Abigail Rudkin birti myndir og myndband af fundi sínum með Klopp og hún ber honum mjög góða söguna.
Klopp sést taka vel á móti henni og hrósa henni fyrir myndina sem er svo sannarlega glæsileg. Hann gerði myndina síðan enn verðmeiri fyrir hana með því á árita hana.
More of Jürgen enjoying the superb @rudkin_abigail masterpiece and the merch to accompany it 🤌❤️
— The Redmen TV (@TheRedmenTV) May 2, 2024
Wholesome content 😌 pic.twitter.com/lCFCA99rrp
„Átti minn besta dag á ævi minni. Eftir að hafa málað Jürgen í öll þessi ár þá fékk ég loksins tækifæri til að sýna honum verk eftir mig. Hann sagði: Við verðum að taka upp myndband. Tökum upp myndband,“ skrifaði Abigail á samfélagsmiðlinum X.
„Ég var í algjöru áfalli. Hann er vingjarnlegasti maður sem ég hef hitt. Vonandi eigum við eftir að hittast aftur,“ skrifaði Abigail eins og sjá má hér fyrir neðan.
Klopp er að kveðja Liverpool eftir þetta tímabil en liðið á aðeins eftir að spila þrjá leiki undir hans stjórn. Sá fyrsti af þeim verður á móti Tottenham á Anfield um helgina.
Today was the best day ever 🥹
— Abigail Rudkin (@rudkin_abigail) May 2, 2024
After years of painting Jurgen, I finally got to show him my work❤️
He said “we need to get a video! Let’s do a video”. I was in utter shock.
The nicest person I’ve ever met. Hopefully he hasn’t seen the last of me yet🫶 pic.twitter.com/cnfclYpFKb