Lífið

Bein út­sending frá svart­þrasta­hreiðri í Hval­fjarðar­sveit

Lovísa Arnardóttir skrifar
Svartþrösturinn passar ungana sína.
Svartþrösturinn passar ungana sína. Skjáskot/Ellisnorra.net

Elmar Snorrason, húsasmiður og veðuráhugamaður, setti nýlega upp myndavél sem horfir yfir hreiður svartþrastapars. Hreiðrið er við heimili hans í Hvalfjarðarsveit. Fjórir ungar komu úr eggjunum í fyrradag, 14. maí.

Hægt er að sjá upptökuna hér að neðan en beint streymi er af vefsíðunni hans Elmars, ellisnorra.net/fugl/

„Fyrir tveimur árum setti ég upp myndavél við hreiður skógarþrasta og það vakti mikla lukku víða og var útsendingin víða í gangi í skólastofum meðan nemendur leystu ýmis vorverkefni,“ segir Elmar og að hans ósk sé að sem flestir fái að njóta útsendingarinnar.

„Ég bara hvet kennara til að leyfa þessu að lifa uppi við töflu síðustu skóladagana fyrir sumarfrí.“

Á fuglavefnum er hægt að finna ýmsar upplýsingar um svartþröstinn. Þar segir að hann sé svipaður gráþresti að stærð, og að lit ekki ósvipaður stara.

„Þekkist best frá stara á lengra stéli, jöfnum, svörtum lit án díla (karlfugl) og lengra stéli, auk þess á hátterninu, sem svipar til hegðunar annarra þrasta. Fullorðinn karlfugl er alsvartur, goggur og augnhringir skærgulir. Ungur karlfugl (á fyrsta vetri) er með dökkan gogg sem lýsist þegar líður á veturinn. Kerlan er dökkmóbrún að ofan, aðeins ljósrákóttari að neðan og með gráa kverk. Er venjulega felugjarn, nema syngjandi karlfugl á vorin, sem hreykir sér í trjátoppum. Svartþrestir sjást stakir eða í smáhópum,“ segir á síðunni.

Nánar hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.