Telur ekki óeðlilegt að sýna mótmælendum samstöðu Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2024 06:01 Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, utanríkisráðherra, ávarpar mótmælendu í miðborg Tíblisí á miðvikudagskvöld. Vísir/Getty Utanríkisráðherra telur ekki óeðlilegt að sýna georgískum mótmælendum umdeildra laga samstöðu. Hann furðar sig á misvísandi yfirlýsingum forseta georgíska þingsins eftir fund sendinefndar ráðherrans með honum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði að því á Alþingi í gær hvort að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hefði tekið þátt í mótmælum gegn nýjum og umdeildum fjölmiðlalögum í Tíblisí í Georgíu með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum á miðvikudag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum. Ráðherrarnir funduðu meðal annars með forseta Georgíu, fulltrúum stjórnvalda, stjórnarandstöðu og frjálsra félagasamtaka. Þá ávörpuðu ráðherrarnir þúsundir mótmælenda í Tíblisí. Sagði það sama við mótmælendur og hún sagði á formlegum fundum Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að mæting ráðherranna á mótmælin hafi verið eftir formlega dagskrá heimsóknarinnar. Hún standi keik með dagskránni enda hafi hún miklar áhyggjur af stöðunni í Georgíu. „Mótmælin sem þarna eru eru gegn tiltekinni löggjöf. Við vorum ekki að mæta á þau til þess að mótmæla sitjandi stjórnvöldum, alls ekki. Viðvera okkar var bara í algjöru samræmi við eindregnar yfirlýsingar og áskoranir allra helstu vina- og bandalagsríkja,“ segir utanríkisráðherra sem bendir á að aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi verið í Tíblisi daginn áður. Sömu ríki hafi lýst samstöðu með friðsamlegum mótmælum gegn lögunum og lýst miklum áhyggjum yfir fréttum af harkalegri meðferð á mótmælendum. „Ég tel ekki óeðlilegt að sýna samstöðu með þessum hætti og undirstrika þannig ákall um að friðsamir mótmælendur sæti ekki illri meðferð,“ segir hún. Ráðherrarnir þrír sem voru viðstaddir mótmælin hafi ávarpað þau hver með sínum hætti. „Það sem ég sagði þar var bara nákvæmlega það sama og ég sagði á öllum fundum yfir daginn með þeim aðilum sem við hittum,“ segir utanríkisráðherra. Litháenski fjölmiðillinn LRT segir að Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, hafi ítrekað stuðning sinn við Evrópusambandsaðild Georgíu. Hann hafi spurt mótmælendur á georgísku hvert þeir stefndu. Mótmælendurnir hefðu svarað: „Til Evrópu!“. Þórdís Kolbrún með starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum hittu mótmælendur í Tíblisí í heimsókn þeirra til Georgíu.Litháenska utanríkisráðuneytið Vaxandi áhrif Rússa auki líkur á átökum Gagnrýnendur nýju laganna, sem voru samþykkt á þriðjudag, segja þau að rússneskri fyrirmynd. Samkvæmt lögunum líta stjórnvöld á að félagasamtök og fjölmiðlar sem fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá gangi erinda erlendra afla. Stjórnvöld í Kreml hafa beitt sambærilegum lögum þar til þess að þrengja að fjölmiðlum og félagasamtökum og kæfa niður gagnrýnisraddir. Fjöldamótmæli hafa geisað gegn lögunum í Georgíu um nokkurra vikna skeið og tugir þúsunda hafa tekið þátt í mótmælum fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni. Forseti landsins segist ætla að beita neitunarvaldi en stjórnarflokkurinn hafi nægilega rúman meirihluta á þingi til þess að trompa það. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en það hefur varað við því að nýju lögin samræmist ekki gildum þess og reglum. Gagnrýnendur laganna telja samþykkt laganna benda til þess að stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn halli sér í vaxandi mæli að Rússlandi. „Allur árangur Rússlands til áhrifa beint eða óbeint dregur úr líkum á langtímafriði og eykur líkur á átökum. Á endanum er það eitthvað sem hefur áhrif á okkur líka,“ segir Þórdís Kolbrún. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands, Þórdís Kolbrún og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens á mótmælunum í Tíblisí. Starfsbróðir þeirra frá Lettlandi var ekki viðstaddur mótmælin.Vísir/Getty Þingforseti fór rangt með eftir fundinn Spurð að því hvernig fulltrúar georgískra stjórnvalda hafi tekið áhyggjum sendinefndarinnar segir Þórdís Kolbrún að þau hafi verið mjög ósammála. „Það var vel tekið á móti okkur á þessum fundum en eins og ég segi voru samtölin hreinskiptin. Við erum í grundvallaratriðum ósammála um ákveðna þætti og það kom alveg skýrt fram af hálfu okkar og af hálfu þeirra líka,“ segir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún furðar sig á ummælum sem voru höfð eftir Shalva Papuashvili, forseta georgíska þingsins, eftir fund sendinefndarinnar með honum. Fullyrti hann að ráðherrarnir hefðu verið sammála um að georgísk stjórnvöld hefðu gert rétt með því að hunsa evrópska kollega og taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Margus Tsakhna, utanríkisráðherra Eistlands, áréttaði á samfélagsmiðlinum X að ráðherrarnir hafi alls ekki verið sammála þingforsetanum heldur þvert á móti. Let me be clear - we did not agree on any of this. My message is the opposite: Georgia is not moving to the right direction. pic.twitter.com/73IANmNFkf— Margus Tsahkna (@Tsahkna) May 15, 2024 „Við vorum mjög skýr í okkar málstað og þess vegna undarlegt að þessi misskilningur hafi einhvern veginn komið fram. Þess vegna töldum við rétt og þarft að leiðrétta það,“ segir Þórdís Kolbrún sem segist ekki hafa lent í reynslu af þessu tagi af hálfu lýðræðisríkis sem ætlar sér að verða hluti af Evrópu og Atlantshafsbandalagskerfinu. Ráðherrarnir hafi ekki verið staddir í Georgíu til þess að ræða refsiaðgerðir gegn Rússlandi heldur fjölmiðlalögin umdeildu. „Það kann að vera að það henti pólitískt að láta eins og það hafi snúist um eitthvað annað. Skilaboðin snerust einhvern veginn um að við hefðum verið sammála um þessi almennu samskipti stjórnvalda við Evrópulönd og sambandið. Það var einfaldlega ekki þannig vegna þess að við vorum mjög ósammála.“ Utanríkismál Georgía Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins, spurði að því á Alþingi í gær hvort að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, hefði tekið þátt í mótmælum gegn nýjum og umdeildum fjölmiðlalögum í Tíblisí í Georgíu með vitund og vilja ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra heimsótti Georgíu ásamt starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum á miðvikudag. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem þau vöruðu við því að nýju lögin stríddu gegn evrópskum gildum og lögum. Hægt væri að nota lögin til þess að þagga niður í fjölmiðlum og félagasamtökum. Ráðherrarnir funduðu meðal annars með forseta Georgíu, fulltrúum stjórnvalda, stjórnarandstöðu og frjálsra félagasamtaka. Þá ávörpuðu ráðherrarnir þúsundir mótmælenda í Tíblisí. Sagði það sama við mótmælendur og hún sagði á formlegum fundum Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að mæting ráðherranna á mótmælin hafi verið eftir formlega dagskrá heimsóknarinnar. Hún standi keik með dagskránni enda hafi hún miklar áhyggjur af stöðunni í Georgíu. „Mótmælin sem þarna eru eru gegn tiltekinni löggjöf. Við vorum ekki að mæta á þau til þess að mótmæla sitjandi stjórnvöldum, alls ekki. Viðvera okkar var bara í algjöru samræmi við eindregnar yfirlýsingar og áskoranir allra helstu vina- og bandalagsríkja,“ segir utanríkisráðherra sem bendir á að aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna hafi verið í Tíblisi daginn áður. Sömu ríki hafi lýst samstöðu með friðsamlegum mótmælum gegn lögunum og lýst miklum áhyggjum yfir fréttum af harkalegri meðferð á mótmælendum. „Ég tel ekki óeðlilegt að sýna samstöðu með þessum hætti og undirstrika þannig ákall um að friðsamir mótmælendur sæti ekki illri meðferð,“ segir hún. Ráðherrarnir þrír sem voru viðstaddir mótmælin hafi ávarpað þau hver með sínum hætti. „Það sem ég sagði þar var bara nákvæmlega það sama og ég sagði á öllum fundum yfir daginn með þeim aðilum sem við hittum,“ segir utanríkisráðherra. Litháenski fjölmiðillinn LRT segir að Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens, hafi ítrekað stuðning sinn við Evrópusambandsaðild Georgíu. Hann hafi spurt mótmælendur á georgísku hvert þeir stefndu. Mótmælendurnir hefðu svarað: „Til Evrópu!“. Þórdís Kolbrún með starfsbræðrum sínum frá Eystrasaltsríkjunum hittu mótmælendur í Tíblisí í heimsókn þeirra til Georgíu.Litháenska utanríkisráðuneytið Vaxandi áhrif Rússa auki líkur á átökum Gagnrýnendur nýju laganna, sem voru samþykkt á þriðjudag, segja þau að rússneskri fyrirmynd. Samkvæmt lögunum líta stjórnvöld á að félagasamtök og fjölmiðlar sem fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá gangi erinda erlendra afla. Stjórnvöld í Kreml hafa beitt sambærilegum lögum þar til þess að þrengja að fjölmiðlum og félagasamtökum og kæfa niður gagnrýnisraddir. Fjöldamótmæli hafa geisað gegn lögunum í Georgíu um nokkurra vikna skeið og tugir þúsunda hafa tekið þátt í mótmælum fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni. Forseti landsins segist ætla að beita neitunarvaldi en stjórnarflokkurinn hafi nægilega rúman meirihluta á þingi til þess að trompa það. Georgía hefur stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu en það hefur varað við því að nýju lögin samræmist ekki gildum þess og reglum. Gagnrýnendur laganna telja samþykkt laganna benda til þess að stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn halli sér í vaxandi mæli að Rússlandi. „Allur árangur Rússlands til áhrifa beint eða óbeint dregur úr líkum á langtímafriði og eykur líkur á átökum. Á endanum er það eitthvað sem hefur áhrif á okkur líka,“ segir Þórdís Kolbrún. Margus Tsahkna, utanríkisráðherra Eistlands, Þórdís Kolbrún og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháens á mótmælunum í Tíblisí. Starfsbróðir þeirra frá Lettlandi var ekki viðstaddur mótmælin.Vísir/Getty Þingforseti fór rangt með eftir fundinn Spurð að því hvernig fulltrúar georgískra stjórnvalda hafi tekið áhyggjum sendinefndarinnar segir Þórdís Kolbrún að þau hafi verið mjög ósammála. „Það var vel tekið á móti okkur á þessum fundum en eins og ég segi voru samtölin hreinskiptin. Við erum í grundvallaratriðum ósammála um ákveðna þætti og það kom alveg skýrt fram af hálfu okkar og af hálfu þeirra líka,“ segir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún furðar sig á ummælum sem voru höfð eftir Shalva Papuashvili, forseta georgíska þingsins, eftir fund sendinefndarinnar með honum. Fullyrti hann að ráðherrarnir hefðu verið sammála um að georgísk stjórnvöld hefðu gert rétt með því að hunsa evrópska kollega og taka ekki þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Margus Tsakhna, utanríkisráðherra Eistlands, áréttaði á samfélagsmiðlinum X að ráðherrarnir hafi alls ekki verið sammála þingforsetanum heldur þvert á móti. Let me be clear - we did not agree on any of this. My message is the opposite: Georgia is not moving to the right direction. pic.twitter.com/73IANmNFkf— Margus Tsahkna (@Tsahkna) May 15, 2024 „Við vorum mjög skýr í okkar málstað og þess vegna undarlegt að þessi misskilningur hafi einhvern veginn komið fram. Þess vegna töldum við rétt og þarft að leiðrétta það,“ segir Þórdís Kolbrún sem segist ekki hafa lent í reynslu af þessu tagi af hálfu lýðræðisríkis sem ætlar sér að verða hluti af Evrópu og Atlantshafsbandalagskerfinu. Ráðherrarnir hafi ekki verið staddir í Georgíu til þess að ræða refsiaðgerðir gegn Rússlandi heldur fjölmiðlalögin umdeildu. „Það kann að vera að það henti pólitískt að láta eins og það hafi snúist um eitthvað annað. Skilaboðin snerust einhvern veginn um að við hefðum verið sammála um þessi almennu samskipti stjórnvalda við Evrópulönd og sambandið. Það var einfaldlega ekki þannig vegna þess að við vorum mjög ósammála.“
Utanríkismál Georgía Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mannréttindi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51 „Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þórdís í sendinefnd til Georgíu vegna umdeildra laga Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna. 15. maí 2024 13:51
„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. 14. maí 2024 12:42