Hraðhleðslur spretta upp sem gorkúlur - tvær opna á Þórshöfn Brimborg 14. maí 2024 10:35 Hraðhleðslustöðvar hringinn í kringum landnið eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com). Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum. Brimborg Bílorka opnar tvær hraðhleðslustöðvar á Þórshöfn sem gerir rafbílanotendum kleift að ferðast áhyggjulaust alla leið á Langanes. Stöðvarnar eru góð viðbót í vaxandi net hraðhleðslustöðva á landinu sem auðveldar rafbílanotendum lífið. Hraðhleðslustöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið undanfarin ár og eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com) með hátt í 400 hraðhleðslutengi sem hefur gert ferðalög á rafbílum sífellt þægilegri. Norðausturhornið hefur setið á hakanum en nú verður breyting á. N1 skálinn á Þórshöfn Uppsetning hraðhleðslustöðva Bílorku er í samstarfi við Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn. Önnur þeirra er sett upp við ENN 1 SKÁLANN og hin er við gistiheimilið sjálft. Sú stöð mun einnig nýtast viðskiptavinum nýs veitingastaðar Holtið Kitchen Bar sem opnar í sumar í félagsheimili staðarins og mun laða að enn fleiri ferðamenn til Þórshafnar. Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum og meðal annars þá öflugustu á landinu sem er 600 kW stöð í Reykjanesbæ sem getur hlaðið 8 rafknúin ökutæki í einu. Markmið Brimborgar Bílorku er að efla samkeppni á rafhleðslumarkaði og bjóða framúrskarandi þjónustustig sem er það sem af er ári 99,4%. Auðveld uppsetning, lægra hraðhleðsluverð Stöðvarnar á Þórshöfn eru sérlega hentugar fyrir minni þéttbýlisstaði þar sem þær eru auðveldar í uppsetningu og krefjast ekki mikillar orku og því nýtist umframorka á uppsetningarstað. Sökum þess er hraðhleðsluverðið mjög hagstætt. Hvor stöð er 30 kW með einu CCS tengi og getur stöðin bætt við um 100 km af drægni á 40 mínútum fyrir meðalstóran rafbíl. Þegar umferð rafbíla eykst á svæðinu er síðan hægt að fjölga stöðvum eða stækka þær. Hraðhleðslustöð á N1 skálanum á Þórshöfn Einfalt er að hefja hleðslu í hraðhleðslustöðvunum með e1 appinu eða hleðslulykli því tengdu og appið er einnig notað til að greiða fyrir hleðsluna. Í e1 appinu er að finna verðskrá fyrir hleðslustöðvarnar, staðsetningu og allar hleðsluupplýsingar. Lægri ferðakostnaður á rafbíl og betri nýting á raforkukerfinu Rafbílar eru einstaklega hagstæðir í rekstri enda nýta þeir orkuna mun betur en aðrar gerðir bíla, íslenska raforkan er ódýrari og svo er viðhaldskostnaður rafbíla minni. Rafbílar geta verið allt að 76% ódýrari í rekstri á ársgrundvelli sem lækkar ferðakostnað innlendra sem erlendra ferðamanna og hjálpar til að dreifa ferðamönnum betur um landið. En rafbílar eru ekki eingöngu ódýrari í rekstri heldur losa þeir engar gróðurhúsalofttegundir né mengandi efni við aksturinn. Þeir auka nýtingu raforkukerfisins þar sem þeir nýta lausa umframorku bæði yfir daginn og nóttina og ekki síður á sumrin þegar orkunotkun Íslendinga er í lágmarki. Það eflir orkuöryggi Íslands og eykur arðsemi flutnings- og dreifikerfis raforku sem nýta má til að styrkja það enn frekar. Hraðhleðslustöðvarnar opna norðausturhornið fyrir rafbílanotendum Tilkoma stöðvanna mun ýta undir rafbílaumferð á svæðið en hingað til hafa rafbílanotendur, innlendir sem erlendir ferðamenn, veigrað sér við að ferðast á norðausturhornið vegna skorts á hleðslumöguleikum. Hraðhleðslustöð hjá gistiheimlinu Þingholti á Þórshöfn „Þetta framfararskref sem beðið hefur verið eftir, er klárlega liður í því að auðvelda ferðamönnum að sækja svæðið heim. Þar sem sífellt fleiri Íslendingar kjósa að keyra um á rafbílum og bílaleigurnar bjóða meira úrval rafbíla til erlendra ferðamanna er ljóst að umferð rafbíla mun aukast og einnig á norðausturhornið. Dreifing ferðamanna víðar um landið hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustuaðila og fyrirtæki í tengdri starfsemi. Ferðaþjónusta á svæðinu er vaxandi grein en ferðamannatímabilið er þó enn tiltölulega stutt svona norðarlega og því skiptir hver ferðamaður máli“ segja Karen og Ólafur, eigendur Gistiheimilisins Lyngholts og rekstraraðilar ENN 1 SKÁLANS á Þórshöfn. Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
