóst er að Keflvíkingar verða án lykilmanns vegna meiðsla Remys Martin, og það er svo í höndum aganefndar KKÍ að skera úr um það hvort Grindvíkingar verði einnig án lykilmannsins Kane.
Subway-deild karla UMF Grindavík Keflavík ÍF Tengdar fréttir „Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31 „Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43 Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
„Ansi erfitt fyrir Grindvíkinga að hann hagi sér svona og fái mögulega leikbann“ Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi ræddu um brottrekstur DeAndres Kane, leikmanns Grindavíkur, í leiknum gegn Keflavík í undanúrslitum Subway deildarinnar í gær. 1. maí 2024 10:31
„Af hverju þurfa þeir meiri athygli, er þetta ekki bara fínt?“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigur sinna manna á Keflavík í kvöld en hafði ýmislegt að segja um það þegar DeAndre Kane var rekinn út úr húsi. 30. apríl 2024 21:43
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. 2. maí 2024 08:01
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit