Sekta Árvakur um 1,5 milljónir króna vegna fjölda dulinna auglýsinga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. maí 2024 23:57 Auglýsingarnar birtust á mbl.is. vísir/egill Fjölmiðlanefnd hefur sektað Árvakur, fjölmiðlaveitu mbl.is, um 1,5 milljónir króna vegna ítrekaðra brota á lögum sem banna duldar auglýsingar. Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa fengið fréttir skrifaðar um vörur sínar á mbl.is, án þess að tekið væri fram að um auglýsingu væri að ræða, eru Nói siríus, Hagkaup, MS og Te og kaffi. Fréttirnar sem um ræðir höfðu flest allar sama brag á sér, þar sem fjallað er um vöru fyrirtækjanna á jákvæðan hátt, án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf við viðkomandi fyrirtæki. Slíkar duldar auglýsingar eru bannaðar með lögum um fjölmiðla. Fréttirnar birtust á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmargar auglýsingar, eða 48 talsins, dulbúnar sem fréttir, eru tíndar til í ákvörðun Fjölmiðlanefndar. Má þar nefna auglýsingar fyrir nýjar vörur frá Nóa siríus, þar sem fyrirsögnin er „Nýja nammið flýgur úr hillunum“, og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Auglýsingar þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“ sem gerðar voru fyrir Hagkaup eru auk þess nefndar. „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ er auglýsing sem dulbúin var sem frétt fyrir MS og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“ einnig. Umfjöllun um nýtt KEA skyr frá Mjólkursamsölunni var birt orðrétt á Mbl fjórum dögum efitr að hún biritst á vef MS. Árvakur vísaði til þess í andsvörum sínum að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Veitan hefði auk þess ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum, en það væri skilyrði svo að umfjöllun teldist auglýsing en ekki frétt. Fjölmiðlanefnd hafnaði þeim rökum og vísaði til þess að tilvist greiðslu eða annars endurgjalds sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti fjölmiðlaefni verið þessarar gerðar án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Þá myndi slíkt skilyrði vinna gegn banninu enda örðugt að sanna að greitt hafi verið fyrir umfjöllun. Vísað á hvar hægt væri að kaupa vörurnar Þá segir Fjölmiðlanefnd að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá þeim. „Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Vísir/Egill Nefndir beinir því til Árvakurs að merkja þurfi slíka umfjöllun sérstaklega. Hefð hafi skapast fyrir því að nota orðin „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “. Að framangreindu virtu taldi Fjölmiðlanefnd að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða, og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Hæfileg sekt var talin 1,5 milljón króna og litið til þess að Árvakur hefur ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um dulin viðskiptaboð. Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fréttirnar sem um ræðir höfðu flest allar sama brag á sér, þar sem fjallað er um vöru fyrirtækjanna á jákvæðan hátt, án þess að fréttin væri merkt sem auglýsing eða samstarf við viðkomandi fyrirtæki. Slíkar duldar auglýsingar eru bannaðar með lögum um fjölmiðla. Fréttirnar birtust á Smartlands- og matarvef mbl.is. Fjölmargar auglýsingar, eða 48 talsins, dulbúnar sem fréttir, eru tíndar til í ákvörðun Fjölmiðlanefndar. Má þar nefna auglýsingar fyrir nýjar vörur frá Nóa siríus, þar sem fyrirsögnin er „Nýja nammið flýgur úr hillunum“, og „Splunkunýtt súkkulaði rifið úr hillunum“. Auglýsingar þar sem umfjöllunarefnið er „besta gráðaostasósan á markaðnum í dag“ sem gerðar voru fyrir Hagkaup eru auk þess nefndar. „Ný bragðtegund af Hleðslu komin á markað“ er auglýsing sem dulbúin var sem frétt fyrir MS og „KEA skyr eins og þú hefur aldrei séð það áður“ einnig. Umfjöllun um nýtt KEA skyr frá Mjólkursamsölunni var birt orðrétt á Mbl fjórum dögum efitr að hún biritst á vef MS. Árvakur vísaði til þess í andsvörum sínum að fjölmiðill hefði tjáningarfrelsi og frelsi til að meta það sem teldist fréttnæmt. Veitan hefði auk þess ekki fengið greitt frá fyrirtækjunum, en það væri skilyrði svo að umfjöllun teldist auglýsing en ekki frétt. Fjölmiðlanefnd hafnaði þeim rökum og vísaði til þess að tilvist greiðslu eða annars endurgjalds sé ekki nauðsynleg forsenda í þessu sambandi, enda geti fjölmiðlaefni verið þessarar gerðar án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Þá myndi slíkt skilyrði vinna gegn banninu enda örðugt að sanna að greitt hafi verið fyrir umfjöllun. Vísað á hvar hægt væri að kaupa vörurnar Þá segir Fjölmiðlanefnd að fjallað hafi verið „með nákvæmum hætti“ um ákveðnar vörur frá þeim. „Yfirleitt var um að ræða nýjar vörur á markaði. Komu fram jákvæðir eiginleikar varanna, t.d. gott bragð og hagkvæmar umbúðir, og jafnvel hversu umhverfisvænar þær væru. Í sumum tilvikum kom fram á hvaða sölustöðum mætti fá viðkomandi vörur, hvað þær kostuðu og hlekkur á sölusíðu,“ segir í niðurstöðu Fjölmiðlanefndar. Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar.Vísir/Egill Nefndir beinir því til Árvakurs að merkja þurfi slíka umfjöllun sérstaklega. Hefð hafi skapast fyrir því að nota orðin „kynning“, „samstarf“ eða „í samstarfi við “. Að framangreindu virtu taldi Fjölmiðlanefnd að umræddar umfjallanir á mbl.is teljist til dulinna viðskiptaboða, og þar með hafi Árvakur brotið gegn lögum um fjölmiðla. Hæfileg sekt var talin 1,5 milljón króna og litið til þess að Árvakur hefur ekki áður brotið gegn lagaákvæðum fjölmiðlalaga um dulin viðskiptaboð.
Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira