„Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Sindri Sverrisson skrifar 7. maí 2024 08:38 Arnar Gunnlaugsson og Arnar Grétarsson fengu skömm í hattinn í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, fyrir að haga sér illa á hliðarlínunni. Samsett/Vísir Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. Þetta var að minnsta kosti mál manna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem jafnframt var farið yfir hve mörgum spjöldum þjálfararnir hefðu safnað á undanförnum árum. Arnar missti stjórn á skapi sínu í gær, í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki, snemma í seinni hálfleik þegar hann mótmælti seinna gula spjaldinu og því rauða sem Adam Ægir Pálsson fékk, fyrir kjaftbrúk. „Ég get skilið að menn séu reiðir og sýni tilfinningar, en þú getur gert það kurteisislega samt sem áður. Þú verður að ráða við sjálfan þig,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og vísaði til Arnars Grétarssonar þjálfara, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um rauðu spjöldin „Ekki spurning. Arnar [Grétarsson] fer langt yfir strikið, miðað við það sem við sjáum þarna. Eina rétta niðurstaðan úr þessu atviki var að Arnar færi inn í klefa með skömm í hattinn og rautt spjald á bakinu. Hann fór langt yfir strikið,“ sagði Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson tók í sama streng. „Ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir“ „Arnar verður bara að ráða við sig. Hann breytir ekki dómunum með því að tryllast bara og láta menn heyra það. Þá fer hann bara í bann, og mögulega tveggja leikja bann því hann hélt áfram að láta menn heyra það eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Þá þarf aðstoðarþjálfarinn að taka við, sem er tækifæri fyrir hann, en það er ekki gott fyrir liðið að missa aðalþjálfara sinn. Menn verða að aðlaga sig að aðstæðum, breyttum reglum eða forsendum, sama hversu ósáttir þeir eru við þær,“ sagði Baldur og Gummi bætti þá við: „Það eru ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir – með svona munnsöfnuð.“ „Ég virði það við Arnar Grétarsson að verja sinn mann Adam Ægi, en ef það er rétt sem hann segir að „bekkurinn“ hjá Blikum hafi náð að espa hann upp þá er það náttúrulega hann sem gengur í gildru. Það sem hann [Adam] segir verðskuldar sannarlega gult spjald,“ sagði Atli Viðar. Arnar Gunnlaugsson hefur safnað 19 gulum spjöldum og fimm rauðum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Víkings fyrir tímabilið 2019.Stöð 2 Sport Arnar „margoft“ gerst sekur um dónaskap Sérfræðingarnir skoðuðu svo einnig töflu yfir þjálfara og hve mörgum spjöldum þeir hafa safnað síðan Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi, en hann er á sinni sjöttu leiktíð með meistarana. „Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingum hefur hann á einhvern ótrúlegan máta náð í 19 gul spjöld, ég held að þetta sé heimsmet hjá þjálfara, og fimm rauð spjöld,“ sagði Gummi. Arnar Grétarsson er á sama tíma kominn með þrjú rauð og tíu gul, og Rúnar Kristinsson með níu gul og ekkert rautt. Heimir Guðjónsson er með þrjú gul en starfaði í Færeyjum 2018 og 2019. „Auðvitað hefur bekkurinn hjá Víkingi verið margumræddur fyrir að vera með mikil læti og mikinn hasar. Arnar hefur einhvern tímann tekið skellinn en hann hefur líka margoft gerst sekur um það að fara yfir strikið og vera dónalegur, og fengið verðskuldaðar refsingar,“ sagði Atli Viðar. „Öll tölfræði sýnir það að Arnar Gunnlaugsson er langgrófasti þjálfarinn í deildinni. Er það ekki Arnar? Við erum með gögn til að styðja það,“ sagði Gummi léttur og vísaði í viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem hnýtti í það að Víkingum væri lýst sem grófasta liði deildarinnar. