The Project TV fjallaði um niðurstöðurnar úr þessari athyglisverðu rannsókn og vekur athygli á mikilvægi þess að íþróttakonur fá réttan stuðning við brjóst sín. Það er hægt að tengja vandræði með brjóstahaldara við meiðsli og slakari frammistöðu þeirra í keppni.
Sif Atladóttir, fyrrum knattspyrnukona og sérfræðingur í Bestu mörkunum, vakti athygli á þessari umræðu hinum megin á hnettinum þegar hún deildi fréttinni á samfélagsmiðlum sínum.
Íþróttakonur í Ástralíu kalla því eftir því að brjóstahaldararnir séu teknir alvarlega og það sé hugsað út í hönnun þeirra svo að þeir passi sem best og passi fyrir allar konur, stórar sem smáar. Þetta á örugglega við líka annars staðar á hnettinum.
Hönnun brjóstahaldara er að þeirra mati alveg eins og mikilvæg og að það sé hugsað út í rétta hönnum á fótboltaskóm fyrir konur.
Rannsóknin sýnir nefnilega að illa hannaðir brjóstahaldarar geti aukið hættuna á alvarlegum meiðslum eins og sem dæmi krossbandsslit sem eru mun algengari hjá konum en körlum.
Konur sem hafa ekki nægilegan stuðning frá íþróttabrjóstahaldara eiga það á hættu að lenda þannig að það komi meira álag á hné þeirra sem síðan eykur hættu á sliti. Þegar brjóstahaldarinn passar illa þá hefur það einnig slæm áhrif á öndunina sem síðan kemur auðvitað niður á árangri.
Í langhlaupum getur líka skortur á stuðningi við brjóst hlauparans haft slæm áhrif á skrefalengd hans og minnkað skref hennar um allt að fjóra sentimetra. Í maraþonhlaupi þýddi það að hlauparinn myndi tapa 1,6 kílómetrum vegna þessa.
Hér fyrir neðan er farið yfir þessari niðurstöður.