Ótrúlegustu aðskotahlutir gera óskunda í dósatalningarvélum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. maí 2024 19:32 Til vinstri má sjá aðskotahluti sem ratað hafa í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar. Á meðal þeirra er gaffall merktur Alþingi, sem Oddny Harðardóttir veitti viðtöku þegar fréttamaður leit við í Alþingishúsinu í dag. Farsímar, giftingarhringar og hjálpartæki ástarlífsins eru á meðal þess sem ratað hefur í dósatalningarvélar Endurvinnslunnar og getur valdið stórskemmdum á tækjabúnaðinum. Gaffall merktur Alþingi fannst nýlega í einni vélinni. Fagnaðarfundir urðu í dag þegar fréttamaður skilaði gafflinum heim í kaffistofu þingsins. Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða. Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Það þykir mikil mildi að hinn sakleysislegi gaffall hafi ekki valdið tjóni á talningavélinni.Í hana eiga auðvitað eingöngu að fara flöskur og dósir en ýmislegt annað á það til að slæðast með. Við vitjuðum óskilamuna hjá Endurvinnslunni og eins og sést í fréttinni hér fyrir neðan eru munirnir af öllum toga. Úr, farsímar, giftingarhringar og aðrir skartgripir, svo fátt eitt sé nefnt. „Hér er kannski einhver í hjartasorg, ef einhver kannast við þetta má endilega leita til okkar,“ segir Halla Vilborg Jónsdóttir mannauðsstjóri Endurvinnslunnar um leið og hún handleikur tvo hringa sem hengdir eru saman á keðju. „Við fáum svolítið af þessu. Og mikið af bíllyklum. Þetta er auðvitað einstaklega skemmtilegt, ef einhver saknar þessa,“ bætir hún við, og vísar þar síðast til fornlegrar leikjatölvu. Þá rata munir af djarfara taginu einnig í vélarnar. „Við höfum fengið smokka. Við höfum fengið hjálpartæki sem kannski er skringilegt að lendi í eldhúsinu með dósapokunum, en við erum ekki hér til að dæma!“ segir Halla. Mikilvægt sé að vera vakandi fyrir aðskoðahlutum í dósapokum, einkum málmstykkjum á borð við hnífa og gaffla. Þeir geti skemmt talningavélarnar. „Við lendum reglulega í því. Sem betur fer ekki alvarlegar skemmdir en þær stoppa náttúrulega ef það fer eitthvað á milli. Þá stoppar vinnslan og það náttúrulega tefur.“ Gaffallinn kominn heim Endurvinnslan reynir eftir fremsta megni að koma óskilamunum í réttar hendur. Og þá komum við aftur að gafflinum; hann er auðvitað upprunamerktur, á honum stendur skýrum stöfum Alþingi. Því er fátt annað í stöðunni en að skila gafflinum til síns heima. Á móti okkur tekur Oddný Harðardóttir fyrsti varaforseti Alþingis. Hún fagnar endurkomu gaffalsins, enda merktu hnífapörin á hröðu undanhaldi í þinginu. „Kærar þakkir,“ segir Oddný þegar hún fær gaffalinn í hendurnar. „Það er afar mikilvægt, ef eigur Alþingis fara á flakk, að þær rati heim. Þarna sanna merkingarnar gildi sitt,“ bætir hún við og kemur gafflinum fyrir þar sem hann á heima: í boxi fullu af nákvæmlega eins, merktum göfflum við hlið sambærilegra silfurskeiða. Þar með hefur Alþingisgafflinum verið skilað. En hann er ekki eini merkti gaffallinn sem ratað hefur í talningavélar Endurvinnslunnar. Gaffall frá Icelandair beið okkar einnig í óskilamununum. Það er því aldrei að vita nema forstjórinn eigi von á heimsókn frá fréttastofu innan tíðar, í nafni umhverfissjónarmiða.
Alþingi Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira