Telur ekki viðeigandi að tjá sig um mál Maríu Sigrúnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 16:21 „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51
Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30
„Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29