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Þetta var að minnsta kosti mál manna í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem jafnframt var farið yfir hve mörgum spjöldum þjálfararnir hefðu safnað á undanförnum árum. Arnar missti stjórn á skapi sínu í gær, í 3-2 sigri Vals á Breiðabliki, snemma í seinni hálfleik þegar hann mótmælti seinna gula spjaldinu og því rauða sem Adam Ægir Pálsson fékk, fyrir kjaftbrúk. „Ég get skilið að menn séu reiðir og sýni tilfinningar, en þú getur gert það kurteisislega samt sem áður. Þú verður að ráða við sjálfan þig,“ sagði Gummi Ben í Stúkunni í gær og vísaði til Arnars Grétarssonar þjálfara, en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Umræða um rauðu spjöldin „Ekki spurning. Arnar [Grétarsson] fer langt yfir strikið, miðað við það sem við sjáum þarna. Eina rétta niðurstaðan úr þessu atviki var að Arnar færi inn í klefa með skömm í hattinn og rautt spjald á bakinu. Hann fór langt yfir strikið,“ sagði Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson tók í sama streng. „Ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir“ „Arnar verður bara að ráða við sig. Hann breytir ekki dómunum með því að tryllast bara og láta menn heyra það. Þá fer hann bara í bann, og mögulega tveggja leikja bann því hann hélt áfram að láta menn heyra það eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Þá þarf aðstoðarþjálfarinn að taka við, sem er tækifæri fyrir hann, en það er ekki gott fyrir liðið að missa aðalþjálfara sinn. Menn verða að aðlaga sig að aðstæðum, breyttum reglum eða forsendum, sama hversu ósáttir þeir eru við þær,“ sagði Baldur og Gummi bætti þá við: „Það eru ekki nýjar reglur að menn megi ekki vera svona ókurteisir – með svona munnsöfnuð.“ „Ég virði það við Arnar Grétarsson að verja sinn mann Adam Ægi, en ef það er rétt sem hann segir að „bekkurinn“ hjá Blikum hafi náð að espa hann upp þá er það náttúrulega hann sem gengur í gildru. Það sem hann [Adam] segir verðskuldar sannarlega gult spjald,“ sagði Atli Viðar. Arnar Gunnlaugsson hefur safnað 19 gulum spjöldum og fimm rauðum frá því að hann tók við sem aðalþjálfari Víkings fyrir tímabilið 2019.Stöð 2 Sport Arnar „margoft“ gerst sekur um dónaskap Sérfræðingarnir skoðuðu svo einnig töflu yfir þjálfara og hve mörgum spjöldum þeir hafa safnað síðan Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingi, en hann er á sinni sjöttu leiktíð með meistarana. „Frá því að Arnar Gunnlaugsson tók við Víkingum hefur hann á einhvern ótrúlegan máta náð í 19 gul spjöld, ég held að þetta sé heimsmet hjá þjálfara, og fimm rauð spjöld,“ sagði Gummi. Arnar Grétarsson er á sama tíma kominn með þrjú rauð og tíu gul, og Rúnar Kristinsson með níu gul og ekkert rautt. Heimir Guðjónsson er með þrjú gul en starfaði í Færeyjum 2018 og 2019. „Auðvitað hefur bekkurinn hjá Víkingi verið margumræddur fyrir að vera með mikil læti og mikinn hasar. Arnar hefur einhvern tímann tekið skellinn en hann hefur líka margoft gerst sekur um það að fara yfir strikið og vera dónalegur, og fengið verðskuldaðar refsingar,“ sagði Atli Viðar. „Öll tölfræði sýnir það að Arnar Gunnlaugsson er langgrófasti þjálfarinn í deildinni. Er það ekki Arnar? Við erum með gögn til að styðja það,“ sagði Gummi léttur og vísaði í viðtal við Arnar Gunnlaugsson sem hnýtti í það að Víkingum væri lýst sem grófasta liði deildarinnar. Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti