X-ið ógnar en Bylgjan ekki? Heldur FM957 bikarnum? Leikið um landið 17. maí 2024 13:01 Grjóthörð lið Bylgjunnar, FM957 og X977 munu takast á í þrautabraut hringinn í kringum landið á næstu dögum. Útvarpsstöðvarnar Bylgjan, FM957 og X977 skora nú í annað sinn hver á aðra í þrautabrautinni Leikið um landið. Þann 20. maí leggja þrjú lið af stað í hringferð um Ísland þar sem áskoranirnar bíða. Lið Bylgjunnar í ár skipa Þórdís Valsdóttir og Ómar Úlfur en X977 sendir aftur þá Tomma Steindórs og Ingimar Helga. Lið FM957 sigraði keppnina í fyrra og þá skipuðu þeir Egill Ploder og Rikki G liðið. Kristín Ruth kemur nú inn með Agli. Keppnin var æsispennandi í fyrra þar sem liðin reyndu meðal annars með sér í blómaskreytingum, kokteilahristingi, húsverkum og dansi svo fátt eitt sé nefnt. Pressan að halda titlinum „Það er auðvitað smá auka pressa á Kristínu, pressan sem fylgir því að koma inn í sigurliðið. Kristín finnur fyrir þeirri pressu en er um leið spennt að takast á við verkefnið,” segir Egill Ploder og er handviss um að FM957 verji titilinn gegn Bylgjunni og X977. „Bæði liðin hafa sína kosti og galla. Við verðum hinsvegar að segja að eina liðið sem heldur sama lineuppi og síðast er kannski aðeins sigurstranglegra en hitt. Þeir þekkja það vel að vinna saman í þessari keppni. Við munum svolítið horfa á Tomma og Ingimar og passa að gera hlutina betur en þeir. Höfum nákvæmlega 0% áhyggjur af Bylgju liðinu.“ Bylgjan er reyndar líka handviss um að vinna og lítur ekki á FM957 sem neina ógn. „X-977 er okkar helsti keppinautur, sofandi risi með gríðarlegt keppnisskap. Sigur er Bylgjunni í blóð borinn og eingöngu 1 sæti í boði,“ segir Ómar Úlfur. „Áskoranir eru bara verkefni sem þarf að leysa og við tökum því með stóískri ró sem að höndum ber enda sérfræðimenntuð, hvor á okkar sviði. Stemningin er að bera okkur ofurliði í Bylgjuliðinu enda erum við B-in 3. Best, björt og brosandi.“ Það verður ekkert gefið eftir í keppninni sem hefst á mánudaginn. Óeining gæti orðið X-inu að falli Lið X977 virðist því vera helsta ógnin í augum hinna en hafa þau eitthvað að óttast? Hvernig er stemmingin í herbúðum X977? „Hún hefur í raun aldrei verið verri en akkúrat núna,“ segir Ingimar hreint út. „Það kom svolítið uppá á milli okkar í vikunni en við höfum nokkra daga til þess að grafa stríðsöxina og við erum sannfærðir um að það takist enda erum við trúnaðarvinir.“ Þeir eru þess vegna ekkert farnir að undirbúa sig. „Undirbúningur er ekki hafinn að neinu leyti. Allur undirbúningur verður ræddur í fyrsta legg í bílnum. Það verður ekkert mál!“ Egill ekki mikil ógn Þrátt fyrir óeiningu innan liðs X977 eru þeir Tommi og Ingimar frekar sigurvissir. „Í stuttu máli, já. Sigurvegararnir frá því í fyrra eru án síns mikilvægasta leikmanns. Rikki (Batman) er ekki með og án Rikka er Egill (Robin) ekki mikil ógn við okkur. Þó svo Kristín sé lævís, þá erum við mjög sigurvissir. Bylgjuliðið er alger non factor í okkar augum. Þau hafa fengið liðsstyrk í Ómari Úlf en hann er með X977 hjarta og við vitum að við eigum hauk í horni þar. Þau virðast bara hafa tekið þátt til þess að geta verið með kúrekahatta útum allt land. Helstu keppinautar okkar eru í raun við sjálfir, barátta okkar við illa anda innan í okkur er í raun það eina sem getur stöðvað okkur. Ef að við verðum búnir að grafa stríðsöxina fyrir brottför þá verðum við á grænni grein.” Mottó FM957 að hræðast ekki neitt En þó hin liðin óttist X977 hafa þau það þó fram yfir Tomma og Ingimar að vera byrjuð að undirbúa sig fyrir keppnina. Egill og Kristín mæta til að mynda óttalaus til leiks. „Við erum að sjálfsögðu í grunnin óttalaus. Það er svolítið mottóið okkar á FM957. Við erum að fara yfir það sem að vel var gert í síðustu keppni og hvernig við getum bætt önnur atriði. Svo erum við að sjálfsögðu með nokkur leynitrix upp í. Ég man ekki í fljótu bragði eftir neinum mistökum frá í fyrra sem við gætum lært af. Enda er bikarinn inn í FM957 stúdíói eins og staðan er núna!” Jóðl og Mullers til sigurs? „Undirbúningur hjá okkur á Bylgjunni hefur staðið yfir í nokkrar vikur með Mullers æfingum og trefjaríku mataræði og jóðli sem er gott uppá öndun í keppni. „Gaman að vera með” voru helstu mistök Bylgjunnar í síðustu keppni. Nú hefur verið skerpt á öllum áherslum og því sótt fram til sigurs,” segir Ómar Úlfur. Ætla sér að vera fyrirmynd annarra „Já við teljum að við höfum ekki látið kappið bera fegurðina ofurliði eins og hin liðin gerðu fyrra. Vandamálið er að þau uppskáru fyrir það. Við ætlum þó ekki að breytast að þessu leyti heldur verða fyrirmynd fyrir hin liðin,” segir Ingimar. Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu hér inni á Vísi og á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan. Bylgjan X977 FM957 Leikið um landið Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira
Lið Bylgjunnar í ár skipa Þórdís Valsdóttir og Ómar Úlfur en X977 sendir aftur þá Tomma Steindórs og Ingimar Helga. Lið FM957 sigraði keppnina í fyrra og þá skipuðu þeir Egill Ploder og Rikki G liðið. Kristín Ruth kemur nú inn með Agli. Keppnin var æsispennandi í fyrra þar sem liðin reyndu meðal annars með sér í blómaskreytingum, kokteilahristingi, húsverkum og dansi svo fátt eitt sé nefnt. Pressan að halda titlinum „Það er auðvitað smá auka pressa á Kristínu, pressan sem fylgir því að koma inn í sigurliðið. Kristín finnur fyrir þeirri pressu en er um leið spennt að takast á við verkefnið,” segir Egill Ploder og er handviss um að FM957 verji titilinn gegn Bylgjunni og X977. „Bæði liðin hafa sína kosti og galla. Við verðum hinsvegar að segja að eina liðið sem heldur sama lineuppi og síðast er kannski aðeins sigurstranglegra en hitt. Þeir þekkja það vel að vinna saman í þessari keppni. Við munum svolítið horfa á Tomma og Ingimar og passa að gera hlutina betur en þeir. Höfum nákvæmlega 0% áhyggjur af Bylgju liðinu.“ Bylgjan er reyndar líka handviss um að vinna og lítur ekki á FM957 sem neina ógn. „X-977 er okkar helsti keppinautur, sofandi risi með gríðarlegt keppnisskap. Sigur er Bylgjunni í blóð borinn og eingöngu 1 sæti í boði,“ segir Ómar Úlfur. „Áskoranir eru bara verkefni sem þarf að leysa og við tökum því með stóískri ró sem að höndum ber enda sérfræðimenntuð, hvor á okkar sviði. Stemningin er að bera okkur ofurliði í Bylgjuliðinu enda erum við B-in 3. Best, björt og brosandi.“ Það verður ekkert gefið eftir í keppninni sem hefst á mánudaginn. Óeining gæti orðið X-inu að falli Lið X977 virðist því vera helsta ógnin í augum hinna en hafa þau eitthvað að óttast? Hvernig er stemmingin í herbúðum X977? „Hún hefur í raun aldrei verið verri en akkúrat núna,“ segir Ingimar hreint út. „Það kom svolítið uppá á milli okkar í vikunni en við höfum nokkra daga til þess að grafa stríðsöxina og við erum sannfærðir um að það takist enda erum við trúnaðarvinir.“ Þeir eru þess vegna ekkert farnir að undirbúa sig. „Undirbúningur er ekki hafinn að neinu leyti. Allur undirbúningur verður ræddur í fyrsta legg í bílnum. Það verður ekkert mál!“ Egill ekki mikil ógn Þrátt fyrir óeiningu innan liðs X977 eru þeir Tommi og Ingimar frekar sigurvissir. „Í stuttu máli, já. Sigurvegararnir frá því í fyrra eru án síns mikilvægasta leikmanns. Rikki (Batman) er ekki með og án Rikka er Egill (Robin) ekki mikil ógn við okkur. Þó svo Kristín sé lævís, þá erum við mjög sigurvissir. Bylgjuliðið er alger non factor í okkar augum. Þau hafa fengið liðsstyrk í Ómari Úlf en hann er með X977 hjarta og við vitum að við eigum hauk í horni þar. Þau virðast bara hafa tekið þátt til þess að geta verið með kúrekahatta útum allt land. Helstu keppinautar okkar eru í raun við sjálfir, barátta okkar við illa anda innan í okkur er í raun það eina sem getur stöðvað okkur. Ef að við verðum búnir að grafa stríðsöxina fyrir brottför þá verðum við á grænni grein.” Mottó FM957 að hræðast ekki neitt En þó hin liðin óttist X977 hafa þau það þó fram yfir Tomma og Ingimar að vera byrjuð að undirbúa sig fyrir keppnina. Egill og Kristín mæta til að mynda óttalaus til leiks. „Við erum að sjálfsögðu í grunnin óttalaus. Það er svolítið mottóið okkar á FM957. Við erum að fara yfir það sem að vel var gert í síðustu keppni og hvernig við getum bætt önnur atriði. Svo erum við að sjálfsögðu með nokkur leynitrix upp í. Ég man ekki í fljótu bragði eftir neinum mistökum frá í fyrra sem við gætum lært af. Enda er bikarinn inn í FM957 stúdíói eins og staðan er núna!” Jóðl og Mullers til sigurs? „Undirbúningur hjá okkur á Bylgjunni hefur staðið yfir í nokkrar vikur með Mullers æfingum og trefjaríku mataræði og jóðli sem er gott uppá öndun í keppni. „Gaman að vera með” voru helstu mistök Bylgjunnar í síðustu keppni. Nú hefur verið skerpt á öllum áherslum og því sótt fram til sigurs,” segir Ómar Úlfur. Ætla sér að vera fyrirmynd annarra „Já við teljum að við höfum ekki látið kappið bera fegurðina ofurliði eins og hin liðin gerðu fyrra. Vandamálið er að þau uppskáru fyrir það. Við ætlum þó ekki að breytast að þessu leyti heldur verða fyrirmynd fyrir hin liðin,” segir Ingimar. Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu hér inni á Vísi og á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.
Hægt verður að fylgjast með ferðalaginu hér inni á Vísi og á samfélagsmiðlum útvarpsstöðvanna: @x977, @FM957, @bylgjan.
Bylgjan X977 FM957 Leikið um landið Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Sjá meira