Sport

Dag­skráin í dag: Stór­velda­slagur í Madríd, Besta deild kvenna og úr­slita­keppni í körfu­bolta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kemst Jude Bellingham í úrslit Meistaradeildar Evrópu á sínu fyrstu tímabili í Madríd?
Kemst Jude Bellingham í úrslit Meistaradeildar Evrópu á sínu fyrstu tímabili í Madríd? AP Photo/Manu Fernandez

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Undanúrslit Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu klárast, það er fjöldi leikja í Bestu deild kvenna í fótbolta og Grindavík mætir sínum fornu fjendum í Keflavík í úrslitakeppni Subway-deildar karla í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 18.45 hefst viðureign Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deild karla. Staðan í einvíginu er 1-1.

Klukkan 21.10 er Körfuboltakvöld á dagskrá.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 18.30 hefst upphitun fyrir leik Real Madríd og Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn hefst svo klukkan 19.00. Staðan í einvíginu er 2-2.

Klukkan 21.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 17.25 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Bestu deild kvenna. Klukkan 17.50 hefst útsending frá Kópavogsvelli þar sem Breiðablik mætir Stjörnunni í Bestu deild kvenna.

Vodafone Sport

Klukkan 16.35 mætast Club Brugge og Fiorentina í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Staðan í einvíginu er 3-2 Fiorentina í vil.

Klukkan 23.00 mætast Houston Astros og New York Yankees í MLB-deildinni í hafnabolta.

Besta deildin

Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik Keflavíkur og Íslandsmeistara Vals í Bestu deild kvenna.

Besta deildin 2

Klukkan 17.50 hefst útsending frá leik FH og Þróttar í Bestu deild kvenna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×