„Algjörlega forkastanlegt“ ef stjórnvöld svari ekki beiðninni Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. maí 2024 22:03 Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður Blessing. vísir/Steingrímur Dúi Lögmaður konu, sem vísa á úr landi á morgun og er alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði, segir það algjörlega forkastanlegt ef stjórnvöld svari ekki beiðni þess efnis að brottvísun verði frestað á grundvelli vottorðins. Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira
Umrædd kona heitir Blessing Uzoma Newton og er frá Nígeríu. Til stendur að vísa henni úr landi á morgun. Hún er eins og áður segir við mjög slæma heilsu og alls ekki ferðafær samkvæmt læknisvottorði. Konan er ein þriggja sem setið hafa í varðhaldi frá því á föstudag, og stendur til að senda til Nígeríu. Í læknisvottorðinu, sem Vísir hefur undir höndum, kemur fram að Blessing sé með æxli í kviðarholi, sem hafi stækkað töluvert að undanförnu. Lífsnauðsynlegt sé að Blessing hafi greiðan aðgang að bráðaþjónustu sérhæfðra kvennadeilda á sjúkrahúsi. Hún þurfi þétt eftirlit, blóðprufur og blóðgjöf eða járngjafir í æð þegar þess þarf með. Helgi Silva lögmaður Blessing segir engin svör hafa borist frá yfirvöldum við kröfu um að brottvísun hennar verði frestað á grundvelli þessara upplýsinga. „Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir Helgi. Gögn sem þessi séu jafnframt óalgeng. „Það er afar sjaldgæft að vera með læknisvottorð þar sem svona sterklega er tekið til orða. Ég get ekki munað eftir nema einu eða tveimur slíkum málum. Í þeim tilvikum var einmitt hætt við brottvísun.“ Áttu von á því að fá einhver svör eða áttu von á því að þetta sé endanleg niðurstaða, þrátt fyrir þetta? „Það væri ákaflega dapurlegt ef það myndu engin svör berast áður en af þessu verður. Í raun algjörlega forkastanlegt. Ef þessari beiðni er hafnaði með því að svara henni ekki, þá er það náttúrulega gríðarlega alvarlegt mál, miðað við aðstæður þessarar konu. Þannig ég verð eiginlega að vona og trúa því að þessu verði svarað áður en hún fer úr landi,“ segir Helgi sem kveðst þó ekki vita hvenær dags það yrði.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Sjá meira