Fótbolti

Fjórir af tíu launahæstu í­þrótta­mönnum heims spila í Sádi-Arabíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Undanfarna tólf mánuði hefur Cristiano Ronaldo þénað 260 milljónir Bandaríkjadala.
Undanfarna tólf mánuði hefur Cristiano Ronaldo þénað 260 milljónir Bandaríkjadala. getty/Yasser Bakhsh

Cristiano Ronaldo, leikmaður Al Nassr í Sádi-Arabíu, er launahæsti íþróttamaður heims samkvæmt úttekt tímaritsins Forbes.

Þetta er annað árið í röð sem Ronaldo er efstur á þessum lista. Höfuðandstæðingur hans, Lionel Messi, fellur hins vegar niður um eitt sæti milli ára, úr 2. sætinu í það þriðja.

Annar íþróttamaður sem spilar í Sádi-Arabíu, Jon Rahm, er í 2. sæti listans. Spænski kylfingurinn gerði risasamning við LIV-mótaröðina í fyrra.

Tveir aðrir Sádi-Arabíufarar eru á meðal tíu efstu á listanum; fótboltamennirnir Neymar (7. sæti) og Karim Benzema (8. sæti).

Þrír körfuboltamenn eru listanum. LeBron James er í 4. sæti, Giannis Antetokounmpo í því fimmta og Stephen Curry er níundi á listanum.

Launahæstu íþróttamenn heims samkvæmt Forbes

1. Cristiano Ronaldo (fótbolti) - 260 milljónir Bandaríkjadala

2. Jon Rahm (golf) - 218 m

3. Lionel Messi (fótbolti) - 135 m

4. LeBron James (körfubolti) - 128,2 m

5. Giannis Antetokounmpo (körfubolti) - 111 m

6. Kylian Mbappe (fótbolti) - 110 m

7. Neymar (fótbolti) - 108 m

8. Karim Benzema (fótbolti) - 106 m

9. Stephen Curry (körfubolti) - 102 m

10. Lamar Jackson (amerískur fótbolti) - 100,5 m




Fleiri fréttir

Sjá meira


×