Hraðhleðslustöðvar hafa sprottið upp eins og gorkúlur víðsvegar um landið undanfarin ár og eru nú 147 talsins (skv. plugshare.com) með hátt í 400 hraðhleðslutengi sem hefur gert ferðalög á rafbílum sífellt þægilegri. Norðausturhornið hefur setið á hakanum en nú verður breyting á. N1 skálinn á Þórshöfn Uppsetning hraðhleðslustöðva Bílorku er í samstarfi við Gistiheimilið Lyngholt á Þórshöfn. Önnur þeirra er sett upp við ENN 1 SKÁLANN og hin er við gistiheimilið sjálft. Sú stöð mun einnig nýtast viðskiptavinum nýs veitingastaðar Holtið Kitchen Bar sem opnar í sumar í félagsheimili staðarins og mun laða að enn fleiri ferðamenn til Þórshafnar. Brimborg Bílorka hefur sett upp 12 hraðhleðslustöðvar á síðustu 12 mánuðum og meðal annars þá öflugustu á landinu sem er 600 kW stöð í Reykjanesbæ sem getur hlaðið 8 rafknúin ökutæki í einu. Markmið Brimborgar Bílorku er að efla samkeppni á rafhleðslumarkaði og bjóða framúrskarandi þjónustustig sem er það sem af er ári 99,4%. Auðveld uppsetning, lægra hraðhleðsluverð Stöðvarnar á Þórshöfn eru sérlega hentugar fyrir minni þéttbýlisstaði þar sem þær eru auðveldar í uppsetningu og krefjast ekki mikillar orku og því nýtist umframorka á uppsetningarstað. Sökum þess er hraðhleðsluverðið mjög hagstætt. Hvor stöð er 30 kW með einu CCS tengi og getur stöðin bætt við um 100 km af drægni á 40 mínútum fyrir meðalstóran rafbíl. Þegar umferð rafbíla eykst á svæðinu er síðan hægt að fjölga stöðvum eða stækka þær. Hraðhleðslustöð á N1 skálanum á Þórshöfn Einfalt er að hefja hleðslu í hraðhleðslustöðvunum með e1 appinu eða hleðslulykli því tengdu og appið er einnig notað til að greiða fyrir hleðsluna. Í e1 appinu er að finna verðskrá fyrir hleðslustöðvarnar, staðsetningu og allar hleðsluupplýsingar. Lægri ferðakostnaður á rafbíl og betri nýting á raforkukerfinu Rafbílar eru einstaklega hagstæðir í rekstri enda nýta þeir orkuna mun betur en aðrar gerðir bíla, íslenska raforkan er ódýrari og svo er viðhaldskostnaður rafbíla minni. Rafbílar geta verið allt að 76% ódýrari í rekstri á ársgrundvelli sem lækkar ferðakostnað innlendra sem erlendra ferðamanna og hjálpar til að dreifa ferðamönnum betur um landið. En rafbílar eru ekki eingöngu ódýrari í rekstri heldur losa þeir engar gróðurhúsalofttegundir né mengandi efni við aksturinn. Þeir auka nýtingu raforkukerfisins þar sem þeir nýta lausa umframorku bæði yfir daginn og nóttina og ekki síður á sumrin þegar orkunotkun Íslendinga er í lágmarki. Það eflir orkuöryggi Íslands og eykur arðsemi flutnings- og dreifikerfis raforku sem nýta má til að styrkja það enn frekar. Hraðhleðslustöðvarnar opna norðausturhornið fyrir rafbílanotendum Tilkoma stöðvanna mun ýta undir rafbílaumferð á svæðið en hingað til hafa rafbílanotendur, innlendir sem erlendir ferðamenn, veigrað sér við að ferðast á norðausturhornið vegna skorts á hleðslumöguleikum. Hraðhleðslustöð hjá gistiheimlinu Þingholti á Þórshöfn „Þetta framfararskref sem beðið hefur verið eftir, er klárlega liður í því að auðvelda ferðamönnum að sækja svæðið heim. Þar sem sífellt fleiri Íslendingar kjósa að keyra um á rafbílum og bílaleigurnar bjóða meira úrval rafbíla til erlendra ferðamanna er ljóst að umferð rafbíla mun aukast og einnig á norðausturhornið. Dreifing ferðamanna víðar um landið hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustuaðila og fyrirtæki í tengdri starfsemi. Ferðaþjónusta á svæðinu er vaxandi grein en ferðamannatímabilið er þó enn tiltölulega stutt svona norðarlega og því skiptir hver ferðamaður máli“ segja Karen og Ólafur, eigendur Gistiheimilisins Lyngholts og rekstraraðilar ENN 1 SKÁLANS á Þórshöfn.
Bílar Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Orkumál Umhverfismál Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Viðskipti innlent Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Heimkaup undir hatt Samkaupa Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Fleiri fréttir Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira