Telur ekki viðeigandi að tjá sig um mál Maríu Sigrúnar Jón Þór Stefánsson skrifar 13. maí 2024 16:21 „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Menningar- og viðskiptaráðherra, vildi ekki tjá sig um „svokallað Kveiksmál“ sem hefur verið til mikillar umræðu síðustu daga. Að hennar mati er ekki viðeigandi fyrir ráðherra að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, út í það sem hún kallaði „furðumál“ Maríu Sigrúnar Hilmarsdóttur fréttakonu. „Hún var látin fara úr fréttaskýringaþætti RÚV þegar hún vann að innslagi um meinta gjafagjörninga Reykjavíkurborgar til olíufélaga. Eftir nokkurt þref og mikinn þrýsting sem auðvitað skapaðist við afhjúpun Maríu var fréttaskýring hennar loks spillt því að öðrum þætti á RÚV. Umfjöllunin var sláandi og landsmenn eiga auðvitað heimtingu á að fá að sjá hvernig var staðið að þessum samningum,“ sagði Diljá. „Ríkisútvarpið er auðvitað þjóðarmiðill. Það er lögbundið að miðlun hans byggist á fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu og það var bara mjög miður að sjá aðdragandann að þessu máli í Ríkisútvarpinu.” Diljá óskaði eftir að fá að heyra skoðun ráðherra málaflokksins á málinu. Hún bað sérstaklega um svar við því hvort málið hefði skaðað trúverðugleika RÚV Í ræðu sinni sagði Lilja þó að henni þætti það ekki tilhlýðilegt að hún færi að tjá sig um mál sem tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins með þessum hætti. „Mér finnst þetta tengjast ritstjórnarlegu sjálfstæði Ríkisútvarpsins og ég tel að það sé ekki við hæfi að ráðherra málaflokksins fara að blanda sér í umræðu um dagskrárgerð eða ritstjórn fréttastofu RÚV,“ sagði Lilja sem minntist á að traust til RÚV mældist býsna hátt. RÚV var til frekari umræðu á Alþingi í dag. Lilja var líka spurð út í kynhlutlausa íslensku sem hefur verið áberandi hjá RÚV. Lesa má um það nánar hér.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Alþingi Tengdar fréttir Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51 Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30 „Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Hvar eru Illugi Jökuls, Hallgrímur Helga, Atli Þór Fanndal? Brynjar Níelsson fer yfir málið sem hefur verið mjög til umræðu að undanförnu sem er það sem hann kallar gjafagjörning borgaryfirvalda til olíufélaganna í formi lóða. 13. maí 2024 10:51
Dóra vill ekki búa við umræðu byggða á „falsvitnum“ Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, tekur til máls í hinu flókna bensínstöðvalóðamáli; hún segir það byggja á vitnisburði „falsvitna“ og einkennast af ósvífinni upplýsingaóreiðu. 10. maí 2024 13:30
„Kastljós á ekki að vera Staksteinar“ Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri gefur margumræddu innslagi Maríu Sigrúnar Hilmardóttur ekki háa einkunn. 8. maí 2024 12:29