Innlent

Lífs­hættu­leg með­höndlun barna á vöggustofum og þrír eftir í bakgarðshlaupi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnu- og þjálfunarbann klukkan á fimmtudag. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Þá verður fjallað um vöggustofuna að Hlíðarenda sem rekin var eins og spítali. Konum sem sáu um ungbörnin var bannað að horfa í augu þeirra. Sálgreinir segir slíka meðhöndlun geta verið lífshættulega börnum.

Og við fjöllum um umdeilda lóðaleigusamninga borgarinnar við olíufélögin. Fyrrverandi borgarstjóri segir ekkert tortryggilegt við samningana. Hann kvíðir ekki umfjöllun Ríkisútvarpsins, sem birtist í Kastljósi á morgun en átti upprunlega að vera sýnd í Kveik.

Við verðum svo í beinni útsendingu frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Þrír hafa hlaupið 33 hringi og meira en 220 kílómetra. Garpur Ingason Elísabetarson fer yfir hlaupið í beinni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Klippa: Kvöldfréttir 5. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×